Ótæk rök Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. júní 2017 07:00 Keflavíkurflugvöllur er nú í fimmta sæti af flugvöllum í Evrópu hvað varðar fjölda flugferða til Norður-Ameríku og nálgast Schiphol í Amsterdam. Flugferðir frá Keflavík vestur um haf eru fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum samanlagt. Á sama tíma og Keflavíkurflugvöllur er í fordæmalausum vexti vill meirihluti fjárlaganefndar Alþingis hefja umræðu um einkavæðingu flugvallarins. Þetta kemur fram í áliti meirihlutans um þingsályktun um fjármálaáætlun 2018-2022 en þar segir: „Meiri hlutinn telur einnig tímabært að opna umræðu um að ríkið leiti leiða til að umbreyta því fjármagni sem bundið er í mannvirkjum í flugstöðinni í Keflavík og nota það til átaks í endurbótum samgöngumannvirkja.“ Fleiri hafa talað um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar eða aðkomu einkaaðila að stækkun flugvallarins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sagði á Alþingi 27. mars að það væri álitaefni hvort ríkið ætti að byggja upp Keflavíkurflugvöll með skattfé eða hvort einkaaðilar ættu að koma þar að. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 hinn 27. apríl að einkavæðing Keflavíkurflugvallar þarfnaðist skoðunar. „Mér finnst það vera mjög sterkt sjónarmið, að það sé þess virði að skoða það, hvort það sé ástæða fyrir íslenska ríkið og íslenska þjóð til að hafa bundna hér alla þá tugi milljarða sem hér liggja í fjárfestingum með þeim áhættum sem því fylgir að vera með fjárfestingar og lántökur í tengslum við það,“ sagði Jón. Þeir milljarðar króna sem liggja bundnir í Keflavíkurflugvelli eru ekki dautt fjármagn. Þessi verðmæti gera Isavia kleift að fjármagna stækkun flugvallarins. Frá 2013 hefur Isavia fjárfest í uppbyggingu Keflavíkurflugvallar fyrir 45 milljarða króna með lánum án ríkisábyrgðar sem hafa verið veðtryggð með rekstrartekjum flugvallarins. Þannig hefur rekstur fyrirtækisins verið algjörlega sjálfbær í þeim skilningi að tekjur fyrirtækisins eru grundvöllur áframhaldandi vaxtar þess og stækkun flugvallarins án þess að ríkið komi þar að með beinum hætti. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, sagði í Markaðnum hér í þessu blaði í gær að áhugi erlendra fjárfesta á Keflavíkurflugvelli hefði aukist að undanförnu. Ekki síst eftir umræðu um einkavæðingu flugvallarins. Hann sagði jafnframt að flugvöllurinn sjálfur gæti staðið undir eðlilegum fjárfestingum. „Ég tel að það skipti ekki máli í því sambandi hver eigi flugvöllinn því hann myndi alltaf þurfa að standa undir þeim fjárfestingum sem ráðast þarf í,“ sagði Björn Óli. Að þessu virtu er ljóst að ummæli hvorki ráðherra ferðamála né samgönguráðherra standast skoðun. Það þarf ekkert skattfé í uppbyggingu Isavia í Leifsstöð. Fyrirtækið annast stækkunina án aðkomu skattgreiðenda og þeir fjármunir sem eru bundnir á Keflavíkurflugvelli eru grundvöllur áframhaldandi vaxtar fyrirtækisins. Af þessu leiðir að það eru ekki gild rök fyrir einkavæðingu Keflavíkurflugvallar að rekstur flugvallarins eða stækkun hans skapi áhættu fyrir skattgreiðendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun
Keflavíkurflugvöllur er nú í fimmta sæti af flugvöllum í Evrópu hvað varðar fjölda flugferða til Norður-Ameríku og nálgast Schiphol í Amsterdam. Flugferðir frá Keflavík vestur um haf eru fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum samanlagt. Á sama tíma og Keflavíkurflugvöllur er í fordæmalausum vexti vill meirihluti fjárlaganefndar Alþingis hefja umræðu um einkavæðingu flugvallarins. Þetta kemur fram í áliti meirihlutans um þingsályktun um fjármálaáætlun 2018-2022 en þar segir: „Meiri hlutinn telur einnig tímabært að opna umræðu um að ríkið leiti leiða til að umbreyta því fjármagni sem bundið er í mannvirkjum í flugstöðinni í Keflavík og nota það til átaks í endurbótum samgöngumannvirkja.“ Fleiri hafa talað um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar eða aðkomu einkaaðila að stækkun flugvallarins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sagði á Alþingi 27. mars að það væri álitaefni hvort ríkið ætti að byggja upp Keflavíkurflugvöll með skattfé eða hvort einkaaðilar ættu að koma þar að. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 hinn 27. apríl að einkavæðing Keflavíkurflugvallar þarfnaðist skoðunar. „Mér finnst það vera mjög sterkt sjónarmið, að það sé þess virði að skoða það, hvort það sé ástæða fyrir íslenska ríkið og íslenska þjóð til að hafa bundna hér alla þá tugi milljarða sem hér liggja í fjárfestingum með þeim áhættum sem því fylgir að vera með fjárfestingar og lántökur í tengslum við það,“ sagði Jón. Þeir milljarðar króna sem liggja bundnir í Keflavíkurflugvelli eru ekki dautt fjármagn. Þessi verðmæti gera Isavia kleift að fjármagna stækkun flugvallarins. Frá 2013 hefur Isavia fjárfest í uppbyggingu Keflavíkurflugvallar fyrir 45 milljarða króna með lánum án ríkisábyrgðar sem hafa verið veðtryggð með rekstrartekjum flugvallarins. Þannig hefur rekstur fyrirtækisins verið algjörlega sjálfbær í þeim skilningi að tekjur fyrirtækisins eru grundvöllur áframhaldandi vaxtar þess og stækkun flugvallarins án þess að ríkið komi þar að með beinum hætti. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, sagði í Markaðnum hér í þessu blaði í gær að áhugi erlendra fjárfesta á Keflavíkurflugvelli hefði aukist að undanförnu. Ekki síst eftir umræðu um einkavæðingu flugvallarins. Hann sagði jafnframt að flugvöllurinn sjálfur gæti staðið undir eðlilegum fjárfestingum. „Ég tel að það skipti ekki máli í því sambandi hver eigi flugvöllinn því hann myndi alltaf þurfa að standa undir þeim fjárfestingum sem ráðast þarf í,“ sagði Björn Óli. Að þessu virtu er ljóst að ummæli hvorki ráðherra ferðamála né samgönguráðherra standast skoðun. Það þarf ekkert skattfé í uppbyggingu Isavia í Leifsstöð. Fyrirtækið annast stækkunina án aðkomu skattgreiðenda og þeir fjármunir sem eru bundnir á Keflavíkurflugvelli eru grundvöllur áframhaldandi vaxtar fyrirtækisins. Af þessu leiðir að það eru ekki gild rök fyrir einkavæðingu Keflavíkurflugvallar að rekstur flugvallarins eða stækkun hans skapi áhættu fyrir skattgreiðendur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun