
Raggi Sig sussar á efasemdaraddirnar með pítsusneið í hendi

Nú þegar landsmenn fagna sögulegum 1-0 sigri á einu sterkasta landsliði í heimi virðist þeim gagnrýnisröddum hafa verið svarað. Ragnar er með húmorinn í lagi og birtir mynd af sér á Instagram eftir leikinn með pítsu í hendi.
„Formið var vist i lagi..“ segir Ragnar og sussar á efasemdaraddirnar en þó með bros á vör. Félagi hans í vörninni, Kári Árnason, hefur húmor fyrir þessu, brosir og klappar Ragnari á magann.
Ragnar var keyptur til Fulham síðastliðið haust eftir að hafa slegið í gegn á EM í Frakklandi. Í London skiptust á skyn og skúrir en hann þurfti að dúsa löngum stundum á varamannabekknum seinni hluta tímabilsins.
Tengdar fréttir

Þjálfari Króata: Heppnin með Íslandi í lokin
"Heimaliðið virtist hafa meiri orku og þeir unnu marga 50/50 bolta. Í lokin voru þeir heppnir að skora mark og tryggja sér mikilvægan sigur.“

Hannes: "Þetta var svona augnablik sem mann dreymir bara um að upplifa“
Þetta er frábær tilfinning, þetta gerist bara ekki betra en þetta, þetta var draumkennt augnablik að vinna 1-0, það eru alltaf sætustu sigrarnir fyrir markmenn, sagði Hannes Halldórsson eftir 1-0 sigur íslenska landsliðsins í kvöld.

Hörður Björgvin: "Það er bara fínt að skora með öxlinni.“
Hörður Björgin Magnússon reyndist hetja Íslands í kvöld og var að vonum ánægður með leik liðsins.

Heimir: Þetta var svo asnalegt mark
Heimir Hallgrímsson kom brosandi til móts við blaðamenn á fundi eftir 1-0 sigurinn í Laugardalnum í dag. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma.

Modric: Við áttum líklega skilið að tapa
Luka Modric segir að króatíska liðið hafi verið langt frá sínu getustigi í dag.

Jóhann Berg um heimavöllinn: „Veit ekki einu sinni hvenær við töpuðum síðast hérna“
"Þetta var alveg gríðarlega mikilvægur leikur sérstaklega þar sem hin liðin sem við erum að keppa við unnu sína leiki í kvöld,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn á Króötum í undankeppni HM í kvöld.

Gylfi um Hörð Björgvin: Var frábær
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Íslands, var virkilega ánægður með sigurinn gegn Króatíu í kvöld. Gylfi gladdist fyrir hönd Harðar Björgvins sem skoraði sigurmarkið.

Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið
Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið.