Markalaust í Dublin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2017 20:30 Katrín Ásbjörnsdóttir, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, var í byrjunarliðinu í Dublin. mynd/hafliði breiðfjörð Ísland og Írland gerðu markalaust jafntefli í vináttulandsleik á Tallagt vellinum í Dublin í kvöld. Þetta var næstsíðasti leikur íslenska liðsins fyrir EM í Hollandi í næsta mánuði. Kveðjuleikurinn fyrir EM er gegn Brasilíu á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn kemur. Leikurinn í kvöld einkenndist af mikilli baráttu. Þá gerðu aðstæður liðunum erfitt fyrir en það hellirigndi fyrir leik og í seinni hálfleik. Írska liðið lá aftarlega í leiknum og það íslenska stjórnaði ferðinni og fékk bestu færin. Hallbera Guðný Gísladóttir skaut yfir úr úrvalsfæri eftir rúman hálftíma sem og Katrín Ásbjörnsdóttir um miðjan seinni hálfleik. Í uppbótartíma var Berglind Björg Þorvaldsdóttir svo hársbreidd frá því að skora sigurmark Íslands. Hún átti þá skalla í gegnum klofið á Marie Hourihan í marki Íra sem náði að bjarga sér á endanum. Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í vörn Íslands, í sínum fyrsta landsleik, og stóð sig vel. Agla María Albertsdóttir lék sömuleiðis sinn fyrsta leik í byrjunarliði Íslands. Þá lék Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir rúman klukkutíma í nýrri stöðu, sem vængbakvörður.Byrjunarlið Íslands var þannig skipað:Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir (46. Sandra Sigurðardóttir)Varnarmenn: Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir (46. Málfríður Erna Sigurðardóttir) og Ingibjörg SigurðardóttirVængbakverðir: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Hallbera Guðný GísladóttirMiðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði, og Sigríður Lára Garðarsdóttir (66. Rakel Hönnudóttir)Framherjar: Fanndís Friðriksdóttir (68. Svava Rós Guðmundsdóttir), Katrín Ásbjörnsdóttir (80. Berglind Björg Þorvaldsdóttir) og Agla María Albertsdóttir
Ísland og Írland gerðu markalaust jafntefli í vináttulandsleik á Tallagt vellinum í Dublin í kvöld. Þetta var næstsíðasti leikur íslenska liðsins fyrir EM í Hollandi í næsta mánuði. Kveðjuleikurinn fyrir EM er gegn Brasilíu á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn kemur. Leikurinn í kvöld einkenndist af mikilli baráttu. Þá gerðu aðstæður liðunum erfitt fyrir en það hellirigndi fyrir leik og í seinni hálfleik. Írska liðið lá aftarlega í leiknum og það íslenska stjórnaði ferðinni og fékk bestu færin. Hallbera Guðný Gísladóttir skaut yfir úr úrvalsfæri eftir rúman hálftíma sem og Katrín Ásbjörnsdóttir um miðjan seinni hálfleik. Í uppbótartíma var Berglind Björg Þorvaldsdóttir svo hársbreidd frá því að skora sigurmark Íslands. Hún átti þá skalla í gegnum klofið á Marie Hourihan í marki Íra sem náði að bjarga sér á endanum. Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í vörn Íslands, í sínum fyrsta landsleik, og stóð sig vel. Agla María Albertsdóttir lék sömuleiðis sinn fyrsta leik í byrjunarliði Íslands. Þá lék Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir rúman klukkutíma í nýrri stöðu, sem vængbakvörður.Byrjunarlið Íslands var þannig skipað:Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir (46. Sandra Sigurðardóttir)Varnarmenn: Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir (46. Málfríður Erna Sigurðardóttir) og Ingibjörg SigurðardóttirVængbakverðir: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Hallbera Guðný GísladóttirMiðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði, og Sigríður Lára Garðarsdóttir (66. Rakel Hönnudóttir)Framherjar: Fanndís Friðriksdóttir (68. Svava Rós Guðmundsdóttir), Katrín Ásbjörnsdóttir (80. Berglind Björg Þorvaldsdóttir) og Agla María Albertsdóttir
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Sjá meira