Sigurvin Ólafsson nýr ritstjóri DV Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2017 14:58 Sigurvin er reynslulítill á sviði blaðamennsku en hann lítur til þess að sér við hlið hefur hann reynsluboltann, landsliðsmanninn, Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Sigurvin Ólafsson fyrrverandi knattspyrnukappi úr Vestmannaeyjum og framkvæmdastjóri DV hefur tekið við sem ritstjóri blaðsins og tekur sér sæti sem slíkur við hlið Kolbrúnar Bergþórsdóttur. Sigurvin, sem er lögfræðingur, hefur litla sem enga reynslu sem blaðamaður en hefur þó skrifað pistla sem birst hafa á Pressan.is. Honum líst vel á þessa nýju áskorun og segir í samtali við Vísi að hann hafi ekkert spáð í það sérstaklega hvernig honum verði tekið, reynslulausum sem slíkum, í stétt blaðamanna og meinhornanna sem þar leynast. „Ég ætla nú ekki að vera neitt sérstaklega áberandi. Ég er aðallega að fara að hjálpa til,“ segir Sigurvin.Gullmolar í textagerð leynast í stétt lögmanna DV, þetta fornfræga blað, hefur líkt og svo margir aðrir á fjölmiðlamarkaði, þurft að rifa seglin, fækka útgáfudögum og er nú orðið helgarblað sem kemur út einu sinni í viku, eða á föstudögum. Auk þess er rekinn vefur undir því nafni, sem Kristjón Kormákur stýrir. Ritstjórnina skipa um 12 manns. Sigurvin er lögfræðingur og hefur fengist við skriftir í tengslum við þau störf sín. Blaðamaður Vísis slær því fram að lögfræðingar séu þekktir fyrir hroðvirkni í textagerð en Sigurvin vill ekki fallast á það fortakslaust; það leynist þar gullmolar á milli, í textagerðinni.Kolbrún er landsliðsmaður í blaðamennsku Sigurvin hefur ekki beinharða reynslu af blaðamennsku. „Einhvern tíma var ég fréttamaður á RÚV, í sumarstarfi. Fyrir rúmum tíu árum. Annað er það nú ekki. Svo hef ég verið að vinna í kringum blaðið núna síðustu mánuði.“ Sigurvin þekkir því vel til stöðu mála. Og fer ekki í launkofa með að fjölmiðlarekstur sé erfiður nú um stundir. „Þetta er harður bransi. Og strögl. En hér er baráttuhugur.“ Sigurvin segist ekki vita hvort DV muni taka miklum breytingum með honum á ritstjórastóli. „Ekki eins og ég sé að koma úr öðru ritstjórastarfi. Ég spinn þetta einhvern veginn áfram. Ég á eftir að dýfa mér á kaf í þetta,“ segir Sigurvin. Hann lítur ekki síst til þess að sér við hlið hafi hann Kolbrúnu Bergþórsdóttur, þaulvanan blaðamann og ritstjóra: „Hún er náttúrlega landsliðsmaður. Reynslubolti.“ Fjölmiðlar Ráðningar Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Sigurvin Ólafsson fyrrverandi knattspyrnukappi úr Vestmannaeyjum og framkvæmdastjóri DV hefur tekið við sem ritstjóri blaðsins og tekur sér sæti sem slíkur við hlið Kolbrúnar Bergþórsdóttur. Sigurvin, sem er lögfræðingur, hefur litla sem enga reynslu sem blaðamaður en hefur þó skrifað pistla sem birst hafa á Pressan.is. Honum líst vel á þessa nýju áskorun og segir í samtali við Vísi að hann hafi ekkert spáð í það sérstaklega hvernig honum verði tekið, reynslulausum sem slíkum, í stétt blaðamanna og meinhornanna sem þar leynast. „Ég ætla nú ekki að vera neitt sérstaklega áberandi. Ég er aðallega að fara að hjálpa til,“ segir Sigurvin.Gullmolar í textagerð leynast í stétt lögmanna DV, þetta fornfræga blað, hefur líkt og svo margir aðrir á fjölmiðlamarkaði, þurft að rifa seglin, fækka útgáfudögum og er nú orðið helgarblað sem kemur út einu sinni í viku, eða á föstudögum. Auk þess er rekinn vefur undir því nafni, sem Kristjón Kormákur stýrir. Ritstjórnina skipa um 12 manns. Sigurvin er lögfræðingur og hefur fengist við skriftir í tengslum við þau störf sín. Blaðamaður Vísis slær því fram að lögfræðingar séu þekktir fyrir hroðvirkni í textagerð en Sigurvin vill ekki fallast á það fortakslaust; það leynist þar gullmolar á milli, í textagerðinni.Kolbrún er landsliðsmaður í blaðamennsku Sigurvin hefur ekki beinharða reynslu af blaðamennsku. „Einhvern tíma var ég fréttamaður á RÚV, í sumarstarfi. Fyrir rúmum tíu árum. Annað er það nú ekki. Svo hef ég verið að vinna í kringum blaðið núna síðustu mánuði.“ Sigurvin þekkir því vel til stöðu mála. Og fer ekki í launkofa með að fjölmiðlarekstur sé erfiður nú um stundir. „Þetta er harður bransi. Og strögl. En hér er baráttuhugur.“ Sigurvin segist ekki vita hvort DV muni taka miklum breytingum með honum á ritstjórastóli. „Ekki eins og ég sé að koma úr öðru ritstjórastarfi. Ég spinn þetta einhvern veginn áfram. Ég á eftir að dýfa mér á kaf í þetta,“ segir Sigurvin. Hann lítur ekki síst til þess að sér við hlið hafi hann Kolbrúnu Bergþórsdóttur, þaulvanan blaðamann og ritstjóra: „Hún er náttúrlega landsliðsmaður. Reynslubolti.“
Fjölmiðlar Ráðningar Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira