Rose: Þarf að byrja vel og hafa hausinn í lagi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. júní 2017 22:30 Justin Rose. vísir/getty US Open í golfi hefst í vikunni og bestu kylfingar heims eru allir mættir á Erin Hills þar sem mótið fer fram. Ólympíumeistarinn Justin Rose var fyrsti Bretinn í 43 ár til þess að vinna mótið er hann kom í hús á besta skorinu árið 2013. „Ég hef verið að spila síðustu tvo hringina á stórmótunum mjög vel síðan 2010 en ég þarf að koma mér í betri stöðu fyrir síðustu hringina,“ sagði Rose. „Það má ekki láta neitt fara í taugarnar á sér eins og sumir strákarnir gera er þeir kvarta yfir völlunum. Þetta er sérstakur golfvöllur og bandaríska golfsambandið er óhrætt við að bjóða upp á óhefðbundna velli. Maður verður bara að taka því og spila. Þetta hugarfar hjálpaði mér er ég vann mótið 2013. Hausinn þarf því að vera í lagi og ég verð að byrja vel.“ US Open er eina stórmótið sem Rose hefur unnið en hann var næstum búinn að vinna Masters fyrr á árinu er hann tapaði í umspili gegn Sergio Garcia. Mótið hefst á fimmtudag og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
US Open í golfi hefst í vikunni og bestu kylfingar heims eru allir mættir á Erin Hills þar sem mótið fer fram. Ólympíumeistarinn Justin Rose var fyrsti Bretinn í 43 ár til þess að vinna mótið er hann kom í hús á besta skorinu árið 2013. „Ég hef verið að spila síðustu tvo hringina á stórmótunum mjög vel síðan 2010 en ég þarf að koma mér í betri stöðu fyrir síðustu hringina,“ sagði Rose. „Það má ekki láta neitt fara í taugarnar á sér eins og sumir strákarnir gera er þeir kvarta yfir völlunum. Þetta er sérstakur golfvöllur og bandaríska golfsambandið er óhrætt við að bjóða upp á óhefðbundna velli. Maður verður bara að taka því og spila. Þetta hugarfar hjálpaði mér er ég vann mótið 2013. Hausinn þarf því að vera í lagi og ég verð að byrja vel.“ US Open er eina stórmótið sem Rose hefur unnið en hann var næstum búinn að vinna Masters fyrr á árinu er hann tapaði í umspili gegn Sergio Garcia. Mótið hefst á fimmtudag og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira