May stokkar upp í ráðherrahópnum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. júní 2017 23:07 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ný ríkisstjórn muni einblína á félagsmál og að hún muni starfa í þágu allra Breta. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á ráðherraskipan í ríkisstjórn Bretlands í kjölfar þingkosninganna, þar sem Íhaldsflokkur May náði ekki að tryggja sér meirihluta þingsæta. May mun leiða minnihlutastjórn sem nýtur stuðnings Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP). Sú breyting sem vekur hvað mesta athygli er að Michael Gove, sem margir telja einn helsta keppinaut May innan flokksins, tekur við embætti umhverfisráðherra. Gove var einn helsti talsmaður þess að Bretland gangi úr Evrópusambandinu og bauð sig fram gegn May til formanns flokksins í fyrra. Gove segir að það hafa komið sér á óvart að vera boðið sæti í ríkisstjórn May. „Ég vissi að i dag yrðu gerðar breytingar, en ég bjóst ekki við þessu en ég er mjög glaður að vera hluti af ríkisstjórninni og ánægður að geta aðstoðað Theresu,“ sagði Gove í samtali við BBC. Þá verður Damian Green, einn helsti bandamaður May, fyrsti ráðherra Bretlands og hægri hönd forsætisráðherra. Um er að ræða heiðursembætti sem hefur verið starfrækt með hléum frá árinu 1962. Green var áður ráðherra vinnumála. David Gauke mun taka við af Green sem vinnumálaráðherra og þá verður David Lidington dómsmálaráðherra. Hann tekur við því embætti af Elizabeth Truss sem verður aðstoðarfjármálaráðherra. Aðrir ráðherrar úr fyrri ríkisstjórn May halda sætum sínum. May segir að með breytingunum komi inn fjölbreyttir einstaklingar úr röðum Íhaldsflokksins sem muni starfa í þágu allra Breta. Aðalmarkmið ríkisstjórnarinnar verður, að sögn May, að ná góðum samningi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en viðræður um Brexit hefjast í næstu viku. „Við viljum ríkisstjórn sem starfar í þágu allra,“ segir May. Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Munu styðja minnihlutastjórn May Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn íhaldsflokksins. 10. júní 2017 20:31 150 þúsund nýir meðlimir sagðir hafa gengið í Verkamannaflokkinn 150 þúsund nýir meðlimir eru sagðir hafa gengið í breska Verkamannaflokkinn í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Flokkurinn bætti þar við sig sögulegum fjölda þingsæta. 11. júní 2017 16:46 Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ný ríkisstjórn muni einblína á félagsmál og að hún muni starfa í þágu allra Breta. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á ráðherraskipan í ríkisstjórn Bretlands í kjölfar þingkosninganna, þar sem Íhaldsflokkur May náði ekki að tryggja sér meirihluta þingsæta. May mun leiða minnihlutastjórn sem nýtur stuðnings Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP). Sú breyting sem vekur hvað mesta athygli er að Michael Gove, sem margir telja einn helsta keppinaut May innan flokksins, tekur við embætti umhverfisráðherra. Gove var einn helsti talsmaður þess að Bretland gangi úr Evrópusambandinu og bauð sig fram gegn May til formanns flokksins í fyrra. Gove segir að það hafa komið sér á óvart að vera boðið sæti í ríkisstjórn May. „Ég vissi að i dag yrðu gerðar breytingar, en ég bjóst ekki við þessu en ég er mjög glaður að vera hluti af ríkisstjórninni og ánægður að geta aðstoðað Theresu,“ sagði Gove í samtali við BBC. Þá verður Damian Green, einn helsti bandamaður May, fyrsti ráðherra Bretlands og hægri hönd forsætisráðherra. Um er að ræða heiðursembætti sem hefur verið starfrækt með hléum frá árinu 1962. Green var áður ráðherra vinnumála. David Gauke mun taka við af Green sem vinnumálaráðherra og þá verður David Lidington dómsmálaráðherra. Hann tekur við því embætti af Elizabeth Truss sem verður aðstoðarfjármálaráðherra. Aðrir ráðherrar úr fyrri ríkisstjórn May halda sætum sínum. May segir að með breytingunum komi inn fjölbreyttir einstaklingar úr röðum Íhaldsflokksins sem muni starfa í þágu allra Breta. Aðalmarkmið ríkisstjórnarinnar verður, að sögn May, að ná góðum samningi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en viðræður um Brexit hefjast í næstu viku. „Við viljum ríkisstjórn sem starfar í þágu allra,“ segir May.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Munu styðja minnihlutastjórn May Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn íhaldsflokksins. 10. júní 2017 20:31 150 þúsund nýir meðlimir sagðir hafa gengið í Verkamannaflokkinn 150 þúsund nýir meðlimir eru sagðir hafa gengið í breska Verkamannaflokkinn í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Flokkurinn bætti þar við sig sögulegum fjölda þingsæta. 11. júní 2017 16:46 Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira
Munu styðja minnihlutastjórn May Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn íhaldsflokksins. 10. júní 2017 20:31
150 þúsund nýir meðlimir sagðir hafa gengið í Verkamannaflokkinn 150 þúsund nýir meðlimir eru sagðir hafa gengið í breska Verkamannaflokkinn í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Flokkurinn bætti þar við sig sögulegum fjölda þingsæta. 11. júní 2017 16:46
Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52