Manndráp í Mosfellsdal: Endurlífgun reynd á vettvangi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2017 10:41 Frá vettvangi í gærkvöldi. vísir/eyþór Endurlífgun var reynd á vettvangi í Mosfellsdal í gærkvöldi á manni á fertugsaldri sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás við Æsustaði um kvöldmatarleytið. Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi. Sex manns voru handteknir í um klukkan 19 í gærkvöldi, fimm karlar og ein kona. Á meðal hinna handteknu eru Jón Trausti Lúthersson, stofnandi mótorhjólaklúbbsins Fáfnis, og bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem í febrúar hlutu dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í ágúst síðastliðnum.Ákvörðun tekin um gæsluvarðhald síðar í dag Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að allir hinna handteknu hafi verið yfirheyrðir í gær og stóðu yfirheyrslur langt fram eftir nóttu. „Það eru allir enn í haldi sem voru handteknir og ákvörðun verður tekin síðar í dag um hvort krafist verði gæsluvarðhalds og þá yfir hverjum,“ segir Friðrik Smári. Aðspurður hversu mörg vitni voru að árásinni segist Friðrik Smári ekki hafa tölu á því en nokkur vitni voru yfirheyrð í gær vegna málsins. Friðrik Smári kveðst ekki vita hvort vitnum hafi verið boðin áfallahjálp.Pallbíl ekið yfir fætur mannsins Friðrik Smári segir að það hafi fleiri en einn hringt á Neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs vegna málsins. Þá vill Friðrik Smári ekki svara því hvort málið tengist handrukkun en segir rannsókn málsins meðal annars miða að því að upplýsa hvað var að baki árásinni og hvernig atburðarásin var. Vísir greindi frá því í morgun að allt bendi til þess að líkamsárásin hafi verið handrukkun. Samkvæmt heimildum mætti hópur fólks að heimili hins látna á sjöunda tímanum og barði að dyrum. Kona mannsins fór til dyra en þá var óskað eftir því að ná tali af manninum hennar. Í framhaldinu á fólkið að hafa ráðist á manninn með járnkylfum, tekið hann hálstaki, hendur settar fyrir aftan bak og höggin látin dynja á manninum. Þá lýsa vitni því að amerískum pallbíl, sem lögregla fjarlægði af vettvangi síðar um kvöldið, hafi verið ekið yfir fætur mannsins. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Manndráp í Mosfellsdal: Tveir bílar haldlagðir sem tengjast þeim handteknu Lögreglan hefur nú þegar yfirheyrt vitni vegna málsins. 8. júní 2017 00:37 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Endurlífgun var reynd á vettvangi í Mosfellsdal í gærkvöldi á manni á fertugsaldri sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás við Æsustaði um kvöldmatarleytið. Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi. Sex manns voru handteknir í um klukkan 19 í gærkvöldi, fimm karlar og ein kona. Á meðal hinna handteknu eru Jón Trausti Lúthersson, stofnandi mótorhjólaklúbbsins Fáfnis, og bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem í febrúar hlutu dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í ágúst síðastliðnum.Ákvörðun tekin um gæsluvarðhald síðar í dag Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að allir hinna handteknu hafi verið yfirheyrðir í gær og stóðu yfirheyrslur langt fram eftir nóttu. „Það eru allir enn í haldi sem voru handteknir og ákvörðun verður tekin síðar í dag um hvort krafist verði gæsluvarðhalds og þá yfir hverjum,“ segir Friðrik Smári. Aðspurður hversu mörg vitni voru að árásinni segist Friðrik Smári ekki hafa tölu á því en nokkur vitni voru yfirheyrð í gær vegna málsins. Friðrik Smári kveðst ekki vita hvort vitnum hafi verið boðin áfallahjálp.Pallbíl ekið yfir fætur mannsins Friðrik Smári segir að það hafi fleiri en einn hringt á Neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs vegna málsins. Þá vill Friðrik Smári ekki svara því hvort málið tengist handrukkun en segir rannsókn málsins meðal annars miða að því að upplýsa hvað var að baki árásinni og hvernig atburðarásin var. Vísir greindi frá því í morgun að allt bendi til þess að líkamsárásin hafi verið handrukkun. Samkvæmt heimildum mætti hópur fólks að heimili hins látna á sjöunda tímanum og barði að dyrum. Kona mannsins fór til dyra en þá var óskað eftir því að ná tali af manninum hennar. Í framhaldinu á fólkið að hafa ráðist á manninn með járnkylfum, tekið hann hálstaki, hendur settar fyrir aftan bak og höggin látin dynja á manninum. Þá lýsa vitni því að amerískum pallbíl, sem lögregla fjarlægði af vettvangi síðar um kvöldið, hafi verið ekið yfir fætur mannsins.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Manndráp í Mosfellsdal: Tveir bílar haldlagðir sem tengjast þeim handteknu Lögreglan hefur nú þegar yfirheyrt vitni vegna málsins. 8. júní 2017 00:37 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54
Manndráp í Mosfellsdal: Tveir bílar haldlagðir sem tengjast þeim handteknu Lögreglan hefur nú þegar yfirheyrt vitni vegna málsins. 8. júní 2017 00:37
Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11