Fótbolti

Ronaldo: Tölurnar mínar ljúga ekki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cristiano Ronaldo segir að það sé ekki lengur hægt að gagnrýna sig. Tölurnar sem hann skili tali sínu máli.

Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann 1-4 sigur á Juventus í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær.

Ronaldo endaði sem markakóngur Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð. Portúgalinn skoraði 12 mörk, þar af 10 í síðustu fimm leikjum Real Madrid í keppninni.

„Þetta er eitt af bestu augnablikunum á mínum ferli en ég get sagt það á hverju einasta ári,“ sagði hinn 32 ára gamli Ronaldo.

„Fólk getur gagnrýnt mig því tölurnar ljúga ekki,“ bætti hann við.

Portúgalinn hefur nú unnið Meistaradeildina fjórum sinnum; þrisvar sinnum með Real Madrid og einu sinni með Manchester United. Ronaldo hefur skorað í þremur af þeim fimm úrslitaleikjum í Meistaradeildinni sem hann hefur tekið þátt í.

Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar með 105 mörk, 11 mörkum meira en Lionel Messi sem er í 2. sæti á markalistanum.


Tengdar fréttir

Mögnuð markatölfræði Ronaldos

Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann Juventus, 1-4, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Þúsund slösuðust í troðningi í Tórínó

Sjö ára barn er sagt í lífshættu eftir mikinn troðning sem skapaðist þegar flugeldur sprakk á fjölmennu torgi þar sem fólk var að horfa á úrslit Meistaradeildar Evrópu í Tórínó á Ítalíu í gærkvöldi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þúsund manns hafi slasast í troðningnum.

Ramos: Áttum stefnumót við söguna

Sergio Ramos lyfti Evrópubikarnum eftir 1-4 sigur Real Madrid á Juventus í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×