Forseti Íslands hvetur roskna Hafnfirðinga til að hreyfa sig Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2017 15:55 Forseti og Haukur Ingibergsson formaður Landssambands eldri borgara við Packard-bifreið embættis forseta Íslands. Ekki kemur fram á vef forsetans hver konan á milli þeirra er. En hún heitir Valgerður Sigurðardóttir og er formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Guðni Th. Jóhannesson flutti ávarp á aðalfundi Landssambands eldri borgara í Hafnarfirði í dag. Af þessu segir á vef forsetans. Forsetinn var ekkert að sykurhúða hlutina fyrir eldri borgum, sagði að ekki væri hægt að loka augum fyrir því að öldrun geta fylgt veikindi og kvillar, og sumt fólk þarf umönnun og aðstoð heima við eða þarf jafnvel að flytja á dvalar- eða hjúkrunarheimili. „Þess vegna hyggst ríkisstjórnin líka styðja þann málaflokk, fjölga rýmum í dagþjálfun aldraðra og stytta biðtíma. Það er lofsvert, og ekki síður að huga að forvörnum, fyrirbyggjandi aðgerðum,“ sagði forsetinn. Hann sagði þá hinum rosknu Hafnfirðingum að hann hafi fyrir skemmstu sótt málþing um heilsueflingu eldri aldurshópa. Og með ríkum rökum megi benda á að við getum bætt lífskjör aldraðra og sparað okkur öllum stórfé með átaki í þeim efnum, með því að hvetja og styðja eldri borgara til að huga að heilsu sinni, með heilsurækt, útivist, félagslífi, íþróttum og öðrum leiðum sem styrkja sál og líkama. Og forseti Íslands brýndi fyrir hæruskotnum Hafnfirðingum að þeir þyrftu að líta í eigin barm: „Við berum öll ábyrgð á eigin lífi. Við getum ekki kennt öðrum um allt sem miður fer ef við erum sjálf ábyrgðarlaus um eigin hagi. Vissulega verður enginn neyddur til þess að hreyfa sig meira, neyta heilnæms fæðis, forðast hvers kyns óhollustu. Við ættum hins vegar að hvetja alla til að sjá samhengið milli þess að hugsa vel um sig og eiga þá frekar í vændum heilbrigt og hamingjusamt ævikvöld. Og ég leyfi mér ítreka þá ósk mína að við verjum frekari tíma, orku og fé í forvarnir og kynningu á þessum vettvangi. Í því liggur allra hagur,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, við þetta tækifæri. Forseti Íslands Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson flutti ávarp á aðalfundi Landssambands eldri borgara í Hafnarfirði í dag. Af þessu segir á vef forsetans. Forsetinn var ekkert að sykurhúða hlutina fyrir eldri borgum, sagði að ekki væri hægt að loka augum fyrir því að öldrun geta fylgt veikindi og kvillar, og sumt fólk þarf umönnun og aðstoð heima við eða þarf jafnvel að flytja á dvalar- eða hjúkrunarheimili. „Þess vegna hyggst ríkisstjórnin líka styðja þann málaflokk, fjölga rýmum í dagþjálfun aldraðra og stytta biðtíma. Það er lofsvert, og ekki síður að huga að forvörnum, fyrirbyggjandi aðgerðum,“ sagði forsetinn. Hann sagði þá hinum rosknu Hafnfirðingum að hann hafi fyrir skemmstu sótt málþing um heilsueflingu eldri aldurshópa. Og með ríkum rökum megi benda á að við getum bætt lífskjör aldraðra og sparað okkur öllum stórfé með átaki í þeim efnum, með því að hvetja og styðja eldri borgara til að huga að heilsu sinni, með heilsurækt, útivist, félagslífi, íþróttum og öðrum leiðum sem styrkja sál og líkama. Og forseti Íslands brýndi fyrir hæruskotnum Hafnfirðingum að þeir þyrftu að líta í eigin barm: „Við berum öll ábyrgð á eigin lífi. Við getum ekki kennt öðrum um allt sem miður fer ef við erum sjálf ábyrgðarlaus um eigin hagi. Vissulega verður enginn neyddur til þess að hreyfa sig meira, neyta heilnæms fæðis, forðast hvers kyns óhollustu. Við ættum hins vegar að hvetja alla til að sjá samhengið milli þess að hugsa vel um sig og eiga þá frekar í vændum heilbrigt og hamingjusamt ævikvöld. Og ég leyfi mér ítreka þá ósk mína að við verjum frekari tíma, orku og fé í forvarnir og kynningu á þessum vettvangi. Í því liggur allra hagur,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, við þetta tækifæri.
Forseti Íslands Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira