Hjólafólk vill hjóla í atvinnubílstjóra Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2017 13:45 Gísli Ásgeirsson er meðal þess hjólafólks sem hefur minna en engan húmor fyrir hinum hráslagalegu ummælum og segir þetta viðhorf smitandi, fleiri en ella mun þykja fyndið að hrella hjólreiðafólk á einhvern hátt. Verulegt uppnám er nú í Facebook-hópi hjólafólks – Reiðhjólabændur – vegna ummæla sem féllu í öðrum Facebookhópi hvar atvinnubílstjórar koma saman og ræða sín mál. Hjólafólkið bókstaflega hjólar í bílstjórana og sakar þá um morðhótanir í besta falli afar ósmekklegt grín. Lagt er til að bílstjórarnir verði kærðir fyrir ummælin. Hin umdeildu ummæli féllu í Facebook-hópnum Vörubílar og flutningabílar. Og eru svohljóðandi en bílstjórarnir eru að ræða sín á milli um frétt sem tengist WOW Cyclothon, sem verður yfirstandandi í næstu viku, dagana 20. til 23 júní. Um er að ræða stærstu götuhjólakeppni sem haldin er hér á landi og er búist við vel á annað þúsund reiðhjólamönnum á þjóðvegi eitt. Vörubílsstjórum líst ekki á blikuna og telja að ástandið á vegum úti verði erfitt meðan sú keppni stendur yfir:Mörgu hjólafólki er brugðið vegna hinna hráslagalegu ummæla, telur að um morðhótun sé að ræða og slíkt beri að tilkynna til lögreglu, „ekkert annað en internetsmorðhótanir! Það að geta haft það í sér að skrifa svona á netið er nógu slæmt, ég trúi svona aðilum til að keyra of nálægt hjólandi fólki til að kenna þeim lexsíu. Sem gæti orðið of sorgleg lexsía,“ segir María Ögn Guðmundsdóttir. Einhverjir eru til að benda á að þetta eigi væntanlega að vera fyndið hjá bílstjórunum en aðrir segja það bara engu skipta, þau hafi engan húmor fyrir þessu. Þetta sé ekki fyndið og það sem meira er, þarna undir búi viðhorf og það viðhorf sé lífshættulegt. Gísli Ásgeirsson þýðandi og hjólamaður vekur athygli á þessu. Hann segir: „Þetta er birtingarform ákveðins viðhorfs, á að vera sett fram í hálfkæringi og höfundar munu varla viðurkenna annað. Í reynd láta svona menn sér nægja að fara mjög nálægt hjólreiðafólki við framúrakstur og sveigja inn á veginn fyrir framan við fyrsta tækifæri. Þetta viðhorf er smitandi og fleiri en ella mun þykja fyndið að hrella hjólreiðafólk á einhvern hátt. Við getum andæft eða látið eiga sig. Okkar er valið.“Lögreglan lítur á þetta sem ósmekklegt grín Uppfært 14:20 Einhverjir hjólamenn hafa þegar sent þessi ummæli á Facebooksíðu lögreglunnar á höfuðborg og hafa fengið þau svör þar að þetta teljist tæplega hótanir, þó ósmekkleg megi ummælin heita: „Þetta er sannarlega ósmekklegt en tæpast hótanir. Við höfum þetta bak við eyrað. Kveðja, ÞI“ Wow Cyclothon Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Verulegt uppnám er nú í Facebook-hópi hjólafólks – Reiðhjólabændur – vegna ummæla sem féllu í öðrum Facebookhópi hvar atvinnubílstjórar koma saman og ræða sín mál. Hjólafólkið bókstaflega hjólar í bílstjórana og sakar þá um morðhótanir í besta falli afar ósmekklegt grín. Lagt er til að bílstjórarnir verði kærðir fyrir ummælin. Hin umdeildu ummæli féllu í Facebook-hópnum Vörubílar og flutningabílar. Og eru svohljóðandi en bílstjórarnir eru að ræða sín á milli um frétt sem tengist WOW Cyclothon, sem verður yfirstandandi í næstu viku, dagana 20. til 23 júní. Um er að ræða stærstu götuhjólakeppni sem haldin er hér á landi og er búist við vel á annað þúsund reiðhjólamönnum á þjóðvegi eitt. Vörubílsstjórum líst ekki á blikuna og telja að ástandið á vegum úti verði erfitt meðan sú keppni stendur yfir:Mörgu hjólafólki er brugðið vegna hinna hráslagalegu ummæla, telur að um morðhótun sé að ræða og slíkt beri að tilkynna til lögreglu, „ekkert annað en internetsmorðhótanir! Það að geta haft það í sér að skrifa svona á netið er nógu slæmt, ég trúi svona aðilum til að keyra of nálægt hjólandi fólki til að kenna þeim lexsíu. Sem gæti orðið of sorgleg lexsía,“ segir María Ögn Guðmundsdóttir. Einhverjir eru til að benda á að þetta eigi væntanlega að vera fyndið hjá bílstjórunum en aðrir segja það bara engu skipta, þau hafi engan húmor fyrir þessu. Þetta sé ekki fyndið og það sem meira er, þarna undir búi viðhorf og það viðhorf sé lífshættulegt. Gísli Ásgeirsson þýðandi og hjólamaður vekur athygli á þessu. Hann segir: „Þetta er birtingarform ákveðins viðhorfs, á að vera sett fram í hálfkæringi og höfundar munu varla viðurkenna annað. Í reynd láta svona menn sér nægja að fara mjög nálægt hjólreiðafólki við framúrakstur og sveigja inn á veginn fyrir framan við fyrsta tækifæri. Þetta viðhorf er smitandi og fleiri en ella mun þykja fyndið að hrella hjólreiðafólk á einhvern hátt. Við getum andæft eða látið eiga sig. Okkar er valið.“Lögreglan lítur á þetta sem ósmekklegt grín Uppfært 14:20 Einhverjir hjólamenn hafa þegar sent þessi ummæli á Facebooksíðu lögreglunnar á höfuðborg og hafa fengið þau svör þar að þetta teljist tæplega hótanir, þó ósmekkleg megi ummælin heita: „Þetta er sannarlega ósmekklegt en tæpast hótanir. Við höfum þetta bak við eyrað. Kveðja, ÞI“
Wow Cyclothon Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira