Hallur krefst rökstuðnings vegna ráðningar Dísar Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2017 10:10 Hallur, Ilmur og Dís. Á velferðarsviði eru skilgreindir 15 stjórnendur: 14 konur og 1 karlmaður. Hallur Magnússon, sjálfstætt starfandi ráðgjafi í Noregi, telur líklegt að jafnréttislög hafi verið brotin við ráðningu skrifstofustjóra á velferðarsvið. Hann hefur nú sent bréf á alla borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar auk velferðarsviðs og velferðarráðs þar sem hann fer fram á rökstuðning: Hvers vegna Dís Sigurgeirsdóttir var ráðin en ekki hann? Hallur vísar til jafnréttislaga og tekur fram í bréfi sínu að hann muni leita réttar síns ef svo ber undir. Hallur bendir á að á velferðarsviði eru skilgreindir 15 stjórnendur: 14 konur og 1 karlmaður. Í ljósi jafnréttislaga, sem ganga út á að jafna hlutföll milli kynja, blasir við að ef um er að ræða jafnhæfa umsækjendur þá ber að ráða þann þess kyns sem á hallar. Það er ef jafnréttislög ganga út á jafnréttindi?Regína Ásvaldsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs.Formaður Velferðarráðs er Ilmur Kristjánsdóttir en sviðsstjóri velferðarsviðs er Regína Ásvaldsdóttir. Hallur gerir ráð fyrir því að það hafi verið hún sem gekk frá ráðningunni. „Þetta fór í gegnum Hagvang, þau tóku viðtal við mig í gegnum Skype,“ segir Hallur í samtali við Vísi. Samkvæmt þeim var það Regína sviðsstjóri sem tók ákvörðun um hver var valinn.“ Hallur bíður nú eftir rökstuðningi en Regína hefur staðfest móttöku erindis hans.Bréf HallsÉg vil byrja á því að óska Velferðarráði og Velferðarsviði til hamingju með nýjan afar hæfan skrifstofustjóra. Dís Sigurgeirsdóttir er afar hæf og með menntun og reynslu sem mun koma að góðum notum á Velferðarsviði. Skil vel af hverju Velferðarráð og Velferðarsvið kaus að velja þennan jafningja minn í starfið.Ég hef barist fyrir jafnrétti í næstum fjóra áratugi. Fyrir jafnrétti kynjanna og jafnrétti þeirra hópa sem hafa átt undir högg að sækja gagnvart öðrum. Hef sem stjórnandi hjá hinu opinbera lagt jafnréttislög sem grunn að mínu starfi sem stjórnandi í atvinnulífinu lagt til grundvallar þá hugsun sem er grunnur jafnréttislaganna og jafnréttishugsjónarinnar.Get ekki látið þessa ráðningu afar hæfrar konu ganga í gegn án þess að fá fram sjónarhorn og rök Velferðarráðs og yfirmanns Velferðarsviðs á ráðningunni.Á Velferðarsviði eru skilgreindir 15 stjórnendur 14 konur og 1 karlmaður. Því er augljóst að við ráðningu skrifstofustjóra á Velferðarsviði er ástæða til þess að hafa til hliðsjónar ákvæði jafnréttislaga. Það var greinilega ekki gert.Í ljósi þessa þá þarf Velferðarráð og yfirmaður Velferðarsviðs að sýna fram á að sú kona sem ráðin var sé HÆFARI en þeir karlmenn sem sóttu um.Því óska ég eftir rökstuðningi Velferðarráðs og yfirmanns Velferðarsviðs fyrir því að hin afar hæfa Dís Sigurgeirsdóttir sé HÆFARI en ég til að gegna starfinu með hliðsjón af ákvæðum jafnréttislaga um jafnrétti kynjanna.Áskil mér rétt til að leita réttar míns þegar svar hefur borist.Hallur Magnússon Ráðningar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Hallur Magnússon, sjálfstætt starfandi ráðgjafi í Noregi, telur líklegt að jafnréttislög hafi verið brotin við ráðningu skrifstofustjóra á velferðarsvið. Hann hefur nú sent bréf á alla borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar auk velferðarsviðs og velferðarráðs þar sem hann fer fram á rökstuðning: Hvers vegna Dís Sigurgeirsdóttir var ráðin en ekki hann? Hallur vísar til jafnréttislaga og tekur fram í bréfi sínu að hann muni leita réttar síns ef svo ber undir. Hallur bendir á að á velferðarsviði eru skilgreindir 15 stjórnendur: 14 konur og 1 karlmaður. Í ljósi jafnréttislaga, sem ganga út á að jafna hlutföll milli kynja, blasir við að ef um er að ræða jafnhæfa umsækjendur þá ber að ráða þann þess kyns sem á hallar. Það er ef jafnréttislög ganga út á jafnréttindi?Regína Ásvaldsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs.Formaður Velferðarráðs er Ilmur Kristjánsdóttir en sviðsstjóri velferðarsviðs er Regína Ásvaldsdóttir. Hallur gerir ráð fyrir því að það hafi verið hún sem gekk frá ráðningunni. „Þetta fór í gegnum Hagvang, þau tóku viðtal við mig í gegnum Skype,“ segir Hallur í samtali við Vísi. Samkvæmt þeim var það Regína sviðsstjóri sem tók ákvörðun um hver var valinn.“ Hallur bíður nú eftir rökstuðningi en Regína hefur staðfest móttöku erindis hans.Bréf HallsÉg vil byrja á því að óska Velferðarráði og Velferðarsviði til hamingju með nýjan afar hæfan skrifstofustjóra. Dís Sigurgeirsdóttir er afar hæf og með menntun og reynslu sem mun koma að góðum notum á Velferðarsviði. Skil vel af hverju Velferðarráð og Velferðarsvið kaus að velja þennan jafningja minn í starfið.Ég hef barist fyrir jafnrétti í næstum fjóra áratugi. Fyrir jafnrétti kynjanna og jafnrétti þeirra hópa sem hafa átt undir högg að sækja gagnvart öðrum. Hef sem stjórnandi hjá hinu opinbera lagt jafnréttislög sem grunn að mínu starfi sem stjórnandi í atvinnulífinu lagt til grundvallar þá hugsun sem er grunnur jafnréttislaganna og jafnréttishugsjónarinnar.Get ekki látið þessa ráðningu afar hæfrar konu ganga í gegn án þess að fá fram sjónarhorn og rök Velferðarráðs og yfirmanns Velferðarsviðs á ráðningunni.Á Velferðarsviði eru skilgreindir 15 stjórnendur 14 konur og 1 karlmaður. Því er augljóst að við ráðningu skrifstofustjóra á Velferðarsviði er ástæða til þess að hafa til hliðsjónar ákvæði jafnréttislaga. Það var greinilega ekki gert.Í ljósi þessa þá þarf Velferðarráð og yfirmaður Velferðarsviðs að sýna fram á að sú kona sem ráðin var sé HÆFARI en þeir karlmenn sem sóttu um.Því óska ég eftir rökstuðningi Velferðarráðs og yfirmanns Velferðarsviðs fyrir því að hin afar hæfa Dís Sigurgeirsdóttir sé HÆFARI en ég til að gegna starfinu með hliðsjón af ákvæðum jafnréttislaga um jafnrétti kynjanna.Áskil mér rétt til að leita réttar míns þegar svar hefur borist.Hallur Magnússon
Ráðningar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira