Setti Íslandsmet í Járnmanni Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 16. júní 2017 11:00 Hjördís Ýr Ólafsdóttir setti Íslandsmet í hálfum Járnmanni. mynd/Eyþór Hjördís Ýr Ólafsdóttir setti Íslandsmet í hálfum Járnmanni á heimsmeistaramóti í Slóvakíu. Þríþraut á hug hennar allan og fram undan eru keppnir og stífar æfingar. "Ég er nýkomin heim af Challenge-heimsmeistaramótinu í Slóvakíu. Þar kepptu margir þeirra bestu í heiminum en hver keppandi þarf að standast ákveðnar kröfur til að geta tekið þátt. Ég lenti í fjórða sæti í mínum aldurshópi og náði besta tíma sem íslensk kona hefur náð,“ segir Hjördís Ýr Ólafsdóttir, hönnuður og þríþrautarmeistari, en hún setti Íslandsmet í hálfum Járnmanni í liðinni viku, á 4 klukkutímum og 56 mínútum. Keppendur synda 1,9 kílómetra, hjóla 90 kílómetra og hlaupa svo hálft maraþon, eða 21,1 kílómetra. Hjördís segir keppnina hafa tekið á, heitt var í veðri eða um 30 gráður og steikjandi sól en íslensku keppendurnir hafi staðið sig vel.Hjördís á fullri ferð í Járnmanni.„Þetta var mjög erfitt og sérstaklega fyrir okkur Íslendingana að koma úr 12 gráðum hér heima yfir í hitann. Við vorum tíu frá Íslandi og hópnum gekk vel. Tveir strákar lentu í verðlaunasæti í sínum aldursflokki. Það er ótrúlega gaman að fá að keppa meðal þeirra bestu en meðal keppenda var til dæmis Alistair Brownlee, tvöfaldur ólympíumeistari í þríþraut. Auðvitað er skemmtilegt að ná að setja met við þessar aðstæður.“ Þríþraut á hug Hjördísar allan, ferillinn hófst fyrir sjö árum og hefur undið vel upp á sig. Hún segir þríþrautina fjölbreytta íþrótt, álagið dreifist um líkamann og minni líkur eru á meiðslum. „Ég hef alltaf hreyft mig eitthvað og æfði til dæmis frjálsar íþróttir sem barn. Var svo í ræktinni eins og gengur. Ég var farin að hlaupa úti og eftir að dóttir mín, Ninja Ýr, fæddist 2009 fór ég að hlaupa hálfmaraþon. Fljótlega valdi ég þó að æfa þríþraut því ég var farin að meiðast í hlaupunum. Þríþraut er góð krosshreyfing og álagið minnkar á líkamann við sund og hjólreiðar. Það er líka tilbreyting að skipta á milli. Ég þurfti reyndar að bæta mig verulega í sundi en eins og margir Íslendingar kunni ég bringusund og gat kannski synt eina ferð yfir laugina á skriðsundi,“ segir Hjördís. Hún hafi því drifið sig á skriðsundsnámskeið og segist orðin nokkuð góð. „Sundið er samt enn þá mín sísta grein í þríþrautinni.“Á lokametrunum á heimsmeistaramótinu í Slóvakíu þar sem Hjördís setti Íslandsmet..Hjördís flutti til Ástralíu í framhaldsnám í hönnun, ásamt manni sínum, Loga Karlssyni. Ninja Ýr dóttir þeirra fæddist á Íslandi í stuttu stoppi eftir að mastersnáminu lauk en fjölskyldan flutti aftur til Ástralíu. Þar úti fæddist sonurinn Nói og bjó fjölskyldan ytra í sjö ár. Í Ástralíu skellti Hjördís sér á kaf í þríþrautina.Mátti ekki hreyfa sig „Þríþrautin er mjög stórt sport í Ástralíu og ég var farin að æfa með þríþrautarliði. Ég fór samt ekki strax að keppa, mér fannst ég ekki nógu sterk í sundinu. Ég æfði þó allar þrjár greinarnar og var farin að keppa í hlaupum. En þegar ég gekk með með Nóa mátti ég ekkert hreyfa mig. Sérstaklega mátti ég ekkert gera seinni hluta meðgöngunnar þar sem fylgjan var fyrirsæt. Um tíma þurfti ég að leggjast inn á spítala. Einhvern veginn fékk ég samt við þetta aukinn kraft og þremur mánuðum eftir að strákurinn var tekinn með keisara dreif ég mig í keppni í þríþraut. Hljóp svo hálfmaraþon og maraþon stuttu síðar og var að gefa brjóst rétt fyrir startið,“ rifjar hún upp.Jólatré fjölskyldunnar eitt árið í Ásralíu. Pakkarnir undir trénu.Sjö sólrík ár í Ástralíu Árin sjö í Ástralíu segir Hjördís hafa verið dásamleg. Hún hafði áður búið í Mílanó í þrjú ár þar sem hún lærði iðnhönnun. Eftir að hafa fengið smjörþefinn af því að búa í útlöndum segist hún hafa verið meira en til í að flytja yfir hálfan hnöttinn þegar kom að framhaldsnámi hjá þeim hjónum. „Þegar maður hefur einu sinni upplifað að búa í útlöndum er erfitt að festa sig heima. Ég var strax til í að fara eitthvert út aftur. Meðan ég var í Mílanó var Logi að klára háskólann hér heima. Hann kom út eins oft og hann gat og Mílanóárin voru frábær tími. Allt annar lífsstíll en í dag, engin börn, bara að læra og fara í ræktina, milli þess sem maður drakk kokteila,“ segir hún sposk.Árin í Ástralíu voru dásamlegur tími. „Við fluttum svo til Wollongong í Ástralíu í framhaldsnám og ég tók master í grafískri hönnun. Svo tók við doktorsnám hjá Loga, og síðar vinna í Brisbane í Ástralíu. Leikskólakerfið þar er ekki eins gott og hér heima og ég var með krakkana mikið til heima. Tvo daga í viku voru þau á leikskóla og á meðan gat ég sinnt eigin hönnun. Þetta var æðislegur tími. Veðrið er alltaf gott og alltaf hægt að vera úti við. Við stunduðum mikla útivist,“ segir Hjördís. Logi sé samt ekki forfallinn þríþrautarkappi eins og hún. „Hann tók reyndar þátt í fyrstu þríþrautinni sinni um daginn. Hafði ekkert æft af viti en gekk ótrúlega vel miðað við það. Hann stundar golf, finnst það skemmtilegra en þríþrautin.“Nói og Ninja Ýr við Hvaleyrarvatn.Fjölskyldan þurfti aðlögun Hjördís og Logi eru bæði Hafnfirðingar og þegar fjölskyldan flutti heim frá Ástralíu komu þau sér fyrir í heimabænum. Hún segir viðbrigðin hafa verið mikil við flutningana, sérstaklega fyrir krakkana. „Við fluttum heim fyrir einu og hálfu ári, rétt fyrir jól og komum úr 36 stiga hita beint í 10 stiga frost! Krakkarnir vissu ekki hvaðan á þau stóð veðrið. Það var alltaf dimmt og dóttir mín fór að háskæla þegar vindurinn blés. Hún var ekki vön hvassviðri og hélt bara að hún myndi fjúka burt. Strákurinn hafði aldrei komið til Íslands. Þetta er svo langt ferðalag að maður er ekkert að skjótast heim í frí. Við þurftum í raun öll smá aðlögun til að byrja með. Það var erfitt en líka gott að vera kominn heim til fjölskyldunnar. Ástralía er svo langt í burtu og fjarlægðin frá fjölskyldunni mikil. Það var ástæða þess að við fluttum heim. En ég sakna sólarinnar,“ segir Hjördís.Hjördís við stífar æfingar í bakgarðinum á heimili fjölskyldunnar í Ástralíu.Æfir tíu tíma á viku Þegar heim var komið hellti Hjördís sér strax í æfingar og keppnir í þríþraut og náði góðum árangri. Hún varð til dæmis tvöfaldur Íslandsmeistari og var valin þríþrautarkona ársins 2016. „Ég æfi í kringum 10 tíma á viku. Þetta tekur auðvitað heilmikinn tíma en oftast reyni ég að vakna fyrir klukkan 6 á morgnana og er þá búin með æfingu áður en hin fara á fætur. Svo er oft æfing seinnipartinn líka. Maður getur orðið vel þreyttur og svefninn í minna lagi. En ég sef út á sunnudögum.“ Þýðir þetta líka strangt mataræði? „Nei, í rauninni ekki, ég borða hvað sem er. Auðvitað reyni ég að borða hollt en leyfi mér alveg að borða súkkulaði, dökkt súkkulaði,“ segir Hjördís.Úti í Ástralíu fóru hjólaæfingarnar fram annaðhvort uppi í fjöllum eða meðfram strandlengjunni.Vaxandi íþrótt á Íslandi Hjördís fylgdist með þríþrautinni vaxa á Íslandi meðan hún bjó í Ástralíu og segir sérstaklega ánægjulegt að sjá hjólreiðaæðið hellast yfir landann. Sjálf var hún löngu farin að hjóla og viðurkennir að eiga hálffullan bílskúr af reiðhjólum. „Ég á sérstakt þríþrautarhjól, Timetrial með liggjandi stýri, en í hjólreiðakeppnum er ég á racer. Maður þarf að eiga góð hjól til að keppa. Þríþrautarkeppnirnar ganga fyrir eins og er en ég á líka fjallahjól. Hef samt ekki haft tíma til að keppa í fjallahjólreiðum enn þá. Ég gæti þetta þó ekki nema með hjálp góðra aðila, Örninn, Adidas og Hreysti hafa reynst mér vel.Hjördís og Logi stunduðu mikla útivist í Ástralíu enda alltaf gott veður."Mér fannst auðvitað ótrúlega gaman að fylgjast með bæði þríþrautinni og hjólreiðunum vaxa á Íslandi. Það er auðvitað frábært að fólk sé að hreyfa sig. Svo smitar þetta út frá sér. Dóttir mín er til dæmis farin að æfa sund og tók þátt í tvíþraut um daginn. Það var stundum fyndið að fylgjast með henni hjóla þegar við bjuggum úti en hún stökk alltaf af hjólinu til að hlaupa, eins og ég var að gera. Hún á eftir að verða efnileg þríþrautarmanneskja. Mér finnst að allir sem hafa áhuga ættu að prófa þetta sport. Ég verð þó að vara fólk við, þríþraut er ávanabindandi sport.“ Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Hjördís Ýr Ólafsdóttir setti Íslandsmet í hálfum Járnmanni á heimsmeistaramóti í Slóvakíu. Þríþraut á hug hennar allan og fram undan eru keppnir og stífar æfingar. "Ég er nýkomin heim af Challenge-heimsmeistaramótinu í Slóvakíu. Þar kepptu margir þeirra bestu í heiminum en hver keppandi þarf að standast ákveðnar kröfur til að geta tekið þátt. Ég lenti í fjórða sæti í mínum aldurshópi og náði besta tíma sem íslensk kona hefur náð,“ segir Hjördís Ýr Ólafsdóttir, hönnuður og þríþrautarmeistari, en hún setti Íslandsmet í hálfum Járnmanni í liðinni viku, á 4 klukkutímum og 56 mínútum. Keppendur synda 1,9 kílómetra, hjóla 90 kílómetra og hlaupa svo hálft maraþon, eða 21,1 kílómetra. Hjördís segir keppnina hafa tekið á, heitt var í veðri eða um 30 gráður og steikjandi sól en íslensku keppendurnir hafi staðið sig vel.Hjördís á fullri ferð í Járnmanni.„Þetta var mjög erfitt og sérstaklega fyrir okkur Íslendingana að koma úr 12 gráðum hér heima yfir í hitann. Við vorum tíu frá Íslandi og hópnum gekk vel. Tveir strákar lentu í verðlaunasæti í sínum aldursflokki. Það er ótrúlega gaman að fá að keppa meðal þeirra bestu en meðal keppenda var til dæmis Alistair Brownlee, tvöfaldur ólympíumeistari í þríþraut. Auðvitað er skemmtilegt að ná að setja met við þessar aðstæður.“ Þríþraut á hug Hjördísar allan, ferillinn hófst fyrir sjö árum og hefur undið vel upp á sig. Hún segir þríþrautina fjölbreytta íþrótt, álagið dreifist um líkamann og minni líkur eru á meiðslum. „Ég hef alltaf hreyft mig eitthvað og æfði til dæmis frjálsar íþróttir sem barn. Var svo í ræktinni eins og gengur. Ég var farin að hlaupa úti og eftir að dóttir mín, Ninja Ýr, fæddist 2009 fór ég að hlaupa hálfmaraþon. Fljótlega valdi ég þó að æfa þríþraut því ég var farin að meiðast í hlaupunum. Þríþraut er góð krosshreyfing og álagið minnkar á líkamann við sund og hjólreiðar. Það er líka tilbreyting að skipta á milli. Ég þurfti reyndar að bæta mig verulega í sundi en eins og margir Íslendingar kunni ég bringusund og gat kannski synt eina ferð yfir laugina á skriðsundi,“ segir Hjördís. Hún hafi því drifið sig á skriðsundsnámskeið og segist orðin nokkuð góð. „Sundið er samt enn þá mín sísta grein í þríþrautinni.“Á lokametrunum á heimsmeistaramótinu í Slóvakíu þar sem Hjördís setti Íslandsmet..Hjördís flutti til Ástralíu í framhaldsnám í hönnun, ásamt manni sínum, Loga Karlssyni. Ninja Ýr dóttir þeirra fæddist á Íslandi í stuttu stoppi eftir að mastersnáminu lauk en fjölskyldan flutti aftur til Ástralíu. Þar úti fæddist sonurinn Nói og bjó fjölskyldan ytra í sjö ár. Í Ástralíu skellti Hjördís sér á kaf í þríþrautina.Mátti ekki hreyfa sig „Þríþrautin er mjög stórt sport í Ástralíu og ég var farin að æfa með þríþrautarliði. Ég fór samt ekki strax að keppa, mér fannst ég ekki nógu sterk í sundinu. Ég æfði þó allar þrjár greinarnar og var farin að keppa í hlaupum. En þegar ég gekk með með Nóa mátti ég ekkert hreyfa mig. Sérstaklega mátti ég ekkert gera seinni hluta meðgöngunnar þar sem fylgjan var fyrirsæt. Um tíma þurfti ég að leggjast inn á spítala. Einhvern veginn fékk ég samt við þetta aukinn kraft og þremur mánuðum eftir að strákurinn var tekinn með keisara dreif ég mig í keppni í þríþraut. Hljóp svo hálfmaraþon og maraþon stuttu síðar og var að gefa brjóst rétt fyrir startið,“ rifjar hún upp.Jólatré fjölskyldunnar eitt árið í Ásralíu. Pakkarnir undir trénu.Sjö sólrík ár í Ástralíu Árin sjö í Ástralíu segir Hjördís hafa verið dásamleg. Hún hafði áður búið í Mílanó í þrjú ár þar sem hún lærði iðnhönnun. Eftir að hafa fengið smjörþefinn af því að búa í útlöndum segist hún hafa verið meira en til í að flytja yfir hálfan hnöttinn þegar kom að framhaldsnámi hjá þeim hjónum. „Þegar maður hefur einu sinni upplifað að búa í útlöndum er erfitt að festa sig heima. Ég var strax til í að fara eitthvert út aftur. Meðan ég var í Mílanó var Logi að klára háskólann hér heima. Hann kom út eins oft og hann gat og Mílanóárin voru frábær tími. Allt annar lífsstíll en í dag, engin börn, bara að læra og fara í ræktina, milli þess sem maður drakk kokteila,“ segir hún sposk.Árin í Ástralíu voru dásamlegur tími. „Við fluttum svo til Wollongong í Ástralíu í framhaldsnám og ég tók master í grafískri hönnun. Svo tók við doktorsnám hjá Loga, og síðar vinna í Brisbane í Ástralíu. Leikskólakerfið þar er ekki eins gott og hér heima og ég var með krakkana mikið til heima. Tvo daga í viku voru þau á leikskóla og á meðan gat ég sinnt eigin hönnun. Þetta var æðislegur tími. Veðrið er alltaf gott og alltaf hægt að vera úti við. Við stunduðum mikla útivist,“ segir Hjördís. Logi sé samt ekki forfallinn þríþrautarkappi eins og hún. „Hann tók reyndar þátt í fyrstu þríþrautinni sinni um daginn. Hafði ekkert æft af viti en gekk ótrúlega vel miðað við það. Hann stundar golf, finnst það skemmtilegra en þríþrautin.“Nói og Ninja Ýr við Hvaleyrarvatn.Fjölskyldan þurfti aðlögun Hjördís og Logi eru bæði Hafnfirðingar og þegar fjölskyldan flutti heim frá Ástralíu komu þau sér fyrir í heimabænum. Hún segir viðbrigðin hafa verið mikil við flutningana, sérstaklega fyrir krakkana. „Við fluttum heim fyrir einu og hálfu ári, rétt fyrir jól og komum úr 36 stiga hita beint í 10 stiga frost! Krakkarnir vissu ekki hvaðan á þau stóð veðrið. Það var alltaf dimmt og dóttir mín fór að háskæla þegar vindurinn blés. Hún var ekki vön hvassviðri og hélt bara að hún myndi fjúka burt. Strákurinn hafði aldrei komið til Íslands. Þetta er svo langt ferðalag að maður er ekkert að skjótast heim í frí. Við þurftum í raun öll smá aðlögun til að byrja með. Það var erfitt en líka gott að vera kominn heim til fjölskyldunnar. Ástralía er svo langt í burtu og fjarlægðin frá fjölskyldunni mikil. Það var ástæða þess að við fluttum heim. En ég sakna sólarinnar,“ segir Hjördís.Hjördís við stífar æfingar í bakgarðinum á heimili fjölskyldunnar í Ástralíu.Æfir tíu tíma á viku Þegar heim var komið hellti Hjördís sér strax í æfingar og keppnir í þríþraut og náði góðum árangri. Hún varð til dæmis tvöfaldur Íslandsmeistari og var valin þríþrautarkona ársins 2016. „Ég æfi í kringum 10 tíma á viku. Þetta tekur auðvitað heilmikinn tíma en oftast reyni ég að vakna fyrir klukkan 6 á morgnana og er þá búin með æfingu áður en hin fara á fætur. Svo er oft æfing seinnipartinn líka. Maður getur orðið vel þreyttur og svefninn í minna lagi. En ég sef út á sunnudögum.“ Þýðir þetta líka strangt mataræði? „Nei, í rauninni ekki, ég borða hvað sem er. Auðvitað reyni ég að borða hollt en leyfi mér alveg að borða súkkulaði, dökkt súkkulaði,“ segir Hjördís.Úti í Ástralíu fóru hjólaæfingarnar fram annaðhvort uppi í fjöllum eða meðfram strandlengjunni.Vaxandi íþrótt á Íslandi Hjördís fylgdist með þríþrautinni vaxa á Íslandi meðan hún bjó í Ástralíu og segir sérstaklega ánægjulegt að sjá hjólreiðaæðið hellast yfir landann. Sjálf var hún löngu farin að hjóla og viðurkennir að eiga hálffullan bílskúr af reiðhjólum. „Ég á sérstakt þríþrautarhjól, Timetrial með liggjandi stýri, en í hjólreiðakeppnum er ég á racer. Maður þarf að eiga góð hjól til að keppa. Þríþrautarkeppnirnar ganga fyrir eins og er en ég á líka fjallahjól. Hef samt ekki haft tíma til að keppa í fjallahjólreiðum enn þá. Ég gæti þetta þó ekki nema með hjálp góðra aðila, Örninn, Adidas og Hreysti hafa reynst mér vel.Hjördís og Logi stunduðu mikla útivist í Ástralíu enda alltaf gott veður."Mér fannst auðvitað ótrúlega gaman að fylgjast með bæði þríþrautinni og hjólreiðunum vaxa á Íslandi. Það er auðvitað frábært að fólk sé að hreyfa sig. Svo smitar þetta út frá sér. Dóttir mín er til dæmis farin að æfa sund og tók þátt í tvíþraut um daginn. Það var stundum fyndið að fylgjast með henni hjóla þegar við bjuggum úti en hún stökk alltaf af hjólinu til að hlaupa, eins og ég var að gera. Hún á eftir að verða efnileg þríþrautarmanneskja. Mér finnst að allir sem hafa áhuga ættu að prófa þetta sport. Ég verð þó að vara fólk við, þríþraut er ávanabindandi sport.“
Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira