Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar í Eskilstuna United héldu sigurgöngu sinni áfram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Eskilstuna United vann þá 4-1 heimasigur á Kvarnsveden og hefur þar með unnið fimm leiki í röð eftir jafntefli í fyrstu umferðinni.
Eskilstuna United er í toppsæti deildarinnar með eins stigs forskot á Linköping sem vann 5-1 stórsigur á Gautaborg í sínum leik í kvöld.
Glódís Perla Viggósdóttir spilaði að venju í þriggja manna vörn Eskilstuna en hún lét líka til sín taka í sóknarleiknum.
Mimmi Larsson kom Eskilstuna í 1-0 á 28. mínútu eftir stoðsendingu frá Glódísi Perlu.
Olivia Schough skoraði síðan beint úr aukaspyrnu á 41. mínútu og kom Eskilstuna í 2-0.
Mimmi Larsson bætti síðan við tveimur mörkum í seinni hálfleiknum og innsiglaði þrennuna.
Eskilstuna fékk reyndar á sig mark þremur mínútum fyrir leikslok en liðið var þá á góðri leið með að halda marki sínu hreinu þriðja leikinn í röð.
Glódís Perla lagði upp mark í fimmta sigurleiknum í röð
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1



„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
