Í eldhúsi Evu: Brúskettur með ricottaosti og kirsuberjatómötum Eva Laufey skrifar 9. júní 2017 21:00 Þessar brúskettur eru fullkomið sumarsnarl Vísir/Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að brúskettum sem eru fullkomið sumarsnarl. Brúskettur með ricottaosti og kirsuberjatómötum 1 fínt snittubrauð 1 msk ólífuolía 200 g ricotta ostur 20 kirsuberjatómatar 2 msk smátt söxuð basilíka ½ hvítlauksrif 1 msk ólífuolía ¼ tsk balsamikedik sítrónubörkur salt og pipar Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skerið niður snittubrauð í fínar sneiðar og leggið á pappírsklædda ofnplötu, sáldrið ólífuolíu yfir og bakið í nokkrar mínútur eða þar til brauðið er orðið gullinbrúnt. Skerið niður kirsuberjatómata, pressið hvítlauk og saxið niður basilíku, blandið öllu saman í skál og bætið ólífuolíu og balsamikedik saman við. Kryddið til með salti og pipar. Smyrjið hverja brauðsneið með nóg af ricotta osti, setjið væna skeið af tómatamaukinu ofan á og rífið niður sítrónubörk rétt í lokin ásamt nýrifnum parmesan auðvitað. Eva Laufey Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að brúskettum sem eru fullkomið sumarsnarl. Brúskettur með ricottaosti og kirsuberjatómötum 1 fínt snittubrauð 1 msk ólífuolía 200 g ricotta ostur 20 kirsuberjatómatar 2 msk smátt söxuð basilíka ½ hvítlauksrif 1 msk ólífuolía ¼ tsk balsamikedik sítrónubörkur salt og pipar Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skerið niður snittubrauð í fínar sneiðar og leggið á pappírsklædda ofnplötu, sáldrið ólífuolíu yfir og bakið í nokkrar mínútur eða þar til brauðið er orðið gullinbrúnt. Skerið niður kirsuberjatómata, pressið hvítlauk og saxið niður basilíku, blandið öllu saman í skál og bætið ólífuolíu og balsamikedik saman við. Kryddið til með salti og pipar. Smyrjið hverja brauðsneið með nóg af ricotta osti, setjið væna skeið af tómatamaukinu ofan á og rífið niður sítrónubörk rétt í lokin ásamt nýrifnum parmesan auðvitað.
Eva Laufey Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira