Bráðnun á Grænlandi gæti valdið þurrki í Afríku Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2017 22:02 Ísjakar sem hafa kelfst úr Helheim-jöklinum á Grænlandi bæta við ferskvatni í hafið og hækka yfirborð sjávar. Vísir/EPA Þurrkur og uppskerubrestur gæti þjáð Afríku í framtíðinni ef bráðnun Grænlandsjökuls heldur áfram að dæla ís út í hafið. Ný rannsókn bendir til þess að ferskvatnið gæti haft áhrif á hafstrauma sem hafa mikil áhrif á veðurfar við Atlantshaf. Áhyggjur af því að bráðnun Grænlandsjökuls gæti leitt til þess að Golfstraumurinn hægi á sér eða stoppi hreinlega með tilheyrandi áhrifum á veðurfar á norðlægum slóðum eru vel þekktar. Rannsóknin sem birtist í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences varpar hins vegar ljósi á hvernig breyting á hafstraumum á norðurslóðum gæti haft áhrif mun sunnar á jörðinni. Loftslagslíkan var notað til að líkja eftir hvað yrði um suðurkvísl Golfstraumsins (e. Atlantic Meridional Overturning Circulation) haldi bráðnun Grænlandsjökuls áfram af krafti. Þessum hafstraumi hefur verið lýst sem nokkurs konar færibandi sem flytur hlýjan sjó frá miðbaug norður á bóginn og kaldan sjó suður. Þessir varmaflutningar ráða miklu um veður við Atlantshafið, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Gæti þýtt uppskerubrest og milljóna fólksflutninga Niðurstaðan var sú að innflæði ferskvatns getur hægt á hafstrauminum. Það hefði aftur áhrif á veðurfar um allt Atlantshafssvæðið.Lífið á Sahel-svæðinu hefur orðið erfiðara undanfarið með auknum þurrki og hita.Vísir/EPASahel-svæðið sem liggur frá Máritaníu í vestri til Súdan í austri er talið sérstaklega viðkvæmt fyrir breytingum af þessu tagi. Líkanið sýndi að hægist á hafstrauminum í samræmi við verstu spár um hækkun yfirborðs sjávar þá gæti dregið úr úrkomu um allt að þriðjung þar á milli 2030 og 2060. Þurrkur af þessu tagi samfara hækkandi hitastigi með áframhaldni hnattrænni hlýnun gæti haft gífurlegar afleiðingar fyrir landbúnað og haft áhrif á tugi, ef ekki hundruð, milljóna manna. Meiriháttar fólksflutningar gætu hafist sem afleiðing af uppskerubresti.Niðurstöðurnar miðast við verstu sviðsmynd losunar og sjávarmálshækkunarÞess ber að geta að sviðsmyndir af þessu tagi byggjast á líkönum af því sem gæti gerst haldi menn áfram að losa gróðurhúsalofttegundir út í lofthjúpinn af sama móð og áður. Þá bendir Stefan Rahmstorf, sjávareðlisfræðingur við Potsdam-loftslagsstofnunina, á að rannsóknin byggist aðeins á einu loftslagslíkani. Þó að hann telji niðurstöðurnar trúverðugar segir að hann prófa þyrfti forsendurnar með fleiri loftslagslíkönum. Grænland Loftslagsmál Máritanía Tengdar fréttir Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Þurrkur og uppskerubrestur gæti þjáð Afríku í framtíðinni ef bráðnun Grænlandsjökuls heldur áfram að dæla ís út í hafið. Ný rannsókn bendir til þess að ferskvatnið gæti haft áhrif á hafstrauma sem hafa mikil áhrif á veðurfar við Atlantshaf. Áhyggjur af því að bráðnun Grænlandsjökuls gæti leitt til þess að Golfstraumurinn hægi á sér eða stoppi hreinlega með tilheyrandi áhrifum á veðurfar á norðlægum slóðum eru vel þekktar. Rannsóknin sem birtist í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences varpar hins vegar ljósi á hvernig breyting á hafstraumum á norðurslóðum gæti haft áhrif mun sunnar á jörðinni. Loftslagslíkan var notað til að líkja eftir hvað yrði um suðurkvísl Golfstraumsins (e. Atlantic Meridional Overturning Circulation) haldi bráðnun Grænlandsjökuls áfram af krafti. Þessum hafstraumi hefur verið lýst sem nokkurs konar færibandi sem flytur hlýjan sjó frá miðbaug norður á bóginn og kaldan sjó suður. Þessir varmaflutningar ráða miklu um veður við Atlantshafið, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Gæti þýtt uppskerubrest og milljóna fólksflutninga Niðurstaðan var sú að innflæði ferskvatns getur hægt á hafstrauminum. Það hefði aftur áhrif á veðurfar um allt Atlantshafssvæðið.Lífið á Sahel-svæðinu hefur orðið erfiðara undanfarið með auknum þurrki og hita.Vísir/EPASahel-svæðið sem liggur frá Máritaníu í vestri til Súdan í austri er talið sérstaklega viðkvæmt fyrir breytingum af þessu tagi. Líkanið sýndi að hægist á hafstrauminum í samræmi við verstu spár um hækkun yfirborðs sjávar þá gæti dregið úr úrkomu um allt að þriðjung þar á milli 2030 og 2060. Þurrkur af þessu tagi samfara hækkandi hitastigi með áframhaldni hnattrænni hlýnun gæti haft gífurlegar afleiðingar fyrir landbúnað og haft áhrif á tugi, ef ekki hundruð, milljóna manna. Meiriháttar fólksflutningar gætu hafist sem afleiðing af uppskerubresti.Niðurstöðurnar miðast við verstu sviðsmynd losunar og sjávarmálshækkunarÞess ber að geta að sviðsmyndir af þessu tagi byggjast á líkönum af því sem gæti gerst haldi menn áfram að losa gróðurhúsalofttegundir út í lofthjúpinn af sama móð og áður. Þá bendir Stefan Rahmstorf, sjávareðlisfræðingur við Potsdam-loftslagsstofnunina, á að rannsóknin byggist aðeins á einu loftslagslíkani. Þó að hann telji niðurstöðurnar trúverðugar segir að hann prófa þyrfti forsendurnar með fleiri loftslagslíkönum.
Grænland Loftslagsmál Máritanía Tengdar fréttir Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30