Dagný í hópnum sem mætir Írlandi og Brasilíu Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. maí 2017 13:30 Dagný Brynjarsdóttir er komin aftur. vísir/anton Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, valdi 24 leikmenn í hópinn sem mætir Írlandi og Brasilíu í vináttuleikjum í byrjun næsta mánaðar. Stærstu fréttirnar eru þær að Dagný Brynjarsdóttir snýr aftur en hún gat ekki verið með síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla. Dagný er enn þá að glíma við meiðslin og er ekki farin af stað með liði sínu Portland Thorns. Elísa Viðarsdóttir er heldur ekki með þegar farið er yfir þær sem voru í síðasta hópi en hún varð fyrir því óláni að slíta krossband. Hrafnhildur Hauksdóttir, Val, og Guðmunda Brynja Óladóttir, Stjörnunni, eru heldur ekki valdar að þessu sinni en þær voru með í leikjunum á móti Slóvakíu og Hollandi í apríl. Tveir leikmenn Stjörnunnar; miðvörðurinn Anna María Baldursdóttir og miðjumaðurinn Lára Kristín Pedersen, koma inn í hópinn sem og Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji Breiðabliks. Allar hafa farið vel af stað í Pepsi-deildinni. Ísland mætir Írlandi ytra fimmtudaginn 8. júní og svo mætir stórlið Brasilíu í heimsókn á Laugardalsvöllinn þriðjudaginn 13. júní. Það verður síðasti vináttuleikur Íslands fyrir EM sem hefst í júlí. Þetta er jafnframt síðasti æfingahópurinn sem Freyr velur áður en lokahópurinn veruðr kynntur í næsta mánuði. Fastamenn á borð við Hólmfríði Magnúsdóttir og Söndru Maríu Jessen eiga enn þá möguleika á að koma sér til Hollands þrátt fyrir að vera ekki í hópnum að þessu sinni en þær eru að komast aftur af stað eftir erfið meiðsli. EM-hópurinn verður svo tilkynntur þann 22. júní.Hópurinn:Markverðir: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki Sandra Sigurðardóttir, ValVarnarmenn: Hallbera G. Gísladóttir, Djurgården Lára Kristín Pedersen, Stjörnunni Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna Ingibjörg Sigurðardóttir, Breiðabliki Sif Atladóttir, Kristianstad Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 Anna María Baldursdóttir, Stjörnunni Rakel Hönnudóttir, BreiðablikiMiðjumenn: Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki Dagný Brynjarsdóttir, Portland Thorns Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Vålerenga Sara Björk Gunnarsdóttir, Woflsburg Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, BreiðablikiSóknarmenn: Agla María Albertsdóttir, Stjörnunni Margrét Lára Viðarsdóttir, Val Svava Rós Guðmundsdóttir, Breiðabliki Elín Metta Jensen, Val Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjörnunni Berglind Björg Þorvalsdóttir, BreiðablikiHópurinn.mynd/ksí EM 2017 í Hollandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, valdi 24 leikmenn í hópinn sem mætir Írlandi og Brasilíu í vináttuleikjum í byrjun næsta mánaðar. Stærstu fréttirnar eru þær að Dagný Brynjarsdóttir snýr aftur en hún gat ekki verið með síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla. Dagný er enn þá að glíma við meiðslin og er ekki farin af stað með liði sínu Portland Thorns. Elísa Viðarsdóttir er heldur ekki með þegar farið er yfir þær sem voru í síðasta hópi en hún varð fyrir því óláni að slíta krossband. Hrafnhildur Hauksdóttir, Val, og Guðmunda Brynja Óladóttir, Stjörnunni, eru heldur ekki valdar að þessu sinni en þær voru með í leikjunum á móti Slóvakíu og Hollandi í apríl. Tveir leikmenn Stjörnunnar; miðvörðurinn Anna María Baldursdóttir og miðjumaðurinn Lára Kristín Pedersen, koma inn í hópinn sem og Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji Breiðabliks. Allar hafa farið vel af stað í Pepsi-deildinni. Ísland mætir Írlandi ytra fimmtudaginn 8. júní og svo mætir stórlið Brasilíu í heimsókn á Laugardalsvöllinn þriðjudaginn 13. júní. Það verður síðasti vináttuleikur Íslands fyrir EM sem hefst í júlí. Þetta er jafnframt síðasti æfingahópurinn sem Freyr velur áður en lokahópurinn veruðr kynntur í næsta mánuði. Fastamenn á borð við Hólmfríði Magnúsdóttir og Söndru Maríu Jessen eiga enn þá möguleika á að koma sér til Hollands þrátt fyrir að vera ekki í hópnum að þessu sinni en þær eru að komast aftur af stað eftir erfið meiðsli. EM-hópurinn verður svo tilkynntur þann 22. júní.Hópurinn:Markverðir: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki Sandra Sigurðardóttir, ValVarnarmenn: Hallbera G. Gísladóttir, Djurgården Lára Kristín Pedersen, Stjörnunni Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna Ingibjörg Sigurðardóttir, Breiðabliki Sif Atladóttir, Kristianstad Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 Anna María Baldursdóttir, Stjörnunni Rakel Hönnudóttir, BreiðablikiMiðjumenn: Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki Dagný Brynjarsdóttir, Portland Thorns Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Vålerenga Sara Björk Gunnarsdóttir, Woflsburg Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, BreiðablikiSóknarmenn: Agla María Albertsdóttir, Stjörnunni Margrét Lára Viðarsdóttir, Val Svava Rós Guðmundsdóttir, Breiðabliki Elín Metta Jensen, Val Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjörnunni Berglind Björg Þorvalsdóttir, BreiðablikiHópurinn.mynd/ksí
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira