Angela Merkel segir Evrópusambandið tilbúið til Brexit-viðræðna Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júní 2017 10:44 Angela Merkel er stödd í Mexikó um þessar mundir. Vísir/afp Angela Merkel kanslari Þýskalands segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hefja viðræður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu eins og áætlað var. Óvissa hefur loðað við viðræðurnar eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki meirihluta á breska þinginu í nýafstöðnum kosningum. BBC greinir frá. Merkel sagðist viss um að bresk stjórnvöld myndu halda sig við áður staðfesta samningaáætlun og bætti við að Evrópusambandið væri „tilbúið.“ Hún sagðist vona að Bretland héldi áfram að vera góður bandamaður í kjölfar viðræðanna sem áætlað er að hefjist 19. júní næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Merkel tjáir sig eftir að Íhaldsflokkur May missti 13 sæti á breska þinginu og þar með meirihlutann. Viðræður við Evrópusambandið eru því þrungnar nokkurri óvissu en Theresa May mun mynda ríkisstjórn með hinum norður-írska Lýðræðislega sambandsflokki (DUP). Angela Merkel er stödd í Mexíkó á fundi með forsetanum þar í landi, Enrique Pena Nieto. „Ég geri ráð fyrir því að Bretland, samkvæmt því sem ég heyrði frá forsætisráðherranum í dag, vilji halda sig við viðræðuáætlunina. Við viljum semja fljótt og halda okkur við áætlunina þannig að á þessum tímapunkti held ég að það sé ekkert sem bendir til þess að þessar viðræður geti ekki hafist eins og samið var um,“ sagði Merkel við fjölmiðla í Mexíkóborg í gær. Merkel bætti við að Bretland væri „hluti af Evrópu, jafnvel þótt það verði ekki lengur hluti af Evrópusambandinu.“Kominn tími til að May „horfist í augu við raunveruleikann“Michael Fuchs, helsti efnahagsráðgjafi kanslarans, sagði í samtali við BBC að niðurstöður kosninganna í Bretlandi þýddu að nú væri tími til kominn fyrir Theresu May að „horfast í augu við raunveruleikann.“ „Ósk hennar og vilji var í raun ekki samþykkt af bresku þjóðinni,“ sagði hann. „Við viljum sanngjarnan samning við Bretland og við viljum að sanngjarnar lokaviðræður um Brexit fari nú fram.“ Þá hafa fleiri leiðtogar innan Evrópusambandsins lýst yfir áhyggjum af stöðunni. Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði meðal annars að hann vildi að viðræðurnar héldu áfram án tafa. Þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu fór fram í júní á síðasta ári en rétt rúm 53 prósent kjósenda greiddu með úrsögninni. Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Semja á ný vegna Brexit Væntanleg útganga Breta úr Evrópusambandinu, það er Brexit, getur haft áhrif á samninga sem Grænland og Færeyjar hafa gert við Bretland, einkum í sjávarútvegsmálum. 30. maí 2017 07:00 Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00 Segir Breta áfram verða nána bandamenn ESB eftir Brexit Innanríkisráðherra Bretlands lét orðin falla daginn eftir að Angela Merkel sagði Evrópu ekki lengur geta treyst breskum og bandarískum stjórnvöldum að fullu. 29. maí 2017 09:33 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Angela Merkel kanslari Þýskalands segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hefja viðræður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu eins og áætlað var. Óvissa hefur loðað við viðræðurnar eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki meirihluta á breska þinginu í nýafstöðnum kosningum. BBC greinir frá. Merkel sagðist viss um að bresk stjórnvöld myndu halda sig við áður staðfesta samningaáætlun og bætti við að Evrópusambandið væri „tilbúið.“ Hún sagðist vona að Bretland héldi áfram að vera góður bandamaður í kjölfar viðræðanna sem áætlað er að hefjist 19. júní næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Merkel tjáir sig eftir að Íhaldsflokkur May missti 13 sæti á breska þinginu og þar með meirihlutann. Viðræður við Evrópusambandið eru því þrungnar nokkurri óvissu en Theresa May mun mynda ríkisstjórn með hinum norður-írska Lýðræðislega sambandsflokki (DUP). Angela Merkel er stödd í Mexíkó á fundi með forsetanum þar í landi, Enrique Pena Nieto. „Ég geri ráð fyrir því að Bretland, samkvæmt því sem ég heyrði frá forsætisráðherranum í dag, vilji halda sig við viðræðuáætlunina. Við viljum semja fljótt og halda okkur við áætlunina þannig að á þessum tímapunkti held ég að það sé ekkert sem bendir til þess að þessar viðræður geti ekki hafist eins og samið var um,“ sagði Merkel við fjölmiðla í Mexíkóborg í gær. Merkel bætti við að Bretland væri „hluti af Evrópu, jafnvel þótt það verði ekki lengur hluti af Evrópusambandinu.“Kominn tími til að May „horfist í augu við raunveruleikann“Michael Fuchs, helsti efnahagsráðgjafi kanslarans, sagði í samtali við BBC að niðurstöður kosninganna í Bretlandi þýddu að nú væri tími til kominn fyrir Theresu May að „horfast í augu við raunveruleikann.“ „Ósk hennar og vilji var í raun ekki samþykkt af bresku þjóðinni,“ sagði hann. „Við viljum sanngjarnan samning við Bretland og við viljum að sanngjarnar lokaviðræður um Brexit fari nú fram.“ Þá hafa fleiri leiðtogar innan Evrópusambandsins lýst yfir áhyggjum af stöðunni. Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði meðal annars að hann vildi að viðræðurnar héldu áfram án tafa. Þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu fór fram í júní á síðasta ári en rétt rúm 53 prósent kjósenda greiddu með úrsögninni.
Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Semja á ný vegna Brexit Væntanleg útganga Breta úr Evrópusambandinu, það er Brexit, getur haft áhrif á samninga sem Grænland og Færeyjar hafa gert við Bretland, einkum í sjávarútvegsmálum. 30. maí 2017 07:00 Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00 Segir Breta áfram verða nána bandamenn ESB eftir Brexit Innanríkisráðherra Bretlands lét orðin falla daginn eftir að Angela Merkel sagði Evrópu ekki lengur geta treyst breskum og bandarískum stjórnvöldum að fullu. 29. maí 2017 09:33 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Semja á ný vegna Brexit Væntanleg útganga Breta úr Evrópusambandinu, það er Brexit, getur haft áhrif á samninga sem Grænland og Færeyjar hafa gert við Bretland, einkum í sjávarútvegsmálum. 30. maí 2017 07:00
Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00
Segir Breta áfram verða nána bandamenn ESB eftir Brexit Innanríkisráðherra Bretlands lét orðin falla daginn eftir að Angela Merkel sagði Evrópu ekki lengur geta treyst breskum og bandarískum stjórnvöldum að fullu. 29. maí 2017 09:33