Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hætti keppni eftir 18 holur á úrtökumóti fyrir Opna bandaríska meistaramótið í golfi í Michigan í Bandaríkjunum í dag.
Ólafía lék fyrri hringinn á 81 höggi en ákvað að hætta keppni að honum loknum vegna meiðsla.
Ólafía er með klemmda taug í vinstri öxl og verkurinn ágerðist í dag. Hún ákvað því að láta gott heita eftir fyrri hringinn.
Óvíst er hvort Ólafía geti tekið þátt á næsta móti, Meijer Classic, sem hefst á fimmtudaginn. Þetta staðfesti umboðsmaður Ólafíu í samtali við mbl.is.
Ólafía hætti keppni vegna meiðsla
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport



Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Íslenski boltinn

