Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. júní 2017 20:00 Ólafía Þórunn á hringnum í dag. vísir/getty Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. Ólafía byrjaði hringinn með látum og nældi sér í fugl á fyrstu holu. Draumabyrjun. Þessari byrjun var svo fylgt eftir með fimm pörum í röð. Á sjöundu holu fékk Ólafía annan fugl og var þá komin í hóp með efstu konum á mótinu. Mögnuð frammistaða. Á níundu holu byrjaði að síga á ógæfuhliðina. Þá fékk Ólafía sinn fyrsta skolla á hringnum og það var fyrsti skollinn af þremur á sex holum. Á fimmtándu fékk hún svo tvöfaldan skolla og var komin niður í kringum 100. sætið. Hún kláraði svo hringinn á þremur pörum. Vísir var með menn á staðnum í dag og var með ítarlega lýsingu af hringnum sem má sjá hér að neðan.
Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. Ólafía byrjaði hringinn með látum og nældi sér í fugl á fyrstu holu. Draumabyrjun. Þessari byrjun var svo fylgt eftir með fimm pörum í röð. Á sjöundu holu fékk Ólafía annan fugl og var þá komin í hóp með efstu konum á mótinu. Mögnuð frammistaða. Á níundu holu byrjaði að síga á ógæfuhliðina. Þá fékk Ólafía sinn fyrsta skolla á hringnum og það var fyrsti skollinn af þremur á sex holum. Á fimmtándu fékk hún svo tvöfaldan skolla og var komin niður í kringum 100. sætið. Hún kláraði svo hringinn á þremur pörum. Vísir var með menn á staðnum í dag og var með ítarlega lýsingu af hringnum sem má sjá hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16 Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16