„Það nötraði bókstaflega allt“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. maí 2017 10:37 Una Sighvatsdóttir í Herat, en þessi mynd var tekin af henni í gær. mynd/una „Það kom ofboðsleg höggbylgja. Ég hef aldrei fundið svona áður og það nötraði bókstaflega allt hérna,“ segir Una Sighvatsdóttir, upplýsingafulltrúi Nato í Afganistan og friðargæsluliði, um sprenginguna sem varð í Kabúl í morgun. Að minnsta kosti 80 eru látnir og 350 særðir eftir sprenginguna, sem var gríðarlega öflug. Um var að ræða bílasprengju sem sprakk á Zanbaq-torgi í miðbænum, nærri sendiráðum erlendra ríkja og forsetahöllinni. Flestir hinna látnu eru óbreyttir borgarar.Hélt þetta væri jarðskjálfti Una segir sprengjuna hafa sprungið í miðri morgunösinni. „Ég var búin að liggja andvaka í nótt. Ég lá og hlustaði á bænaköllin sem eru mjög hávær núna því það er ramadan. En síðan verður þessi sprenging í miðri morgunösinni, en vegna þess að ég var veik lá ég enn í rúminu,“ segir hún. „Ég hélt þetta væri jarðskjálfti því það komu nokkrir jarðskjálftar um daginn og hvellurinn sjálfur heyrðist ekki fyrr en eftir ár. En þá áttaði maður sig á því hvað þetta var og ég verð að viðurkenna að mér brá mjög.“Frá vettvangi árásarinnar.vísir/afpÁrásir eru tíðar þar í landi en síðasta sprenging sem Una varð vör við var í byrjun síðasta mánaðar. „Þá var ekið á bílalest. Það var mjög nálægt okkur og heyrðist rosalega vel en þá fann ég ekki þessa ofboðslegu höggbylgju eins og var núna. Þetta var svo stór sprenging. En mér skilst að fólk um alla borg hafi fundið höggbylgjuna og það skildi víst eftir sig stóran sprengjugíg úti á götu,“ útskýrir Una.Allir fluttir í höfuðstöðvar Nato Árásin átti sér stað skammt frá þýska sendiráðinu þar í borg og hefur Una fengið upplýsingar um að mikið tjón sé á sendiráðinu. „Sprengingin varð rétt fyrir utan þetta svokallaða græna svæði en þeim tókst ekki að komast inn á það. Það er sagt að afganskar öryggissveitir hafi komið í veg fyrir það, en þýska sendiráðið var það sem stóð næst og varð fyrir miklu tjóni. Það er komið gat á öryggisvegginn umhverfis sendiráðið og mér skilst að það sé búið að rýma sendiráðið og allir starfsmenn þess fluttir hingað í höfuðstöðvar Nato.“ Þá segir hún að almennt ríki mikil sorg í Afganistan, en að hún finni á sama tíma fyrir mikilli samstöðu landsmanna. Til að mynda sé hún meðlimur í Facebook-hóp þar sem fólk tilkynnir ef eitthvað óeðlilegt á sér stað, eða ef öryggisgæsla er óvenju mikil. Hún segist aðspurð ekki vita til þess að neinn hafi lýst ódæðinu á hendur sér. „Væntanlega eru þetta annað hvort Talíbanar eða ISIS. Það á eftir að koma í ljós hvor samtökin lýsa yfir ábyrgð en svo veit maður aldrei fyrir víst. Stundum eigna þau sér heiðurinn af svona ógeði án þess að það sé hægt að staðfesta fyrir víst að það séu þeir.“ Líkt og Una bendir á hefur enginn lýst ábyrgðinni á hendur sér en Talíbanar tilkynntu um hina árlegu vorsókn sína í síðasta mánuði og greindu frá því að margar árásir væru í farvatninu. Bandaríkjamenn eru enn með tæplega níu þúsund hermenn í Afganistan eftir innrásins 2001 og fimm þúsund hermenn til viðbótar eru frá hinum ýmsu Nató þjóðum. Tengdar fréttir Tugir látnir eftir öfluga sprengingu Gríðaröflug sprengja sprakk í Kabúl, höfuðborg Afganistans í nótt og eru að minnsta kosti áttatíu látnir og 350 særðir. 31. maí 2017 07:38 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
„Það kom ofboðsleg höggbylgja. Ég hef aldrei fundið svona áður og það nötraði bókstaflega allt hérna,“ segir Una Sighvatsdóttir, upplýsingafulltrúi Nato í Afganistan og friðargæsluliði, um sprenginguna sem varð í Kabúl í morgun. Að minnsta kosti 80 eru látnir og 350 særðir eftir sprenginguna, sem var gríðarlega öflug. Um var að ræða bílasprengju sem sprakk á Zanbaq-torgi í miðbænum, nærri sendiráðum erlendra ríkja og forsetahöllinni. Flestir hinna látnu eru óbreyttir borgarar.Hélt þetta væri jarðskjálfti Una segir sprengjuna hafa sprungið í miðri morgunösinni. „Ég var búin að liggja andvaka í nótt. Ég lá og hlustaði á bænaköllin sem eru mjög hávær núna því það er ramadan. En síðan verður þessi sprenging í miðri morgunösinni, en vegna þess að ég var veik lá ég enn í rúminu,“ segir hún. „Ég hélt þetta væri jarðskjálfti því það komu nokkrir jarðskjálftar um daginn og hvellurinn sjálfur heyrðist ekki fyrr en eftir ár. En þá áttaði maður sig á því hvað þetta var og ég verð að viðurkenna að mér brá mjög.“Frá vettvangi árásarinnar.vísir/afpÁrásir eru tíðar þar í landi en síðasta sprenging sem Una varð vör við var í byrjun síðasta mánaðar. „Þá var ekið á bílalest. Það var mjög nálægt okkur og heyrðist rosalega vel en þá fann ég ekki þessa ofboðslegu höggbylgju eins og var núna. Þetta var svo stór sprenging. En mér skilst að fólk um alla borg hafi fundið höggbylgjuna og það skildi víst eftir sig stóran sprengjugíg úti á götu,“ útskýrir Una.Allir fluttir í höfuðstöðvar Nato Árásin átti sér stað skammt frá þýska sendiráðinu þar í borg og hefur Una fengið upplýsingar um að mikið tjón sé á sendiráðinu. „Sprengingin varð rétt fyrir utan þetta svokallaða græna svæði en þeim tókst ekki að komast inn á það. Það er sagt að afganskar öryggissveitir hafi komið í veg fyrir það, en þýska sendiráðið var það sem stóð næst og varð fyrir miklu tjóni. Það er komið gat á öryggisvegginn umhverfis sendiráðið og mér skilst að það sé búið að rýma sendiráðið og allir starfsmenn þess fluttir hingað í höfuðstöðvar Nato.“ Þá segir hún að almennt ríki mikil sorg í Afganistan, en að hún finni á sama tíma fyrir mikilli samstöðu landsmanna. Til að mynda sé hún meðlimur í Facebook-hóp þar sem fólk tilkynnir ef eitthvað óeðlilegt á sér stað, eða ef öryggisgæsla er óvenju mikil. Hún segist aðspurð ekki vita til þess að neinn hafi lýst ódæðinu á hendur sér. „Væntanlega eru þetta annað hvort Talíbanar eða ISIS. Það á eftir að koma í ljós hvor samtökin lýsa yfir ábyrgð en svo veit maður aldrei fyrir víst. Stundum eigna þau sér heiðurinn af svona ógeði án þess að það sé hægt að staðfesta fyrir víst að það séu þeir.“ Líkt og Una bendir á hefur enginn lýst ábyrgðinni á hendur sér en Talíbanar tilkynntu um hina árlegu vorsókn sína í síðasta mánuði og greindu frá því að margar árásir væru í farvatninu. Bandaríkjamenn eru enn með tæplega níu þúsund hermenn í Afganistan eftir innrásins 2001 og fimm þúsund hermenn til viðbótar eru frá hinum ýmsu Nató þjóðum.
Tengdar fréttir Tugir látnir eftir öfluga sprengingu Gríðaröflug sprengja sprakk í Kabúl, höfuðborg Afganistans í nótt og eru að minnsta kosti áttatíu látnir og 350 særðir. 31. maí 2017 07:38 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Tugir látnir eftir öfluga sprengingu Gríðaröflug sprengja sprakk í Kabúl, höfuðborg Afganistans í nótt og eru að minnsta kosti áttatíu látnir og 350 særðir. 31. maí 2017 07:38