Barcelona hefur staðfest að félagið muni spila æfingaleik gegn brasilíska félaginu Chapecoense þann 7. ágúst.
Fregnir bárust fyrst af því í desember að Barcelona hyggðist bjóða Chapecoense æfingaleik og aðstoða við endurbyggingu á liði félagsins eftir að flestir leikmenn þess létust í flugslysi í lok nóvember á síðasta ári.
71 lét lífið í slysinu en alls voru 77 um borð í flugvélinni, sem var á leið frá Brasilíu til Kólumbíu.
Ágóði af leiknum verður notaður til að styrkja málefni til styrktar fjölskyldum fórnarlamba slyssisns.
Um svokallaðan Joan Gamper-leik er að ræða en það er fyrsti leikur nýs tímabils á Nývangi í Barcelona.
Chapecoense fór vel af stað á nýju tímabili í brasilísku úrvalsdeildinnio og vann þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum. Liðið hefur hins vegar tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum og er í fjórtánda sæti deildarinnar með þrettán stig að loknum tíu umferðum.
Corinthians er á toppnu með 26 stig og hefur enn ekki tapað leik.
Barcelona heiðrar minningu þeirra látnu með vináttuleik gegn Chapecoense
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti


„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti

