Fótbolti

Hart snýr ekki aftur til Torino

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hart átti erfitt uppdráttar hjá Torino í vetur.
Hart átti erfitt uppdráttar hjá Torino í vetur. vísir/getty
Enski landsliðsmarkvörðurinn Joe Hart spilar ekki með Torino á næsta tímabili.

Hinn þrítugi Hart var lánaður til Torino í byrjun síðasta tímabils eftir að Pep Guardiola taldi sig ekki hafa not fyrir hann hjá Manchester City.

Hart átti ekki gott tímabil með Torino og fékk á sig 62 mörk í 36 leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni og hélt aðeins fimm sinnum hreinu.

Hart segist hafa notið dvalarinnar hjá Torino en hann muni ekki spila með liðinu á næsta tímabili.

„Ég naut mín hér en kem ekki aftur,“ sagði Hart sem vill ekki fara aftur á lán. Þá hefur Torino ekki efni á að kaupa hann af City.

Hart á tvö ár eftir af samningi sínum við City en afar litlar líkur eru á því að hann verði áfram hjá félaginu sem ætlar að borga metfé fyrir brasilíska markvörðinn Ederson Moares sem leikur með Benfica.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×