Vél Malaysian Airlines var snúið við til áströlsku borgarinnar Melbourne eftir að farþegi reyndi að komast inn í flugstjórnarklefa vélarinnar í dag.
Þetta kemur fram í frétt BBC.
Vélin var á leið frá Melbourne til malasísku höfuðborgarinnar Kuala Lumpur en neyddist til að snúa við vegna hegðunar eins farþega, að því er segir í yfirlýsingu frá flugfélaginu.
Flugstjóri vélarinnar sneri vélinni við eftir að hafa fengið boð um að farþegi væri að reyna að komast inn í flugstjórnarklefann.
Vélinni var lent á flugvellinum í Melbourne þar sem beðið var um aðstoð lögreglu.
Farþegi reyndi að komast í stjórnklefa vélar Malaysian Airlines
Atli Ísleifsson skrifar
