Stigmögnun stríðsaðgerða Guðmundur Andri Thorsson skrifar 19. júní 2017 09:45 Þá er fólk búið að hrópast á um hríð yfir víglínurnar, þau sem eru andvíg vopnaburði og saka sérsveit lögreglustjórans um að bjóða upp á gæsagang og hersýningar á 17. júní – og svo hin sem saka friðarsinna um næfisma og útlendingasleikjuhátt. Og öllum heitt í hamsi. Þetta er stórmál hvernig sem á það er litið og eðlilegt að sterkar tilfinningar vakni á báða bóga. Það er eflaust rétt hjá ríkislögreglustjóra að við þurfum að hafa varann á hér á landi vegna þeirrar hryðjuverkaógnar sem ríkir í heiminum, og þá sérstaklega í löndum múslima, enda ISIS-liðar sérlega iðnir við að drepa múslima – en líka í Evrópu – nágrenni okkar. Heimurinn er skroppinn saman; Ísland er hluti af heimstorgunum. Enn meiri ógnir grúfa samt yfir okkur: fyrst og fremst af völdum náttúruaflanna – verði gos eða flóð – að ekki sé talað um sjálfskaparvíti mannsins, loftslagsvandann, þar sem Íslendingar verða undireins að reka af sér slyðruorðið og einhenda sér í að standa við loforð sín: takist landsmönnum að virkja dugnaðinn og hópeflið séríslenska geta þeir gert kraftaverk. En þá mega afneitunarsinnar og bensínistar ekki hafa áhrif á stefnuna.Vopnaburður á almannafæri En sem sé: hryðjuverkaógnin. Ríkislögreglustjóri ákvað að gera sérsveitina að miðju atburða í nýlegu litahlaupi og aftur á 17. júní; að því er virðist til að sýna að hér væru vopnaðir menn til varnar, kæmi til árása. Þessu má þannig líkja við nokkurs konar hersýningu. Þetta vakti sterk viðbrögð sem ekki má gera lítið úr, því að þetta snertir sjálfan kjarnann í sjálfsmynd okkar sem friðsællar og vopnlausrar smáþjóðar, „fjarri heimsins vígaslóð“ eins og Þórlindur Kjartansson dró fram í ágætri grein í Fréttablaðinu 16. júní – og dugir þá lítið að romsa upp tölum um útbreidda eign á kindabyssum. Þetta er hugmynd okkar um sjálf okkur, enda notum við ekki vopn til að tjá okkur eða gera út um mál heldur þrösum út í það óendanlega; sjáist maður veifa vopni er sérsveit óðara send til að afvopna kauða. Vopnleysið er líka verðmæt ímynd sem fólk af öðrum þjóðum hefur af okkur, og dáir okkur fyrir. Það er því nokkru fórnað þegar ákveðið er að hafa vopnaða menn mjög sýnilega við hvert fótmál á útihátíðum, án sjáanlegs tilefnis. Vopnaburður breytir í grundvallaratriðum yfirbragði samkomu, færir hugsanlega ógn að miðjunni, það dimmir yfir öllu, við fáum skýr skilaboð um að okkur beri að óttast. Vopnin höfðu kannski fælingaráhrif á 17. júní – að minnsta kosti missti ég alla löngun til að fara í bæinn – en því má ekki gleyma að heilaþvegnir menn sem leggja til atlögu við mannfjölda hafa það meginmarkmið að vera drepnir sjálfir. Og kunna því að laðast að vopnunum …Besta forvörnin Fátt var nefnt sem ástæða þessa vopnaburðar en nýleg hryðjuverk í London voru nefnd. Almennt talað verður þó að segjast að mikið skortir á að félagslegar og menningarlegar forsendur séu fyrir slíkum óhæfuverkum hér á landi. Hér eru ekki fjölmennir hópar ungra karlmanna sem eru atvinnulausir og fullir af fánýtiskennd og ólund og útsettir fyrir andfélagslegum hugmyndum. Hugmyndafræði herskárra jaðarhópa sem nota islam til að eitra samfélögin hefur ekki náð fótfestu hér á landi, svo að heitið geti. Múslimar starfa í ýmsum öðrum félögum og eru upp til hópa góðir og gegnir borgarar, þó að sjálfsagt séu alls konar menn þar eins og í öðrum hópum. Það er hins vegar sjálfsagt mál að ræða hryðjuverkaógn, horfast í augu við hana og bregðast við henni áður en hún leiðir til harmleiks. Fyrirbyggjandi aðgerðir skipta þar sköpum. Þar skiptir máli að bregðast hart við hugmyndafræði haturs og ofbeldis, hvar og hvernig sem hún birtist okkur, að hverjum sem hún beinist og hver sem hana boðar. Þar skiptir líka máli taka vel á móti fólki og leitast við að láta því finnast að hér sé samfélag sem það geti verið partur af, það geti gert gagn og það geti skapað sér og sínum góða tilveru. Þetta er hvorki flókið né sérlega erfitt: snýst einfaldlega um mannasiði, almenna kurteisi, óáreitni. Við þurfum að gera okkur í hugarlund hvernig það eiginlega sé að vera ungur karlmaður, asískur í útliti, og þurfa kannski oft á dag að afsanna að vera terroristi. Besta forvörnin er samt sú að hér sé sæmilegt samfélag þar sem fólk geti lifað í friði við aðra, haft það þokkalegt, sinnt skemmtilegri vinnu og fengið sómasamleg laun fyrir, aflað sér góðrar menntunar, átt gæðastundir í góðra vina hópi. Velferðarsamfélagið er besta forvörnin gegn hryðjuverkum; opin og lýðræðisleg, þróttmikil og kurteisleg umræða, gott skólakerfi, sterkt heilbrigðiskerfi – friðsæld og öflugt menningarlíf – allt er þetta miklu betur til þess fallið að koma í veg fyrir að hér verði til hryðjuverkamenn en vopnaðar lögreglusveitir. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Þá er fólk búið að hrópast á um hríð yfir víglínurnar, þau sem eru andvíg vopnaburði og saka sérsveit lögreglustjórans um að bjóða upp á gæsagang og hersýningar á 17. júní – og svo hin sem saka friðarsinna um næfisma og útlendingasleikjuhátt. Og öllum heitt í hamsi. Þetta er stórmál hvernig sem á það er litið og eðlilegt að sterkar tilfinningar vakni á báða bóga. Það er eflaust rétt hjá ríkislögreglustjóra að við þurfum að hafa varann á hér á landi vegna þeirrar hryðjuverkaógnar sem ríkir í heiminum, og þá sérstaklega í löndum múslima, enda ISIS-liðar sérlega iðnir við að drepa múslima – en líka í Evrópu – nágrenni okkar. Heimurinn er skroppinn saman; Ísland er hluti af heimstorgunum. Enn meiri ógnir grúfa samt yfir okkur: fyrst og fremst af völdum náttúruaflanna – verði gos eða flóð – að ekki sé talað um sjálfskaparvíti mannsins, loftslagsvandann, þar sem Íslendingar verða undireins að reka af sér slyðruorðið og einhenda sér í að standa við loforð sín: takist landsmönnum að virkja dugnaðinn og hópeflið séríslenska geta þeir gert kraftaverk. En þá mega afneitunarsinnar og bensínistar ekki hafa áhrif á stefnuna.Vopnaburður á almannafæri En sem sé: hryðjuverkaógnin. Ríkislögreglustjóri ákvað að gera sérsveitina að miðju atburða í nýlegu litahlaupi og aftur á 17. júní; að því er virðist til að sýna að hér væru vopnaðir menn til varnar, kæmi til árása. Þessu má þannig líkja við nokkurs konar hersýningu. Þetta vakti sterk viðbrögð sem ekki má gera lítið úr, því að þetta snertir sjálfan kjarnann í sjálfsmynd okkar sem friðsællar og vopnlausrar smáþjóðar, „fjarri heimsins vígaslóð“ eins og Þórlindur Kjartansson dró fram í ágætri grein í Fréttablaðinu 16. júní – og dugir þá lítið að romsa upp tölum um útbreidda eign á kindabyssum. Þetta er hugmynd okkar um sjálf okkur, enda notum við ekki vopn til að tjá okkur eða gera út um mál heldur þrösum út í það óendanlega; sjáist maður veifa vopni er sérsveit óðara send til að afvopna kauða. Vopnleysið er líka verðmæt ímynd sem fólk af öðrum þjóðum hefur af okkur, og dáir okkur fyrir. Það er því nokkru fórnað þegar ákveðið er að hafa vopnaða menn mjög sýnilega við hvert fótmál á útihátíðum, án sjáanlegs tilefnis. Vopnaburður breytir í grundvallaratriðum yfirbragði samkomu, færir hugsanlega ógn að miðjunni, það dimmir yfir öllu, við fáum skýr skilaboð um að okkur beri að óttast. Vopnin höfðu kannski fælingaráhrif á 17. júní – að minnsta kosti missti ég alla löngun til að fara í bæinn – en því má ekki gleyma að heilaþvegnir menn sem leggja til atlögu við mannfjölda hafa það meginmarkmið að vera drepnir sjálfir. Og kunna því að laðast að vopnunum …Besta forvörnin Fátt var nefnt sem ástæða þessa vopnaburðar en nýleg hryðjuverk í London voru nefnd. Almennt talað verður þó að segjast að mikið skortir á að félagslegar og menningarlegar forsendur séu fyrir slíkum óhæfuverkum hér á landi. Hér eru ekki fjölmennir hópar ungra karlmanna sem eru atvinnulausir og fullir af fánýtiskennd og ólund og útsettir fyrir andfélagslegum hugmyndum. Hugmyndafræði herskárra jaðarhópa sem nota islam til að eitra samfélögin hefur ekki náð fótfestu hér á landi, svo að heitið geti. Múslimar starfa í ýmsum öðrum félögum og eru upp til hópa góðir og gegnir borgarar, þó að sjálfsagt séu alls konar menn þar eins og í öðrum hópum. Það er hins vegar sjálfsagt mál að ræða hryðjuverkaógn, horfast í augu við hana og bregðast við henni áður en hún leiðir til harmleiks. Fyrirbyggjandi aðgerðir skipta þar sköpum. Þar skiptir máli að bregðast hart við hugmyndafræði haturs og ofbeldis, hvar og hvernig sem hún birtist okkur, að hverjum sem hún beinist og hver sem hana boðar. Þar skiptir líka máli taka vel á móti fólki og leitast við að láta því finnast að hér sé samfélag sem það geti verið partur af, það geti gert gagn og það geti skapað sér og sínum góða tilveru. Þetta er hvorki flókið né sérlega erfitt: snýst einfaldlega um mannasiði, almenna kurteisi, óáreitni. Við þurfum að gera okkur í hugarlund hvernig það eiginlega sé að vera ungur karlmaður, asískur í útliti, og þurfa kannski oft á dag að afsanna að vera terroristi. Besta forvörnin er samt sú að hér sé sæmilegt samfélag þar sem fólk geti lifað í friði við aðra, haft það þokkalegt, sinnt skemmtilegri vinnu og fengið sómasamleg laun fyrir, aflað sér góðrar menntunar, átt gæðastundir í góðra vina hópi. Velferðarsamfélagið er besta forvörnin gegn hryðjuverkum; opin og lýðræðisleg, þróttmikil og kurteisleg umræða, gott skólakerfi, sterkt heilbrigðiskerfi – friðsæld og öflugt menningarlíf – allt er þetta miklu betur til þess fallið að koma í veg fyrir að hér verði til hryðjuverkamenn en vopnaðar lögreglusveitir. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun