Gummi Ben 1 á 5 með strákunum okkar: „Þeir létu Rooney bara dekka Kára eins og það væri eðlilegt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2017 10:30 Guðmundur Benediktsson er búinn að fara 1 á 1 með nokkrum þjálfurum úr Pepsi-deildinni í sumar en síðasta föstudag var sérstakur hátíðarþáttur vegna landsleiks Íslands og Króatíu. Gummi Ben fór þá 1 á 5 er hann bauð fimm af strákunum okkar út á borða á Grillmarkaðnum og fór ítarlega yfir ævintýrið á EM í Frakklandi síðasta sumar. Hannes Þór Halldórsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sátu að snæðingi og rifjuðu upp veisluna í Frakklandi og var mikið hlegið. Þátturinn var frumsýndur í heild sinni síðasta föstudag á Stöð 2 Sport HD en á mánudögum í sumar verður styttri útgáfa af 1á1 sýnd sem hluti af Ísland í sumar sem er alltaf beint á eftir fréttum. Strákarnir á grillmarkaðnum var á dagskrá í gær og má sjá þáttinn hér að ofan. Bros kom á varir allra þegar leikurinn á móti Englandi var rifjaður upp. Wayne Rooney kom Englandi yfir úr vítaspyrnu snemma leiks en Ragnar Sigurðsson jafnaði metin með marki eftir langt innkast Arons Einars sem Kári Árnason „flikkaði“ á fjærstöngina. „Það mátti sjá á andlitum þeirra að þeir trúðu ekki í hverju þeir voru lentir þegar það gerðist,“ segir Gummi Ben sem, eins og alþjóð veit, missti vitið þegar Ragnar skoraði. „Þú varst alveg sallarólegur þá,“ grínast Hannes Þór. „Þeir létu Rooney bara dekka Kára eins og það væri eðlilegt,“ bætti Jóhann Berg við og fyrirliðinn Aron Einar greip orðið: „Og svo sögðust þeir vera búnir að fara vel yfir föstu leikatriðin hjá íslenska landsliðinu.“ Gummi Ben fullytrti að hans mati væri þetta stærsta stundin í íslenskri íþróttasögu og strákarnir voru sammála um að þetta hefði verið ótrúlegt. „Þetta var ólýsanlegt, algjörlega ótrúlegt augnablik,“ segir Hannes Þór Halldórsson. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Guðmundur Benediktsson er búinn að fara 1 á 1 með nokkrum þjálfurum úr Pepsi-deildinni í sumar en síðasta föstudag var sérstakur hátíðarþáttur vegna landsleiks Íslands og Króatíu. Gummi Ben fór þá 1 á 5 er hann bauð fimm af strákunum okkar út á borða á Grillmarkaðnum og fór ítarlega yfir ævintýrið á EM í Frakklandi síðasta sumar. Hannes Þór Halldórsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sátu að snæðingi og rifjuðu upp veisluna í Frakklandi og var mikið hlegið. Þátturinn var frumsýndur í heild sinni síðasta föstudag á Stöð 2 Sport HD en á mánudögum í sumar verður styttri útgáfa af 1á1 sýnd sem hluti af Ísland í sumar sem er alltaf beint á eftir fréttum. Strákarnir á grillmarkaðnum var á dagskrá í gær og má sjá þáttinn hér að ofan. Bros kom á varir allra þegar leikurinn á móti Englandi var rifjaður upp. Wayne Rooney kom Englandi yfir úr vítaspyrnu snemma leiks en Ragnar Sigurðsson jafnaði metin með marki eftir langt innkast Arons Einars sem Kári Árnason „flikkaði“ á fjærstöngina. „Það mátti sjá á andlitum þeirra að þeir trúðu ekki í hverju þeir voru lentir þegar það gerðist,“ segir Gummi Ben sem, eins og alþjóð veit, missti vitið þegar Ragnar skoraði. „Þú varst alveg sallarólegur þá,“ grínast Hannes Þór. „Þeir létu Rooney bara dekka Kára eins og það væri eðlilegt,“ bætti Jóhann Berg við og fyrirliðinn Aron Einar greip orðið: „Og svo sögðust þeir vera búnir að fara vel yfir föstu leikatriðin hjá íslenska landsliðinu.“ Gummi Ben fullytrti að hans mati væri þetta stærsta stundin í íslenskri íþróttasögu og strákarnir voru sammála um að þetta hefði verið ótrúlegt. „Þetta var ólýsanlegt, algjörlega ótrúlegt augnablik,“ segir Hannes Þór Halldórsson.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira