Fótbolti

Féll með Sunderland en er kominn til AC Milan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fabio Borini skoraði tvö mörk fyrir Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Fabio Borini skoraði tvö mörk fyrir Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í vetur. vísir/getty
Þrátt fyrir að hafa verið hluti af liði Sunderland sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor er ítalski framherjinn Fabio Borini genginn í raðir AC Milan.

Borini, sem er 26 ára gamall, stóðst læknisskoðun hjá Milan í dag.

Borini skoraði aðeins tvö mörk fyrir Sunderland á síðasta tímabili en forráðamenn Milan sáu eitthvað í honum.

Borini hefur lengst af leikið á Englandi, með Chelsea, Swansea City, Liverpool og Sunderland. Hann lék einnig eitt tímabil með Roma þar sem hann skoraði níu mörk í 24 deildarleikjum. Borini hefur leikið einn leik fyrir ítalska landsliðið.

Milan hefur verið duglegt að safna liði í sumar en Borini er fimmti leikmaðurinn sem þetta fornfræga félag fær eftir að síðasta tímabili lauk.

Áður voru André Silva, Ricardo Rodríguez, Mateo Musacchio og Franck Kessié komnir til Milan sem endaði í 6. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir

Juventus hefur áhuga á Donnarumma

Beppe Morata, stjórnarformaður Juventus, segir að félagið muni að sjálfsögðu kanna möguleikann á að fá markvörðinn Gianluigi Donnarumma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×