Góð silungsveiði á Jöklusvæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2017 10:35 Fallegar sjóbleikjur úr Fögruhlíðará Mynd: Árni Kristinn Skúlasom Fínir urriðar hafa verið að veiðast efst í BreiðdalsáMynd: Strengir FB Veiðisvæðið sem er yfirleitt kennt við Jöklu fer yfirleitt að gefa fyrstu laxana sína um byrjun júlí en þangað til er engu að síður fín veiði á svæðinu. Veiðin afmarkast þó við ósinn í Fögluhlíðará en um þann ós gengur oft mikiðaf sjóbleikju og hún er mjög væn og falleg. Fyrir stuttu var Árni Kristinn Skúlason leiðsögumaður með veiðimenn í ósnum og lönduðu þeir 24 fiskum, 22 bleikjum, tveimur sjóbirtingum og þar að auki misstu þeir einn lax en það er óvenjusnemmt að verða varir við laxa fyrstu vikuna í júní. Allt veiddist þetta á Heimasætuna en hún er mjög skæð í sjóbleikjuna eins og aðrar flugur með bleikum litum án þess að sérstaklega sé kannast við ástæðuna fyrir því af hverju. Af öðrum svæðum hjá Strengjum er fínasta silungsveiði í Breiðdalsá en veiðin þar skiptist í urriða sem veiðist í efri hluta Breiðdalsár og síðan sjóbleikju sem veiðist í ósnum. Í heildina er búið að veiða um 150 silunga. Sjóbleikjuveiðin eykst jafnt og þétt yfir sumarið og það er um að gera fyrir þá sem eiga leið um austurland að stoppa í einn dag þarna í bleikjuna, alveg þess virði. Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði
Fínir urriðar hafa verið að veiðast efst í BreiðdalsáMynd: Strengir FB Veiðisvæðið sem er yfirleitt kennt við Jöklu fer yfirleitt að gefa fyrstu laxana sína um byrjun júlí en þangað til er engu að síður fín veiði á svæðinu. Veiðin afmarkast þó við ósinn í Fögluhlíðará en um þann ós gengur oft mikiðaf sjóbleikju og hún er mjög væn og falleg. Fyrir stuttu var Árni Kristinn Skúlason leiðsögumaður með veiðimenn í ósnum og lönduðu þeir 24 fiskum, 22 bleikjum, tveimur sjóbirtingum og þar að auki misstu þeir einn lax en það er óvenjusnemmt að verða varir við laxa fyrstu vikuna í júní. Allt veiddist þetta á Heimasætuna en hún er mjög skæð í sjóbleikjuna eins og aðrar flugur með bleikum litum án þess að sérstaklega sé kannast við ástæðuna fyrir því af hverju. Af öðrum svæðum hjá Strengjum er fínasta silungsveiði í Breiðdalsá en veiðin þar skiptist í urriða sem veiðist í efri hluta Breiðdalsár og síðan sjóbleikju sem veiðist í ósnum. Í heildina er búið að veiða um 150 silunga. Sjóbleikjuveiðin eykst jafnt og þétt yfir sumarið og það er um að gera fyrir þá sem eiga leið um austurland að stoppa í einn dag þarna í bleikjuna, alveg þess virði.
Mest lesið Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði