Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Anton Ingi Leifsson skrifar 14. júní 2017 06:00 Brasilíski markvörðurinn Barbara lendir hér í kröppum dansi við samherja og mótherja í leiknum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. vísir/anton „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir 1-0 tap gegn Brasilíu, einu besta kvennalandsliði heims í gærkvöldi. Marta, sem er jafnan talin besta knattspyrnukona allra tíma, skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Hún slapp þá inn fyrir vörn Íslands og setti boltann undir Guðbjörgu Gunnarsdóttur og inn. Svekkjandi niðurstaða eftir flottan leik.Eitthvað til að byggja á Freyr segir að frammistaðan hafi verið góð og horfir, eðlilega, ekki í úrslitin enda um vináttulandsleik að ræða og aðalatriðið að liðið spili sig enn betur saman fyrir stóru stundina, en nú er rúmur mánuður þangað til flautað verður til leiks í Hollandi þar sem stelpurnar okkar verða vonandi hrókar alls fagnaðar. Að tapa 1-0 gegn einu besta liði heims er engin skömm og það tekur Freyr undir: „Ég sagði það fyrir leikinn og ætla standa við það að úrslitin skipta ekki máli,“ sagði Freyr. „Frammistaðan var geggjuð eftir minni tilfinningu og eftir þeim upplýsingum sem ég fékk í hálfleik um hvernig tölfræðin var. Þetta er eitthvað til að byggja á og ég er stoltur af liðinu.“Vantaði endahnútinn Frammistaða Íslands í leiknum var eins og áður segir mjög góð, en það sem vantaði var að koma boltanum yfir línuna. Holningin á liðinu var mjög góð og það lítur ansi vel út fyrir Evrópumótið. Aðaláhyggjuefni Freys er nú hvernig liðið ætlar að skora mörk í sumar. „Auðvitað er neikvætt í því líka að við erum ekki að klára færin. Ég er ósáttur við það og við verðum að laga það. Þegar það verða stig í boði þá verðum við að klára þessi færi. Við getum ekki lagt svona mikið í leikinn og fengið svona mörg færi án þess að það gefi okkur neitt.“Enn ein krossbandaslitin Krossbandsslit hafa gert landsliðinu erfitt fyrir undanfarin ár og í gær varð ljóst að Margrét Lára Viðarsdóttir er með slitið krossband og getur því ekki spilað með liðinu á EM í sumar, en Margrét Lára er fyrirliði liðsins. Hólmfríður Magnúsdóttir meiddist einnig fyrr á árinu og fleiri lykilmenn eins og Dóra María Lárusdóttir hafa einnig lent í erfiðum meiðslum, en ætlar þetta engan enda að taka? „Jú. Þetta er búið núna. Þetta er ótrúlegt. Ég á ekki til orð og auðvitað er þetta sorglegt fyrir hana [Margréti Láru] sem fyrirliða liðsins, þennan stórkostlega íþróttamann. Það er ekki meira af meiðslum. Nei, takk!“ sagði þjálfarinn ákveðinn.Glaður Freyr á koddann í kvöld Ég held að það sé engin spurning að Freyr Alexandersson var glaður þegar hann lagðist á koddann í gærkvöldi. Að tapa með minnsta mun og mögulega ósanngjarnt gegn einu besta kvennalandsliði heims er ekkert til að skammast sín fyrir. Leikkerfið og uppleggið í leiknum svínvirkaði og allir leikmenn lögðu sig virkilega fram í allt sem var lagt upp með. Það verður erfitt fyrir leikmennina af bekknum að brjótast inn í liðið eftir frammistöðu þeirra ellefu sem byrjuðu leikinn í kvöld. Eitt er víst að þetta íslenska lið, með Söru Björk Gunnarsdóttur í fararbroddi, mun berjast til síðasta blóðdropa á EM í sumar og rúmlega það. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir 1-0 tap gegn Brasilíu, einu besta kvennalandsliði heims í gærkvöldi. Marta, sem er jafnan talin besta knattspyrnukona allra tíma, skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Hún slapp þá inn fyrir vörn Íslands og setti boltann undir Guðbjörgu Gunnarsdóttur og inn. Svekkjandi niðurstaða eftir flottan leik.Eitthvað til að byggja á Freyr segir að frammistaðan hafi verið góð og horfir, eðlilega, ekki í úrslitin enda um vináttulandsleik að ræða og aðalatriðið að liðið spili sig enn betur saman fyrir stóru stundina, en nú er rúmur mánuður þangað til flautað verður til leiks í Hollandi þar sem stelpurnar okkar verða vonandi hrókar alls fagnaðar. Að tapa 1-0 gegn einu besta liði heims er engin skömm og það tekur Freyr undir: „Ég sagði það fyrir leikinn og ætla standa við það að úrslitin skipta ekki máli,“ sagði Freyr. „Frammistaðan var geggjuð eftir minni tilfinningu og eftir þeim upplýsingum sem ég fékk í hálfleik um hvernig tölfræðin var. Þetta er eitthvað til að byggja á og ég er stoltur af liðinu.“Vantaði endahnútinn Frammistaða Íslands í leiknum var eins og áður segir mjög góð, en það sem vantaði var að koma boltanum yfir línuna. Holningin á liðinu var mjög góð og það lítur ansi vel út fyrir Evrópumótið. Aðaláhyggjuefni Freys er nú hvernig liðið ætlar að skora mörk í sumar. „Auðvitað er neikvætt í því líka að við erum ekki að klára færin. Ég er ósáttur við það og við verðum að laga það. Þegar það verða stig í boði þá verðum við að klára þessi færi. Við getum ekki lagt svona mikið í leikinn og fengið svona mörg færi án þess að það gefi okkur neitt.“Enn ein krossbandaslitin Krossbandsslit hafa gert landsliðinu erfitt fyrir undanfarin ár og í gær varð ljóst að Margrét Lára Viðarsdóttir er með slitið krossband og getur því ekki spilað með liðinu á EM í sumar, en Margrét Lára er fyrirliði liðsins. Hólmfríður Magnúsdóttir meiddist einnig fyrr á árinu og fleiri lykilmenn eins og Dóra María Lárusdóttir hafa einnig lent í erfiðum meiðslum, en ætlar þetta engan enda að taka? „Jú. Þetta er búið núna. Þetta er ótrúlegt. Ég á ekki til orð og auðvitað er þetta sorglegt fyrir hana [Margréti Láru] sem fyrirliða liðsins, þennan stórkostlega íþróttamann. Það er ekki meira af meiðslum. Nei, takk!“ sagði þjálfarinn ákveðinn.Glaður Freyr á koddann í kvöld Ég held að það sé engin spurning að Freyr Alexandersson var glaður þegar hann lagðist á koddann í gærkvöldi. Að tapa með minnsta mun og mögulega ósanngjarnt gegn einu besta kvennalandsliði heims er ekkert til að skammast sín fyrir. Leikkerfið og uppleggið í leiknum svínvirkaði og allir leikmenn lögðu sig virkilega fram í allt sem var lagt upp með. Það verður erfitt fyrir leikmennina af bekknum að brjótast inn í liðið eftir frammistöðu þeirra ellefu sem byrjuðu leikinn í kvöld. Eitt er víst að þetta íslenska lið, með Söru Björk Gunnarsdóttur í fararbroddi, mun berjast til síðasta blóðdropa á EM í sumar og rúmlega það.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Sjá meira