Vilborg Arna: Ólýsanleg tilfinning að horfa yfir heiminn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2017 15:40 Hér er ég að stíga síðustu skrefin inn á toppinn með tilheyrandi tilfinninga rússíbana, segir Vilborg Arna. Instagram/Vilborgarna Vilborg Arna Gissurardóttir, sem toppaði Mount Everest á dögunum fyrst íslenskra kvenna, segist orðlaus yfir öllum þeim kveðjum sem rignt hafa yfir hana undanfarna daga. Þá þakkar hún stuðninginn sem hún hefur fundið fyrir. „Síðustu sólarhringar hafa verið þeir mögnuðustu en jafnframt með þeim erfiðari sem ég hef upplifað,“ segir Vilborg Arna sem birtir mynd af sér á toppi Everest á Facebook-síðu sinni í dag. Er þetta fyrsta myndin af Vilborgu við toppinn sem birtist almenningi.Vilborg Arna Gissurardóttir.Viilborg ArnaTilfinningarússíbani „Það er ólýsanleg tilfinning að standa á toppi veraldar og horfa yfir heiminn. Dýrmæt reynsla og eitthvað sem ég hefði ekki viljað missa af,“ segir Vilborg „Hér er ég að stíga síðustu skrefin inn á toppinn með tilheyrandi tilfinninga rússíbana.“ Vilborg Arna toppaði Everest klukkan 3:15 aðfaranótt sunnudagsins 21. maí. Þetta var hennar þriðja tilraun við tindinn en hún er sjöundi Íslendingurinn til að komast á toppinn.Á heilanum í fimmtán ár Vilborg Arna reyndi fyrst við Everest vorið 2014. Hún var í grunnbúðunum þegar snjóflóð féll og sextán létust. Vorið 2015 fór hún aftur en þegar hún var rétt komin í grunnbúðirnar varð gríðarmikill jarðskjálfti. Þrjátíu manns í grunnbúðunum lét lífið og þúsundir á landsvísu. Hún var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum þar sem hún sagði Everest vera ástríðu sína og hún hefði hugsað um þetta fjall í fimmtán ár. Everest er 8.848 metra hátt. Fjallamennska Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir, sem toppaði Mount Everest á dögunum fyrst íslenskra kvenna, segist orðlaus yfir öllum þeim kveðjum sem rignt hafa yfir hana undanfarna daga. Þá þakkar hún stuðninginn sem hún hefur fundið fyrir. „Síðustu sólarhringar hafa verið þeir mögnuðustu en jafnframt með þeim erfiðari sem ég hef upplifað,“ segir Vilborg Arna sem birtir mynd af sér á toppi Everest á Facebook-síðu sinni í dag. Er þetta fyrsta myndin af Vilborgu við toppinn sem birtist almenningi.Vilborg Arna Gissurardóttir.Viilborg ArnaTilfinningarússíbani „Það er ólýsanleg tilfinning að standa á toppi veraldar og horfa yfir heiminn. Dýrmæt reynsla og eitthvað sem ég hefði ekki viljað missa af,“ segir Vilborg „Hér er ég að stíga síðustu skrefin inn á toppinn með tilheyrandi tilfinninga rússíbana.“ Vilborg Arna toppaði Everest klukkan 3:15 aðfaranótt sunnudagsins 21. maí. Þetta var hennar þriðja tilraun við tindinn en hún er sjöundi Íslendingurinn til að komast á toppinn.Á heilanum í fimmtán ár Vilborg Arna reyndi fyrst við Everest vorið 2014. Hún var í grunnbúðunum þegar snjóflóð féll og sextán létust. Vorið 2015 fór hún aftur en þegar hún var rétt komin í grunnbúðirnar varð gríðarmikill jarðskjálfti. Þrjátíu manns í grunnbúðunum lét lífið og þúsundir á landsvísu. Hún var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum þar sem hún sagði Everest vera ástríðu sína og hún hefði hugsað um þetta fjall í fimmtán ár. Everest er 8.848 metra hátt.
Fjallamennska Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira