Erlenda pressan: Hinn mikli sigurvegari þennan sunnudag er Ísland Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2017 22:18 Okkar menn fögnuðu vel og innilega með stuðningsmönnum eftir leik. Vísir/Ernir Sigur strákanna okkar á Króötum í Laugardalnum í kvöld vekur eðlilega mikla athygli úti í heimi. Knattspyrna er langvinsælasta íþróttagrein heimsins og okkar menn vöktu heimsathygli í Frakklandi síðasta sumar og unnu hug og hjörtu margra. „Háspenna er í I-riðli. Hinn mikli sigurvegari þennan sunnudag er Ísland,“ segir í umfjöllun þýska miðilsins Kicker. Í toppslagnum slógu Íslendingar toppliðinu Króatíu ref fyrir rass. „Ótrúlegur sigur hjá Íslandi þar sem liðin á hæla þeirra unnu einnig sigur.“ „Skalli Harðar Magnússonar skapar enn einn óvæntan sigur Íslands sem deila nú toppsætinu í undankeppni heimsmeistaramótsins,“ segir í fyrirsögn Daily Mail. „Lukkumark af öxl Harðar Magnússonar tryggði íslenskan sigur.“ „Ísland vinnur dramatískan sigur með marki undir lokin,“ segir í umfjöllun Fox Sports. Berlingske Tidende slá upp fyrirsögninni: „Huh! Huh! Huh! Íslendingar á HM-braut eftir síðbúið mark gegn Króatíu“. Er augljóslega verið að vísa í Víkingaklappið sem tekið var tvisvar í Laugardalnum í kvöld. Króatískir miðlar eru eðli málsins samkvæmt ekki í skýjunum með frammistöðu sinna manna. Á einum þeirra mest lesnu miðlum, 24sata.hr, er talað um svartan júní. Leikur króatíska liðsins hafi verið of flókinn, sumir hafi verið ósjáanlegir og leik Luka Modric er lýst á einfaldan veg: „Luka spilaði“. Þá er færaleysi þeirra í leiknum gagnrýnt en Króatarnir fengu tvö færi með skömmu millibili í seinni hálfleik en reyndi ekkert á Hannes í markinu.Á heimasíðu evrópska knattspyrnusambandsins UEFA stendur einfaldlega: „Ísland sökkti Króatíu“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir ábendingu um ranga þýðingu úr króatísku. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Raggi Sig sussar á efasemdaraddirnar með pítsusneið í hendi „Formið var vist i lagi..“ segir miðvörðurinn sem átti fínan leik í kvöld. 11. júní 2017 21:48 Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57 Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36 Það skýrðist eftir leik hvers vegna Viðar Örn var ekki valinn Heimir Hallgrímsson valdi aðeins þrjá framherja enda ætlaði hann bara að byrja með einn gegn Króötum. 11. júní 2017 21:30 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
Sigur strákanna okkar á Króötum í Laugardalnum í kvöld vekur eðlilega mikla athygli úti í heimi. Knattspyrna er langvinsælasta íþróttagrein heimsins og okkar menn vöktu heimsathygli í Frakklandi síðasta sumar og unnu hug og hjörtu margra. „Háspenna er í I-riðli. Hinn mikli sigurvegari þennan sunnudag er Ísland,“ segir í umfjöllun þýska miðilsins Kicker. Í toppslagnum slógu Íslendingar toppliðinu Króatíu ref fyrir rass. „Ótrúlegur sigur hjá Íslandi þar sem liðin á hæla þeirra unnu einnig sigur.“ „Skalli Harðar Magnússonar skapar enn einn óvæntan sigur Íslands sem deila nú toppsætinu í undankeppni heimsmeistaramótsins,“ segir í fyrirsögn Daily Mail. „Lukkumark af öxl Harðar Magnússonar tryggði íslenskan sigur.“ „Ísland vinnur dramatískan sigur með marki undir lokin,“ segir í umfjöllun Fox Sports. Berlingske Tidende slá upp fyrirsögninni: „Huh! Huh! Huh! Íslendingar á HM-braut eftir síðbúið mark gegn Króatíu“. Er augljóslega verið að vísa í Víkingaklappið sem tekið var tvisvar í Laugardalnum í kvöld. Króatískir miðlar eru eðli málsins samkvæmt ekki í skýjunum með frammistöðu sinna manna. Á einum þeirra mest lesnu miðlum, 24sata.hr, er talað um svartan júní. Leikur króatíska liðsins hafi verið of flókinn, sumir hafi verið ósjáanlegir og leik Luka Modric er lýst á einfaldan veg: „Luka spilaði“. Þá er færaleysi þeirra í leiknum gagnrýnt en Króatarnir fengu tvö færi með skömmu millibili í seinni hálfleik en reyndi ekkert á Hannes í markinu.Á heimasíðu evrópska knattspyrnusambandsins UEFA stendur einfaldlega: „Ísland sökkti Króatíu“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir ábendingu um ranga þýðingu úr króatísku.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Raggi Sig sussar á efasemdaraddirnar með pítsusneið í hendi „Formið var vist i lagi..“ segir miðvörðurinn sem átti fínan leik í kvöld. 11. júní 2017 21:48 Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57 Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36 Það skýrðist eftir leik hvers vegna Viðar Örn var ekki valinn Heimir Hallgrímsson valdi aðeins þrjá framherja enda ætlaði hann bara að byrja með einn gegn Króötum. 11. júní 2017 21:30 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
Raggi Sig sussar á efasemdaraddirnar með pítsusneið í hendi „Formið var vist i lagi..“ segir miðvörðurinn sem átti fínan leik í kvöld. 11. júní 2017 21:48
Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57
Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36
Það skýrðist eftir leik hvers vegna Viðar Örn var ekki valinn Heimir Hallgrímsson valdi aðeins þrjá framherja enda ætlaði hann bara að byrja með einn gegn Króötum. 11. júní 2017 21:30