Vaknaði úr roti og gekk berserksgang Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júní 2017 19:34 Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi. Vísir/Pjetur Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Suðurlands í dag sakfelldur fyrir að hafa gengið berserksgangi inni í íbúð á Suðurlandi árið 2014 og unnið þar verulegar skemmdir. Honum var hins vegar ekki gerð refsing í málinu en gert að greiða allan sakarkostnað og rúmlega 1,5 milljónir króna í málsvarnarlaun verjanda síns. Tjónið nam rúmlega þremur milljónum króna. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa lamið og sparkað í hurðir og húsbúnað, velt innanstokksmunum um koll og stungið með eggjárni í hurðir og veggi, með þeim afleiðingum að klósettkassi brotnaði svo vatn flæddi um gólf, rúða brotnaði í útidyrahurð, sjö innihurðir og karmar brotnuðu eða skemmdust. Þá skemmdist fatahengisslá, stóll og bókahilla og blóð fór í gólfteppi hússins, að því er segir í ákærunni.Bar fyrir sig minnisleysi Maðurinn sagðist hafa setið að sumbli umrætt kvöld, hinn 14. desember 2014. Hann hafi drukkið landa og nokkuð mikið af honum. Sagðist hann ekki hafa munað eftir að hafa gengið berserksgang inni í íbúðinni og ekkert vitað fyrr en hann hafi vaknað í handjárnum. Þá kvaðst hann hafa verið kýldur en ekki muna eftir því og ekki vita hver hefði verið þar að verki. Hann hefði legið í glerbrotum þegar hann vaknaði og sennilega fengið skurði á ökkla og vör vegna þess.Vaknaði reiður Fjölmörg vitni komu fyrir dóm vegna málsins og í máli þeirra kom fram að til einhverra átaka hefði komið inni í stofunni og að maðurinn hefði á endanum verið kýldur með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig og rotaðist. Nánast öll vitnin sögðu að þegar maðurinn vaknaði hafi hann strax orðið mjög reiður, farið að leita að þeim sem sló hann og valdið skemmdum á íbúðinni. Ákærði fór í fyrstu fram á sýknu en féll hins vegar frá þeirri kröfu eftir framburð vitna í málinu. Verjandi mannsins taldi hins vegar að ekki ætti að refsa honum vegna þess höfuðhöggs sem hann hlaut, en dómurinn sagði enginn læknisfræðileg gögn hafa verið lögð fram um áhrif höggsins á manninn. Maðurinn hefur hlotið fimm refsidóma frá atvikinu og ákvað dómurinn því að gera honum hegningarauka vegna eignaspjallanna, en ekki frekari refsing. Farið var fram á 4,3 milljónir í skaðabætur í fyrstu – en fallið var frá þeirri kröfu. Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Suðurlands í dag sakfelldur fyrir að hafa gengið berserksgangi inni í íbúð á Suðurlandi árið 2014 og unnið þar verulegar skemmdir. Honum var hins vegar ekki gerð refsing í málinu en gert að greiða allan sakarkostnað og rúmlega 1,5 milljónir króna í málsvarnarlaun verjanda síns. Tjónið nam rúmlega þremur milljónum króna. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa lamið og sparkað í hurðir og húsbúnað, velt innanstokksmunum um koll og stungið með eggjárni í hurðir og veggi, með þeim afleiðingum að klósettkassi brotnaði svo vatn flæddi um gólf, rúða brotnaði í útidyrahurð, sjö innihurðir og karmar brotnuðu eða skemmdust. Þá skemmdist fatahengisslá, stóll og bókahilla og blóð fór í gólfteppi hússins, að því er segir í ákærunni.Bar fyrir sig minnisleysi Maðurinn sagðist hafa setið að sumbli umrætt kvöld, hinn 14. desember 2014. Hann hafi drukkið landa og nokkuð mikið af honum. Sagðist hann ekki hafa munað eftir að hafa gengið berserksgang inni í íbúðinni og ekkert vitað fyrr en hann hafi vaknað í handjárnum. Þá kvaðst hann hafa verið kýldur en ekki muna eftir því og ekki vita hver hefði verið þar að verki. Hann hefði legið í glerbrotum þegar hann vaknaði og sennilega fengið skurði á ökkla og vör vegna þess.Vaknaði reiður Fjölmörg vitni komu fyrir dóm vegna málsins og í máli þeirra kom fram að til einhverra átaka hefði komið inni í stofunni og að maðurinn hefði á endanum verið kýldur með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig og rotaðist. Nánast öll vitnin sögðu að þegar maðurinn vaknaði hafi hann strax orðið mjög reiður, farið að leita að þeim sem sló hann og valdið skemmdum á íbúðinni. Ákærði fór í fyrstu fram á sýknu en féll hins vegar frá þeirri kröfu eftir framburð vitna í málinu. Verjandi mannsins taldi hins vegar að ekki ætti að refsa honum vegna þess höfuðhöggs sem hann hlaut, en dómurinn sagði enginn læknisfræðileg gögn hafa verið lögð fram um áhrif höggsins á manninn. Maðurinn hefur hlotið fimm refsidóma frá atvikinu og ákvað dómurinn því að gera honum hegningarauka vegna eignaspjallanna, en ekki frekari refsing. Farið var fram á 4,3 milljónir í skaðabætur í fyrstu – en fallið var frá þeirri kröfu.
Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Sjá meira