Valdís Þóra um veðurspána fyrir styrktarmótið sitt: Flórída blíða á Flórída Skaganum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 14:30 Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones Valdís Þóra Jónsdóttir heldur styrktarmót fyrir stig á Garðavelli á laugardaginn kemur en Valdís Þóra er að safna sér inn pening svo hún geti haldið áfram að taka þátt í Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra var á dögunum hársbreidd frá því að komast inn á Opna bandaríska meistaramótið eftir úrtökumót á Englandi. Íslenskur kylfingur hefur aldrei komist inn á risamót í kvenna- eða karlaflokki. Það er ekki öll von úti hjá Valdísi Þóru en hún er fyrsti varamaður til þess að komast inn á mótið sem fram fer í júlí. Mótið fer fram á Bedminster í New Jersey, dagana 13.-16. júlí. Í fyrra komst fyrsti varamaðurinn inn þannig að líkurnar eru ágætar að Valdís Þóra komist inn á risamótið. Valdís Þóra hefur verið að keppa hingað og þangað um heiminn á Evrópumótaröðinni og meðal annars í Ástralíu, Frakklandi og Marokkó. Það kostar sitt og því var ákveðið að halda styrktarmót fyrir hana. Fjölmargir hafa þegar skráð sig á styrktarmótið en Valdís Þóra auglýsir eftir fleirum á fésbókinni enda eru ennþá lausir rástímar. Golfsamband Íslands mun sjá um skráninguna inn á golf.is. Púttmót verður haldið frá 12-16 við golfskálann samhliða styrktarmótinu og þar geta allir tekið þátt, og kostar aðeins 500 krónur að taka þátt í því. Keppnisfyrirkomulagið er betri boltinn með forgjöf. Tveir leikmenn leika saman í betri bolta. Báðir leika sínum bolta á hverri holu eins og um hefðbundinn höggleik eða punktakeppni sé að ræða. Hins vegar er aðeins betra skorið á hverri holu skráð á skorkortið. Valdís Þóra mun bjóða upp á glæsilega vinninga á mótinu og þar á meðal er ferðavinningur til Spánar í glæsilega golfferð. „Veðurspáin framundan er sannkölluð Flórída blíða á Flórída Skaganum sól og blíða, 1-3 m/s og gerist varla betra golf veður!,“ segir Valdís Þóra á fésbókarsíðu sinni. Hér fyrir neðan má sjá upptalningu hennar á öllum vinningnum í mótinu en þetta er langur listi. Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir heldur styrktarmót fyrir stig á Garðavelli á laugardaginn kemur en Valdís Þóra er að safna sér inn pening svo hún geti haldið áfram að taka þátt í Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra var á dögunum hársbreidd frá því að komast inn á Opna bandaríska meistaramótið eftir úrtökumót á Englandi. Íslenskur kylfingur hefur aldrei komist inn á risamót í kvenna- eða karlaflokki. Það er ekki öll von úti hjá Valdísi Þóru en hún er fyrsti varamaður til þess að komast inn á mótið sem fram fer í júlí. Mótið fer fram á Bedminster í New Jersey, dagana 13.-16. júlí. Í fyrra komst fyrsti varamaðurinn inn þannig að líkurnar eru ágætar að Valdís Þóra komist inn á risamótið. Valdís Þóra hefur verið að keppa hingað og þangað um heiminn á Evrópumótaröðinni og meðal annars í Ástralíu, Frakklandi og Marokkó. Það kostar sitt og því var ákveðið að halda styrktarmót fyrir hana. Fjölmargir hafa þegar skráð sig á styrktarmótið en Valdís Þóra auglýsir eftir fleirum á fésbókinni enda eru ennþá lausir rástímar. Golfsamband Íslands mun sjá um skráninguna inn á golf.is. Púttmót verður haldið frá 12-16 við golfskálann samhliða styrktarmótinu og þar geta allir tekið þátt, og kostar aðeins 500 krónur að taka þátt í því. Keppnisfyrirkomulagið er betri boltinn með forgjöf. Tveir leikmenn leika saman í betri bolta. Báðir leika sínum bolta á hverri holu eins og um hefðbundinn höggleik eða punktakeppni sé að ræða. Hins vegar er aðeins betra skorið á hverri holu skráð á skorkortið. Valdís Þóra mun bjóða upp á glæsilega vinninga á mótinu og þar á meðal er ferðavinningur til Spánar í glæsilega golfferð. „Veðurspáin framundan er sannkölluð Flórída blíða á Flórída Skaganum sól og blíða, 1-3 m/s og gerist varla betra golf veður!,“ segir Valdís Þóra á fésbókarsíðu sinni. Hér fyrir neðan má sjá upptalningu hennar á öllum vinningnum í mótinu en þetta er langur listi.
Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira