Skoruðu ekki síðustu fimm mínúturnar en náðu jafntefli við Svía Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 15:30 Ólafur Guðmundsson var markahæstur í íslenska liðinu. Vísir/EPA Íslenska handboltalandsliðið gerði 23-23 jafntefli við Svía á Gjensidige æfingamótinu í Noregi í dag en þetta var þriðji og síðasti leikur íslenska liðsins á mótinu. Jafntefli dugði íslenska liðinu ekki til að taka annað sætið af Svíum og því enda íslensku strákarnir í þriðja sæti. Norðmenn eru líka búnir að vinna mótið þrátt fyrir að þeir eigi eftir leik við Pólverja seinna í dag. Ólafur Guðmundsson var markahæstur í íslenska landsliðinu með fimm mörk en Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk. Ágúst Elí Björgvinsson varði mark Íslands í seinni hálfleik og varði þá 8 af 18 skotum Svía samkvæmt tölfræði norska handboltasambandsins eða 44 prósent. Sveinbjörn Pétursson varði 6 af 19 skotum í fyrri hálfleiknum. Svíar tryggðu sér jafntefli með því að skora tvö síðustu mörkin í leiknum en íslenska liðið skoraði ekki síðustu fimm mínúturnar í leiknum eftir að hafa verið 23-21 yfir. Josef Pujol fékk meira að segja tækifæri til að tryggja Svíum sigurinn en lokaskot leiksins hafnaði í stönginni. Svíar voru einu marki yfir í hálfleik, 13-12, og voru 21-20 yfir þegar tíu mínútur voru eftir. Þá kom frábær 3-0 kafla Íslands sem kom íslenska liðinu í frábæra stöðu sem strákarnir misstu síðan frá sér í lokin. Íslenska liðið tapaði fyrsta leiknum á móti heimamönnum í Noregi en vann svo góðan þriggja marka sigur á Pólverjum.Svíþjóð – Ísland 23-23 (13-12)Mörk Íslands skoruðu: Ólafur Andrés Guðmundsson 5, Ómar Ingi Magnússon 4, Geir Guðmundsson 3, Gunnar Steinn Jónsson 2, Vignir Stefánsson 2, Atli Ævar Ingólfsson 2, Sigvaldi Guðjónsson 1, Arnar Freyr Arnarsson 1, Tandri Konráðsson 1, Daniel Þór Ingason 1, Arnar Frey Ársælsson 1.Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 8, Sveinbjörn Pétursson 6. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Þetta eru 28 bestu handboltamenn Íslands í dag að mati Geirs Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina fyrir leikina gegn Tékkum og Úkraínu. 6. júní 2017 12:00 Allt annar varnarleikur og sigur á Pólverjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta bar sigurorð af því pólska, 24-21, á Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti í Noregi. Staðan í hálfleik var 13-12, Íslandi í vil. 9. júní 2017 16:08 Fátt um varnir í tapi fyrir Norðmönnum Ísland beið lægri hlut fyrir Noregi, 36-30, í fyrsta leik liðsins á Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti í Noregi. 8. júní 2017 19:40 „Erum að reyna að búa til fleiri landsliðsmenn“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta heldur út til Noregs á morgun þar sem það tekur þátt í Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti. 6. júní 2017 20:15 Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið gerði 23-23 jafntefli við Svía á Gjensidige æfingamótinu í Noregi í dag en þetta var þriðji og síðasti leikur íslenska liðsins á mótinu. Jafntefli dugði íslenska liðinu ekki til að taka annað sætið af Svíum og því enda íslensku strákarnir í þriðja sæti. Norðmenn eru líka búnir að vinna mótið þrátt fyrir að þeir eigi eftir leik við Pólverja seinna í dag. Ólafur Guðmundsson var markahæstur í íslenska landsliðinu með fimm mörk en Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk. Ágúst Elí Björgvinsson varði mark Íslands í seinni hálfleik og varði þá 8 af 18 skotum Svía samkvæmt tölfræði norska handboltasambandsins eða 44 prósent. Sveinbjörn Pétursson varði 6 af 19 skotum í fyrri hálfleiknum. Svíar tryggðu sér jafntefli með því að skora tvö síðustu mörkin í leiknum en íslenska liðið skoraði ekki síðustu fimm mínúturnar í leiknum eftir að hafa verið 23-21 yfir. Josef Pujol fékk meira að segja tækifæri til að tryggja Svíum sigurinn en lokaskot leiksins hafnaði í stönginni. Svíar voru einu marki yfir í hálfleik, 13-12, og voru 21-20 yfir þegar tíu mínútur voru eftir. Þá kom frábær 3-0 kafla Íslands sem kom íslenska liðinu í frábæra stöðu sem strákarnir misstu síðan frá sér í lokin. Íslenska liðið tapaði fyrsta leiknum á móti heimamönnum í Noregi en vann svo góðan þriggja marka sigur á Pólverjum.Svíþjóð – Ísland 23-23 (13-12)Mörk Íslands skoruðu: Ólafur Andrés Guðmundsson 5, Ómar Ingi Magnússon 4, Geir Guðmundsson 3, Gunnar Steinn Jónsson 2, Vignir Stefánsson 2, Atli Ævar Ingólfsson 2, Sigvaldi Guðjónsson 1, Arnar Freyr Arnarsson 1, Tandri Konráðsson 1, Daniel Þór Ingason 1, Arnar Frey Ársælsson 1.Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 8, Sveinbjörn Pétursson 6.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Þetta eru 28 bestu handboltamenn Íslands í dag að mati Geirs Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina fyrir leikina gegn Tékkum og Úkraínu. 6. júní 2017 12:00 Allt annar varnarleikur og sigur á Pólverjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta bar sigurorð af því pólska, 24-21, á Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti í Noregi. Staðan í hálfleik var 13-12, Íslandi í vil. 9. júní 2017 16:08 Fátt um varnir í tapi fyrir Norðmönnum Ísland beið lægri hlut fyrir Noregi, 36-30, í fyrsta leik liðsins á Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti í Noregi. 8. júní 2017 19:40 „Erum að reyna að búa til fleiri landsliðsmenn“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta heldur út til Noregs á morgun þar sem það tekur þátt í Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti. 6. júní 2017 20:15 Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Þetta eru 28 bestu handboltamenn Íslands í dag að mati Geirs Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina fyrir leikina gegn Tékkum og Úkraínu. 6. júní 2017 12:00
Allt annar varnarleikur og sigur á Pólverjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta bar sigurorð af því pólska, 24-21, á Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti í Noregi. Staðan í hálfleik var 13-12, Íslandi í vil. 9. júní 2017 16:08
Fátt um varnir í tapi fyrir Norðmönnum Ísland beið lægri hlut fyrir Noregi, 36-30, í fyrsta leik liðsins á Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti í Noregi. 8. júní 2017 19:40
„Erum að reyna að búa til fleiri landsliðsmenn“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta heldur út til Noregs á morgun þar sem það tekur þátt í Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti. 6. júní 2017 20:15