Grunaður um tilraun til manndráps eftir deilur um bíl Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. maí 2017 14:34 Maðurinn neitar sök og segir hinn manninn hafa beitt hnífnum. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til manndráps. Manninum er gefið að sök að hafa stungið annan mann í höfuðið með hníf 5. mars síðastliðinn. Áverkarnir voru það alvarlegir að þeir hefðu getað leitt manninn til dauða, að sögn læknis.Réðst á manninn vegna deilna um bíl Forsaga málsins er sú að ákærði hafði fengið lánaðan bíl hjá vinkonu sinni, en neitaði að skila bílnum aftur. Þau mældu sér mót um miðnætti þann 5. mars en konan þorði ekki að hitta manninn ein og fékk því vin sinn til að fara með sér. Þegar ákærði var krafinn um lyklana að bílnum kom til átaka á milli mannanna tveggja, með fyrrnefndum afleiðingum. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Hæstaréttar segir að blóð hafi tekið að spýtast úr höfði mannsins sem hafi þá komið sér í burtu og fengið vinkonu sína til þess að fara með sig á slysadeild. Maðurinn sem fyrir árásinni varð hlaut skurð á höfði og slagæðarblæðingu úr höfuðleðri. Þá náði áverkinn í gegnum fulla þykkt höfuðkúpunnar auk þess sem það flísaðist upp úr höfuðkúpunni, að því er segir í úrskurðinum. Í læknisvottorði segir að ef vopnið hefði gengið inn í heilavefinn hefði ekki verið að sökum að spyrja og áverkinn getað leitt til mikils og varanlegs tjóns – jafnvel dauða.Kastaði hnífnum í burtu Ákærði neitar sök í málinu. Hann viðurkennir að til átaka hafi komið á milli þeirra tveggja, en að hinn maðurinn hefði verið með hnífinn. Hann hefði náð hnífnum af manninum en kastað honum í burtu. Sagðist hann ekki geta útskýrt hvernig hinn maðurinn hlaut áverkana. Héraðssaksóknari telur sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn sé sekur og telur að almannahagsmunir krefjist þess að hann fari ekki frjáls ferða sinna á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum. Maðurinn var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. júní næstkomandi, en hann hefur sætt haldi frá handtöku þann 5. mars. Tengdar fréttir Sýknaður eftir sex mánuði á bak við lás og slá Karlmaður á þrítugsaldri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru fyrir tilraun til manndráps vegna hnífstunguárásar í Seljahverfi. 22. maí 2017 18:06 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til manndráps. Manninum er gefið að sök að hafa stungið annan mann í höfuðið með hníf 5. mars síðastliðinn. Áverkarnir voru það alvarlegir að þeir hefðu getað leitt manninn til dauða, að sögn læknis.Réðst á manninn vegna deilna um bíl Forsaga málsins er sú að ákærði hafði fengið lánaðan bíl hjá vinkonu sinni, en neitaði að skila bílnum aftur. Þau mældu sér mót um miðnætti þann 5. mars en konan þorði ekki að hitta manninn ein og fékk því vin sinn til að fara með sér. Þegar ákærði var krafinn um lyklana að bílnum kom til átaka á milli mannanna tveggja, með fyrrnefndum afleiðingum. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Hæstaréttar segir að blóð hafi tekið að spýtast úr höfði mannsins sem hafi þá komið sér í burtu og fengið vinkonu sína til þess að fara með sig á slysadeild. Maðurinn sem fyrir árásinni varð hlaut skurð á höfði og slagæðarblæðingu úr höfuðleðri. Þá náði áverkinn í gegnum fulla þykkt höfuðkúpunnar auk þess sem það flísaðist upp úr höfuðkúpunni, að því er segir í úrskurðinum. Í læknisvottorði segir að ef vopnið hefði gengið inn í heilavefinn hefði ekki verið að sökum að spyrja og áverkinn getað leitt til mikils og varanlegs tjóns – jafnvel dauða.Kastaði hnífnum í burtu Ákærði neitar sök í málinu. Hann viðurkennir að til átaka hafi komið á milli þeirra tveggja, en að hinn maðurinn hefði verið með hnífinn. Hann hefði náð hnífnum af manninum en kastað honum í burtu. Sagðist hann ekki geta útskýrt hvernig hinn maðurinn hlaut áverkana. Héraðssaksóknari telur sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn sé sekur og telur að almannahagsmunir krefjist þess að hann fari ekki frjáls ferða sinna á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum. Maðurinn var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. júní næstkomandi, en hann hefur sætt haldi frá handtöku þann 5. mars.
Tengdar fréttir Sýknaður eftir sex mánuði á bak við lás og slá Karlmaður á þrítugsaldri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru fyrir tilraun til manndráps vegna hnífstunguárásar í Seljahverfi. 22. maí 2017 18:06 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Sýknaður eftir sex mánuði á bak við lás og slá Karlmaður á þrítugsaldri var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru fyrir tilraun til manndráps vegna hnífstunguárásar í Seljahverfi. 22. maí 2017 18:06