Þvertekur fyrir að búa yfir skaðlegum upplýsingum um Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. júní 2017 09:52 Donald Trump og Vladimír Pútín. Vísir/Getty Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að hann hafi ekki yfir að búa neinum upplýsingum um Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem reynst gætu forsetanum skaðlegar. Hann segir sögusagnir þess efnis vera helber uppspuni. Pútín var í viðtali við sjónvarpskonuna Megyn Kelly á NBC sjónvarpsstöðinni og spurði hún hann beint út hvort að hann búi yfir einhverjum skaðlegum upplýsingum um forsetann. „Þetta er enn ein vitleysan,“ svaraði forsetinn henni. Yfirvöld í Rússlandi hafa ávallt þvertekið fyrir að búa yfir nokkrum upplýsingum um forsetann en sögusagnir þess efnis hafa verið háværar allt frá því að bandaríska alríkislögreglan greindi frá því að Rússar hefðu haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og að það hafi gagnast Trump. Pútín tók fram að hann hefði aldrei á ævi sinni átt í samskiptum við Trump og að hann hefði aldrei hitt hann, þrátt fyrir að Trump hefði nokkrum sinnum ferðast til Rússlands á viðskiptaferli sínum. Hann segir að alríkislögreglan sem og leyniþjónustan í Bandaríkjunum hafi rangt fyrir sér varðandi afskipti Rússa af forsetakosningunum.„Ég hef ekki getað séð að þessir aðilar hafi gefið upp einhverjar upplýsingar sem sanna með beinum hætti aðkomu rússneskra stjórnvalda að tölvuárásum gegn bandarískum stofnunum á síðasta ári.“ Rannsókn á tengslum starfsteymis Trump við Rússa er raunar í fullum gangi, bæði á vegum alríkislögreglunnar en líka þingnefndar fulltrúadeildarinnar og mun James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, mæta fyrir hana næstkomandi fimmtudag og svara spurningum um samskipti sín við forsetann. Trump hefur ávallt neitað því að hafa átt í nokkrum samskiptum við Pútín og segir að starfsteymi sitt hafi á engum tímapunkti að honum vitandi verið í samskiptum við Rússa á meðan að kosningabaráttu hans stóð. Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að hann hafi ekki yfir að búa neinum upplýsingum um Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem reynst gætu forsetanum skaðlegar. Hann segir sögusagnir þess efnis vera helber uppspuni. Pútín var í viðtali við sjónvarpskonuna Megyn Kelly á NBC sjónvarpsstöðinni og spurði hún hann beint út hvort að hann búi yfir einhverjum skaðlegum upplýsingum um forsetann. „Þetta er enn ein vitleysan,“ svaraði forsetinn henni. Yfirvöld í Rússlandi hafa ávallt þvertekið fyrir að búa yfir nokkrum upplýsingum um forsetann en sögusagnir þess efnis hafa verið háværar allt frá því að bandaríska alríkislögreglan greindi frá því að Rússar hefðu haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og að það hafi gagnast Trump. Pútín tók fram að hann hefði aldrei á ævi sinni átt í samskiptum við Trump og að hann hefði aldrei hitt hann, þrátt fyrir að Trump hefði nokkrum sinnum ferðast til Rússlands á viðskiptaferli sínum. Hann segir að alríkislögreglan sem og leyniþjónustan í Bandaríkjunum hafi rangt fyrir sér varðandi afskipti Rússa af forsetakosningunum.„Ég hef ekki getað séð að þessir aðilar hafi gefið upp einhverjar upplýsingar sem sanna með beinum hætti aðkomu rússneskra stjórnvalda að tölvuárásum gegn bandarískum stofnunum á síðasta ári.“ Rannsókn á tengslum starfsteymis Trump við Rússa er raunar í fullum gangi, bæði á vegum alríkislögreglunnar en líka þingnefndar fulltrúadeildarinnar og mun James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, mæta fyrir hana næstkomandi fimmtudag og svara spurningum um samskipti sín við forsetann. Trump hefur ávallt neitað því að hafa átt í nokkrum samskiptum við Pútín og segir að starfsteymi sitt hafi á engum tímapunkti að honum vitandi verið í samskiptum við Rússa á meðan að kosningabaráttu hans stóð.
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira