Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í sænska úrvalsdeildarliðinu Eskilstuna United hafa byrjað tímabilið frábærlega.
Eskilstuna sótti Göteborg heim í dag og vann 0-1 sigur. Glódís var á sínum stað í vörn Eskilstuna sem hefur haldið hreinu í síðustu tveimur leikjum sínum. Þetta var jafnframt fjórði sigur liðsins í röð.
Eskilstuna er með 16 stig á toppi deildarinnar, einu stigi á undan Linköpings.
Limhamm Bunkeflo hafði betur gegn Djurgårdens, 2-1, í Íslendingaslag.
Anna Björk Kristjánsdóttir stóð vaktina í vörn Limhamm Bunkeflo sem hefur unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum.
Hallbera Gísladóttir lék allan leikinn fyrir Djurgården en Guðbjörg Gunnarsdóttir sat á bekknum.
Sif Atladóttir lék allan leikinn í vörn Kristianstads sem gerði markalaust jafntefli við Hammarby á heimavelli.
Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstads sem er í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig.
Fjórði sigur Glódísar og stallna hennar í röð
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Við bara brotnum“
Körfubolti


„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn