Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP skyndilega kominn í valdastöðu Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2017 11:32 Nigel Dodds, varaformaður DUP, Arlene Foster, formaður DUP, og Peter Robinson, fyrrverandi formaður DUP. Vísir/AFP Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), flokkur norður-írskra sambandssinna, virðist skyndilega vera kominn í valdastöðu á breska þinginu eftir að tilkynnt var að Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. DUP (Democratic Unionist Party) var stofnaður árið 1971 og gegndi presturinn Ian Paisley formennsku í flokknum allt til ársins 2008. Paisley var lengi vel holdgervingur sambandssinna á Norður-Írlandi Í frétt BBC um flokkinn kemur fram að þegar friðarferlið á Norður-Írlandi stóð yfir hafi flokkurinn dregið sig úr viðræðunum til að mótmæla aðkomu Sinn Féin og lýðveldissinna að ferlinu. Með árunum linaðist flokkurinn þó í afstöðu sinni og varð að valdaflokki á Norður-Írlandi.Flissbræðurnir Paisley varð fyrsti ráðherra heimastjórnar Norður Írlands árið 2007 þar sem Martin McGuinness frá Sinn Féin varð annar valdamesti maður heimastjórnarinnar. McGuinness hafði áður gegnt leiðtogahlutverki hjá Írska lýðveldishernum IRA og vakti það athygli hvað þeim Paisley og McGuinness kom vel saman. Voru þeir oft uppnefndir „flissbræðurnir“ (e. chuckle brothers). Peter Robinson tók við formennsku af Paisley árið 2008 og á næstu árum var eftir því tekið að samstarf mótmælendanna í DUP og kaþólikkanna í Sinn Féin gekk sífellt verr. Robinson missti þingsæti sitt á breska þinginu í kosningunum 2015 og tók Arlene Foster þá við formennsku í flokknum. Hún varð fyrsti ráðherra norður-írsku heimastjórnarinnar á síðasta ári. Samstarf DUP og Sinn Féin rann svo út í sandinn eftir afsögn McGuinness í janúar og er enn unnið að myndun nýrrar stjórnar.Stefnumálin BBC segir frá því að DUP sé sá flokkur sem hefur lýst yfir mestum efasemdum með Evrópusamvinnuna, á eftir UKIP. Hann leggst gegn hjónaböndum samkynhneigðra og frjálsum fóstureyðingum. Frambjóðendur DUP voru duglegir að gagnrýna Jeremy Corbyn, formann Verkamannaflokksins, í kosningabaráttunni en töluðu þeim mun betur um Theresu May, forsætisráðherra og formann Íhaldsflokksins.
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), flokkur norður-írskra sambandssinna, virðist skyndilega vera kominn í valdastöðu á breska þinginu eftir að tilkynnt var að Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. DUP (Democratic Unionist Party) var stofnaður árið 1971 og gegndi presturinn Ian Paisley formennsku í flokknum allt til ársins 2008. Paisley var lengi vel holdgervingur sambandssinna á Norður-Írlandi Í frétt BBC um flokkinn kemur fram að þegar friðarferlið á Norður-Írlandi stóð yfir hafi flokkurinn dregið sig úr viðræðunum til að mótmæla aðkomu Sinn Féin og lýðveldissinna að ferlinu. Með árunum linaðist flokkurinn þó í afstöðu sinni og varð að valdaflokki á Norður-Írlandi.Flissbræðurnir Paisley varð fyrsti ráðherra heimastjórnar Norður Írlands árið 2007 þar sem Martin McGuinness frá Sinn Féin varð annar valdamesti maður heimastjórnarinnar. McGuinness hafði áður gegnt leiðtogahlutverki hjá Írska lýðveldishernum IRA og vakti það athygli hvað þeim Paisley og McGuinness kom vel saman. Voru þeir oft uppnefndir „flissbræðurnir“ (e. chuckle brothers). Peter Robinson tók við formennsku af Paisley árið 2008 og á næstu árum var eftir því tekið að samstarf mótmælendanna í DUP og kaþólikkanna í Sinn Féin gekk sífellt verr. Robinson missti þingsæti sitt á breska þinginu í kosningunum 2015 og tók Arlene Foster þá við formennsku í flokknum. Hún varð fyrsti ráðherra norður-írsku heimastjórnarinnar á síðasta ári. Samstarf DUP og Sinn Féin rann svo út í sandinn eftir afsögn McGuinness í janúar og er enn unnið að myndun nýrrar stjórnar.Stefnumálin BBC segir frá því að DUP sé sá flokkur sem hefur lýst yfir mestum efasemdum með Evrópusamvinnuna, á eftir UKIP. Hann leggst gegn hjónaböndum samkynhneigðra og frjálsum fóstureyðingum. Frambjóðendur DUP voru duglegir að gagnrýna Jeremy Corbyn, formann Verkamannaflokksins, í kosningabaráttunni en töluðu þeim mun betur um Theresu May, forsætisráðherra og formann Íhaldsflokksins.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir „Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. 9. júní 2017 07:39 May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
„Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. 9. júní 2017 07:39
May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54