Annað risamót ársins í golfheiminum, US Open, hefst í dag og er búist við skemmtilegu móti á afar erfiðum velli.
Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson hefur titil að verja en hann vann mótið í fyrra með þriggja högga mun.
Hann er efstur á heimslistanum og er líklegur til afreka á nýjan leik er kylfingar mæta á teig í Wisconson.
Johnson missti af Masters-mótinu í apríl eftir að hada dottið í stiga kvöldið fyrir mótið og meitt sig illa í baki. Takist honum að vinna mótið verður hann sá fyrsti til þess að verja titilinn síðan 1989 er Curtis Strange gerði það.
„Ég elska að spila á erfiðum völlum. Þá er einbeitingin meiri og ég spila betur. Þetta er mjög erfitt mót en ég stefni á sigur,“ sagði Johnson.
Minnstu mátti muna að hann myndi líka missa af þessu móti þar sem hann ætlaði ekki til Wisconsin fyrr en unnusta hans, Paulina Gretzky, væri búin að eiga þeirra annað barn. Barnið kom í heiminn í upphafi vikunnar og því er faðirinn nýbakaði mættur og klár í bátana.
Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 17.00.
Meistarinn er nýbakaður faðir og ætlar að verja titilinn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti


Víðir og Reynir ekki í eina sæng
Íslenski boltinn