Sendiherra Íslands í London: "Orðlaus yfir þessum óhugnaði“ Atli Ísleifsson og Ásgeir Erlendsson skrifa 4. júní 2017 12:40 Þórður Ægir Óskarsson er sendiherra Íslands í London. Vísir/afp Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í London, segist vera orðlaus yfir þeim óhugnaði sem átti sér stað í gær. Hann segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. „Í raun er maður bara orðlaus yfir þessum óhugnaði, að þetta skuli skella á svona skömmu eftir hörmungarnar í Manchester, það er ekkert hægt að segja af viti undir svona kringumstæðum,“ segir Þórður Ægir.Hvernig er andrúmsloftið í borginni?„Það er voðalega erfitt að meta. Atburðurinn er náttúrulega enn að þróast í fjölmiðlum. Ég átti leið framhjá Harrod‘s í morgun, sem er ekki langt frá sendiráðinu. Það var eins og venjulegur dagur. Túristarnir farnir að safnast saman fyrir utan búðina áður en hún opnaði og það var ekki að sjá nein merki um að það væri neitt óöryggi yfir hópnum.“Nú er þetta þriðja árásin sem gerð er í Bretlandi á þremur mánuðum, önnur á tveimur vikum. Telur þú að þetta komi til með að skapa meira óöryggi hjá Bretum?„Já, ég er alveg viss um það. Sérstaklega þegar þú sérð hvers konar aðferðir eru notaðar,“ segir Þórður Ægir. Hann segir að eftir árásina í Manchester hafi aukin umræða verið um öryggismál, en eftir árásina í gærkvöldi kunni kosningabaráttan að stærstum hluta farið að snúast um öryggismál. Þingkosningar fara fram í Bretlandi fimmtudaginn 8. júní. Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13 May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04 Guðni sendir samúðarkveðju til Breta Guðni Th. Jóhannesson forseti sendi í morgun samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar til Elísabetar II Bretadrottningar vegna hryðjuverksins sem framið var í London í gærkvöldi. 4. júní 2017 11:22 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í London, segist vera orðlaus yfir þeim óhugnaði sem átti sér stað í gær. Hann segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. „Í raun er maður bara orðlaus yfir þessum óhugnaði, að þetta skuli skella á svona skömmu eftir hörmungarnar í Manchester, það er ekkert hægt að segja af viti undir svona kringumstæðum,“ segir Þórður Ægir.Hvernig er andrúmsloftið í borginni?„Það er voðalega erfitt að meta. Atburðurinn er náttúrulega enn að þróast í fjölmiðlum. Ég átti leið framhjá Harrod‘s í morgun, sem er ekki langt frá sendiráðinu. Það var eins og venjulegur dagur. Túristarnir farnir að safnast saman fyrir utan búðina áður en hún opnaði og það var ekki að sjá nein merki um að það væri neitt óöryggi yfir hópnum.“Nú er þetta þriðja árásin sem gerð er í Bretlandi á þremur mánuðum, önnur á tveimur vikum. Telur þú að þetta komi til með að skapa meira óöryggi hjá Bretum?„Já, ég er alveg viss um það. Sérstaklega þegar þú sérð hvers konar aðferðir eru notaðar,“ segir Þórður Ægir. Hann segir að eftir árásina í Manchester hafi aukin umræða verið um öryggismál, en eftir árásina í gærkvöldi kunni kosningabaráttan að stærstum hluta farið að snúast um öryggismál. Þingkosningar fara fram í Bretlandi fimmtudaginn 8. júní.
Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13 May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04 Guðni sendir samúðarkveðju til Breta Guðni Th. Jóhannesson forseti sendi í morgun samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar til Elísabetar II Bretadrottningar vegna hryðjuverksins sem framið var í London í gærkvöldi. 4. júní 2017 11:22 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13
May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04
Guðni sendir samúðarkveðju til Breta Guðni Th. Jóhannesson forseti sendi í morgun samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar til Elísabetar II Bretadrottningar vegna hryðjuverksins sem framið var í London í gærkvöldi. 4. júní 2017 11:22