Góð silungsveiði á Jöklusvæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2017 10:35 Fallegar sjóbleikjur úr Fögruhlíðará Mynd: Árni Kristinn Skúlasom Fínir urriðar hafa verið að veiðast efst í BreiðdalsáMynd: Strengir FB Veiðisvæðið sem er yfirleitt kennt við Jöklu fer yfirleitt að gefa fyrstu laxana sína um byrjun júlí en þangað til er engu að síður fín veiði á svæðinu. Veiðin afmarkast þó við ósinn í Fögluhlíðará en um þann ós gengur oft mikiðaf sjóbleikju og hún er mjög væn og falleg. Fyrir stuttu var Árni Kristinn Skúlason leiðsögumaður með veiðimenn í ósnum og lönduðu þeir 24 fiskum, 22 bleikjum, tveimur sjóbirtingum og þar að auki misstu þeir einn lax en það er óvenjusnemmt að verða varir við laxa fyrstu vikuna í júní. Allt veiddist þetta á Heimasætuna en hún er mjög skæð í sjóbleikjuna eins og aðrar flugur með bleikum litum án þess að sérstaklega sé kannast við ástæðuna fyrir því af hverju. Af öðrum svæðum hjá Strengjum er fínasta silungsveiði í Breiðdalsá en veiðin þar skiptist í urriða sem veiðist í efri hluta Breiðdalsár og síðan sjóbleikju sem veiðist í ósnum. Í heildina er búið að veiða um 150 silunga. Sjóbleikjuveiðin eykst jafnt og þétt yfir sumarið og það er um að gera fyrir þá sem eiga leið um austurland að stoppa í einn dag þarna í bleikjuna, alveg þess virði. Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði
Fínir urriðar hafa verið að veiðast efst í BreiðdalsáMynd: Strengir FB Veiðisvæðið sem er yfirleitt kennt við Jöklu fer yfirleitt að gefa fyrstu laxana sína um byrjun júlí en þangað til er engu að síður fín veiði á svæðinu. Veiðin afmarkast þó við ósinn í Fögluhlíðará en um þann ós gengur oft mikiðaf sjóbleikju og hún er mjög væn og falleg. Fyrir stuttu var Árni Kristinn Skúlason leiðsögumaður með veiðimenn í ósnum og lönduðu þeir 24 fiskum, 22 bleikjum, tveimur sjóbirtingum og þar að auki misstu þeir einn lax en það er óvenjusnemmt að verða varir við laxa fyrstu vikuna í júní. Allt veiddist þetta á Heimasætuna en hún er mjög skæð í sjóbleikjuna eins og aðrar flugur með bleikum litum án þess að sérstaklega sé kannast við ástæðuna fyrir því af hverju. Af öðrum svæðum hjá Strengjum er fínasta silungsveiði í Breiðdalsá en veiðin þar skiptist í urriða sem veiðist í efri hluta Breiðdalsár og síðan sjóbleikju sem veiðist í ósnum. Í heildina er búið að veiða um 150 silunga. Sjóbleikjuveiðin eykst jafnt og þétt yfir sumarið og það er um að gera fyrir þá sem eiga leið um austurland að stoppa í einn dag þarna í bleikjuna, alveg þess virði.
Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði