„Það nötraði bókstaflega allt“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. maí 2017 10:37 Una Sighvatsdóttir í Herat, en þessi mynd var tekin af henni í gær. mynd/una „Það kom ofboðsleg höggbylgja. Ég hef aldrei fundið svona áður og það nötraði bókstaflega allt hérna,“ segir Una Sighvatsdóttir, upplýsingafulltrúi Nato í Afganistan og friðargæsluliði, um sprenginguna sem varð í Kabúl í morgun. Að minnsta kosti 80 eru látnir og 350 særðir eftir sprenginguna, sem var gríðarlega öflug. Um var að ræða bílasprengju sem sprakk á Zanbaq-torgi í miðbænum, nærri sendiráðum erlendra ríkja og forsetahöllinni. Flestir hinna látnu eru óbreyttir borgarar.Hélt þetta væri jarðskjálfti Una segir sprengjuna hafa sprungið í miðri morgunösinni. „Ég var búin að liggja andvaka í nótt. Ég lá og hlustaði á bænaköllin sem eru mjög hávær núna því það er ramadan. En síðan verður þessi sprenging í miðri morgunösinni, en vegna þess að ég var veik lá ég enn í rúminu,“ segir hún. „Ég hélt þetta væri jarðskjálfti því það komu nokkrir jarðskjálftar um daginn og hvellurinn sjálfur heyrðist ekki fyrr en eftir ár. En þá áttaði maður sig á því hvað þetta var og ég verð að viðurkenna að mér brá mjög.“Frá vettvangi árásarinnar.vísir/afpÁrásir eru tíðar þar í landi en síðasta sprenging sem Una varð vör við var í byrjun síðasta mánaðar. „Þá var ekið á bílalest. Það var mjög nálægt okkur og heyrðist rosalega vel en þá fann ég ekki þessa ofboðslegu höggbylgju eins og var núna. Þetta var svo stór sprenging. En mér skilst að fólk um alla borg hafi fundið höggbylgjuna og það skildi víst eftir sig stóran sprengjugíg úti á götu,“ útskýrir Una.Allir fluttir í höfuðstöðvar Nato Árásin átti sér stað skammt frá þýska sendiráðinu þar í borg og hefur Una fengið upplýsingar um að mikið tjón sé á sendiráðinu. „Sprengingin varð rétt fyrir utan þetta svokallaða græna svæði en þeim tókst ekki að komast inn á það. Það er sagt að afganskar öryggissveitir hafi komið í veg fyrir það, en þýska sendiráðið var það sem stóð næst og varð fyrir miklu tjóni. Það er komið gat á öryggisvegginn umhverfis sendiráðið og mér skilst að það sé búið að rýma sendiráðið og allir starfsmenn þess fluttir hingað í höfuðstöðvar Nato.“ Þá segir hún að almennt ríki mikil sorg í Afganistan, en að hún finni á sama tíma fyrir mikilli samstöðu landsmanna. Til að mynda sé hún meðlimur í Facebook-hóp þar sem fólk tilkynnir ef eitthvað óeðlilegt á sér stað, eða ef öryggisgæsla er óvenju mikil. Hún segist aðspurð ekki vita til þess að neinn hafi lýst ódæðinu á hendur sér. „Væntanlega eru þetta annað hvort Talíbanar eða ISIS. Það á eftir að koma í ljós hvor samtökin lýsa yfir ábyrgð en svo veit maður aldrei fyrir víst. Stundum eigna þau sér heiðurinn af svona ógeði án þess að það sé hægt að staðfesta fyrir víst að það séu þeir.“ Líkt og Una bendir á hefur enginn lýst ábyrgðinni á hendur sér en Talíbanar tilkynntu um hina árlegu vorsókn sína í síðasta mánuði og greindu frá því að margar árásir væru í farvatninu. Bandaríkjamenn eru enn með tæplega níu þúsund hermenn í Afganistan eftir innrásins 2001 og fimm þúsund hermenn til viðbótar eru frá hinum ýmsu Nató þjóðum. Tengdar fréttir Tugir látnir eftir öfluga sprengingu Gríðaröflug sprengja sprakk í Kabúl, höfuðborg Afganistans í nótt og eru að minnsta kosti áttatíu látnir og 350 særðir. 31. maí 2017 07:38 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
„Það kom ofboðsleg höggbylgja. Ég hef aldrei fundið svona áður og það nötraði bókstaflega allt hérna,“ segir Una Sighvatsdóttir, upplýsingafulltrúi Nato í Afganistan og friðargæsluliði, um sprenginguna sem varð í Kabúl í morgun. Að minnsta kosti 80 eru látnir og 350 særðir eftir sprenginguna, sem var gríðarlega öflug. Um var að ræða bílasprengju sem sprakk á Zanbaq-torgi í miðbænum, nærri sendiráðum erlendra ríkja og forsetahöllinni. Flestir hinna látnu eru óbreyttir borgarar.Hélt þetta væri jarðskjálfti Una segir sprengjuna hafa sprungið í miðri morgunösinni. „Ég var búin að liggja andvaka í nótt. Ég lá og hlustaði á bænaköllin sem eru mjög hávær núna því það er ramadan. En síðan verður þessi sprenging í miðri morgunösinni, en vegna þess að ég var veik lá ég enn í rúminu,“ segir hún. „Ég hélt þetta væri jarðskjálfti því það komu nokkrir jarðskjálftar um daginn og hvellurinn sjálfur heyrðist ekki fyrr en eftir ár. En þá áttaði maður sig á því hvað þetta var og ég verð að viðurkenna að mér brá mjög.“Frá vettvangi árásarinnar.vísir/afpÁrásir eru tíðar þar í landi en síðasta sprenging sem Una varð vör við var í byrjun síðasta mánaðar. „Þá var ekið á bílalest. Það var mjög nálægt okkur og heyrðist rosalega vel en þá fann ég ekki þessa ofboðslegu höggbylgju eins og var núna. Þetta var svo stór sprenging. En mér skilst að fólk um alla borg hafi fundið höggbylgjuna og það skildi víst eftir sig stóran sprengjugíg úti á götu,“ útskýrir Una.Allir fluttir í höfuðstöðvar Nato Árásin átti sér stað skammt frá þýska sendiráðinu þar í borg og hefur Una fengið upplýsingar um að mikið tjón sé á sendiráðinu. „Sprengingin varð rétt fyrir utan þetta svokallaða græna svæði en þeim tókst ekki að komast inn á það. Það er sagt að afganskar öryggissveitir hafi komið í veg fyrir það, en þýska sendiráðið var það sem stóð næst og varð fyrir miklu tjóni. Það er komið gat á öryggisvegginn umhverfis sendiráðið og mér skilst að það sé búið að rýma sendiráðið og allir starfsmenn þess fluttir hingað í höfuðstöðvar Nato.“ Þá segir hún að almennt ríki mikil sorg í Afganistan, en að hún finni á sama tíma fyrir mikilli samstöðu landsmanna. Til að mynda sé hún meðlimur í Facebook-hóp þar sem fólk tilkynnir ef eitthvað óeðlilegt á sér stað, eða ef öryggisgæsla er óvenju mikil. Hún segist aðspurð ekki vita til þess að neinn hafi lýst ódæðinu á hendur sér. „Væntanlega eru þetta annað hvort Talíbanar eða ISIS. Það á eftir að koma í ljós hvor samtökin lýsa yfir ábyrgð en svo veit maður aldrei fyrir víst. Stundum eigna þau sér heiðurinn af svona ógeði án þess að það sé hægt að staðfesta fyrir víst að það séu þeir.“ Líkt og Una bendir á hefur enginn lýst ábyrgðinni á hendur sér en Talíbanar tilkynntu um hina árlegu vorsókn sína í síðasta mánuði og greindu frá því að margar árásir væru í farvatninu. Bandaríkjamenn eru enn með tæplega níu þúsund hermenn í Afganistan eftir innrásins 2001 og fimm þúsund hermenn til viðbótar eru frá hinum ýmsu Nató þjóðum.
Tengdar fréttir Tugir látnir eftir öfluga sprengingu Gríðaröflug sprengja sprakk í Kabúl, höfuðborg Afganistans í nótt og eru að minnsta kosti áttatíu látnir og 350 særðir. 31. maí 2017 07:38 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Tugir látnir eftir öfluga sprengingu Gríðaröflug sprengja sprakk í Kabúl, höfuðborg Afganistans í nótt og eru að minnsta kosti áttatíu látnir og 350 særðir. 31. maí 2017 07:38