Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á einu höggi yfir pari eftir fyrsta keppnisdaginn á Manulife LPGA Classic í Ontaríó í Kanada. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi.
Ólafía byrjaði illa og eftir fyrstu tvær holurnar var hún á þremur höggum yfir pari.
Ólafía lét þessa slæmu byrjun ekki á sig fá og tapaði aðeins tveimur höggum það sem eftir var á hringnum.
Ólafía var áfram á þremur höggum yfir pari eftir skolla á 13. holu en kláraði hringinn með stæl og fékk tvo fugla á síðustu fimm holunum.
Ólafía er í 82.-96. sæti á mótinu. Keppni heldur áfram á morgun.
Ólafía Þórunn lét erfiða byrjun ekki á sig fá
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
