Ólafía: Átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. júní 2017 21:37 Ólafía var nokkuð ánægð með hringinn. „Tilfinningin á fyrsta teig var bara góð. Ég var ekkert stressuð og leið bara vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttadeild hitti á hana eftir fyrsta hringinn hennar á risamóti. Þetta var fyrsti hringur Íslendings á risamóti. Það var augljóst að hún var ekkert of stressuð því hún fékk fugl á fyrstu holuna. „Ég átti gott dræv og annað högg. Hann rétt lak í sandinn en ég náði að bjarga því,“ segir Ólafía en hún fékk svo annan fugl á sjöunda holu og var þá í efstu sætum mótsins. Sá fugl var einkar glæsilegur. „Ég tók fimm járn í teighöggið og sló gott högg. Ég „sónaði“ svo út og setti púttið í.“ Síðan fór að síga á ógæfuhliðina hjá okkar konu sem endaði á 74 höggum eða þrem yfir pari. Hún er í rúmlega 100. sæti en það er stutt upp aftur. „Ég hefði viljað slá aðeins betur. Niðurstaðan var samt oftast góð og ég átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag. Það var teighöggið á fjórtándu og ég lenti í vandræðum þar. Svo var ég smá óheppin á fimmtándu,“ segir Ólafía en lukkan var ekki alltaf í liði með henni er kom að legu boltans á ákveðnum tímum. „Nú hvíli ég mig og fæ mér að borða. Svo langar mig að laga sláttinn minn aðeins. Svo gera ég alltaf sömu rútínuna í púttunum. Svo bara slaka á og hafa gaman.“ Viðtal Þorsteins Hallgrímssonar við Ólafíu má sjá í heild sinni hér að neðan. Golf Tengdar fréttir Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16 Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
„Tilfinningin á fyrsta teig var bara góð. Ég var ekkert stressuð og leið bara vel,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttadeild hitti á hana eftir fyrsta hringinn hennar á risamóti. Þetta var fyrsti hringur Íslendings á risamóti. Það var augljóst að hún var ekkert of stressuð því hún fékk fugl á fyrstu holuna. „Ég átti gott dræv og annað högg. Hann rétt lak í sandinn en ég náði að bjarga því,“ segir Ólafía en hún fékk svo annan fugl á sjöunda holu og var þá í efstu sætum mótsins. Sá fugl var einkar glæsilegur. „Ég tók fimm járn í teighöggið og sló gott högg. Ég „sónaði“ svo út og setti púttið í.“ Síðan fór að síga á ógæfuhliðina hjá okkar konu sem endaði á 74 höggum eða þrem yfir pari. Hún er í rúmlega 100. sæti en það er stutt upp aftur. „Ég hefði viljað slá aðeins betur. Niðurstaðan var samt oftast góð og ég átti í rauninni aðeins eitt slæmt högg í dag. Það var teighöggið á fjórtándu og ég lenti í vandræðum þar. Svo var ég smá óheppin á fimmtándu,“ segir Ólafía en lukkan var ekki alltaf í liði með henni er kom að legu boltans á ákveðnum tímum. „Nú hvíli ég mig og fæ mér að borða. Svo langar mig að laga sláttinn minn aðeins. Svo gera ég alltaf sömu rútínuna í púttunum. Svo bara slaka á og hafa gaman.“ Viðtal Þorsteins Hallgrímssonar við Ólafíu má sjá í heild sinni hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16 Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Sjáðu glæsilegan fugl hjá Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er langt komin með sinn fyrsta hring á risamóti í golfi en hún tekur þátt á PGA-meistaramótinu í Chicago. 29. júní 2017 18:16
Skrautlegur fyrsti dagur hjá Ólafíu Fyrsti dagur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á risamóti í golfi var nokkuð skrautlegur. Eftir frábæra byrjun missti hún flugið á seinni hlutanum á PGA-meistaramótinu. 29. júní 2017 20:00