Hugsjónabras Magnús Guðmundsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Við mannfólkið erum alls konar og það blessunarlega, því það gefur lífinu lit, fegurð og fjölbreytileika. En hvernig sem við erum þá eigum við það öll sameiginlegt að eiga okkur drauma, vonir og væntingar til lífsins og það ekki síst þegar við erum ung og lífið blasir við okkur. Þar sem við skynjum öll þetta sammannlega innra með okkur þá höfum við líka valið að gera fólki kleift að sækja sér menntun við hæfi. Líka þeim sem búa við takmarkanir og hamlanir, hverjar svo sem þær kunna að vera. Síðastliðin tvö ár hefur Myndlistarskólinn í Reykjavík boðið upp á diplómanám í myndlist fyrir nemendur með þroskahömlun og útskrifuðust fyrstu nemendurnir nú í vor. Það er skemmst frá að segja að afraksturinn er frábær og námið virðist gefa góð fyrirheit um framtíðina svo ekki sé meira sagt. Í náminu er einstaklingum með þroskahömlun skapaður vettvangur til að vinna að listsköpun í jákvæðu og frjóu umhverfi, taka þátt í gefandi samtali og jafnvel finna sér starfsvettvang sem endist ævina alla. Þrátt fyrir þetta þá lítur nú út fyrir að skólinn geti ekki boðið upp á diplómanámið á næstu önn. Ástæðan er fjárskortur en námið er að hluta til fjármagnað með fé frá Fjölmennt sem sér um styrkveitingar til fullorðinsfræðslu fyrir fatlaða. Árið 2010 var fjárframlag hins opinbera til Fjölmenntar 258 milljónir en í ár er það fjórum milljónum lægra. Ef miðað væri við uppreiknaða launa- og neysluvísitölu frá 2009 væri framlagið hins vegar 385 milljónir. Sér er nú hvert góðærið hjá ríkisstjórn sem telur rétt að draga saman seglin í þessum efnum. Kristján Þór Júlísson menntamálaráðherra hefur þó látið hafa það eftir sér að hann hafi ekki komið auga á fjármagnið sem þarf til að halda diplómanáminu gangandi næstu tvö árin. Vísað jafnvel ábyrgðinni yfir á Fjölmennt sem býr þó við stöðugt þrengri fjárveitingar. Haft á orði að það sé ekki sjálfgefið að hægt sé að verða við fjárbeiðnum ef fjárlögin leyfa það ekki. En hvað er það sem fjárlögin leyfa ekki og Kristján Þór getur ekki fundið? Að sögn Áslaugar Thorlacius, skólastjóra Myndlistarskólans í Reykjavík, þá er þetta spurning um 6 milljónir á ári í tvö ár. Skuldbinding upp á 12 milljónir til tveggja ára. Svona einhvers staðar í kringum kaupverð á ráðherrabíl gæti maður haft á orði. Fyrir þessar 12 milljónir sem umrætt diplómanám kostar ríkissjóð þá getur Myndlistarskólinn í Reykjavík haft afgerandi áhrif til góðs á líf tólf einstaklinga með þroskahömlun. Það er engu að síður að öllum líkindum færri en vildu, því ásóknin í námið er talsverð, enda er afar vel af því látið og afraksturinn góður. Skólinn er rekinn af myndlistarmönnum sem sjálfseignarstofnun og er því ekki að hagnast á umræddu námi fjárhagslega. Þetta er svona hugsjónabras á öðrum og verðmætari forsendum með nemendur, vonir þeirra og drauma í öndvegi. Slíkt starf á kannski ekki upp á pallborðið hjá ríkisstjórninni sem vonandi finnur þó hjá sér sómatilfinningu að andvirði þeirra 12 milljóna sem þetta mikilvæga verkefni kostar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Við mannfólkið erum alls konar og það blessunarlega, því það gefur lífinu lit, fegurð og fjölbreytileika. En hvernig sem við erum þá eigum við það öll sameiginlegt að eiga okkur drauma, vonir og væntingar til lífsins og það ekki síst þegar við erum ung og lífið blasir við okkur. Þar sem við skynjum öll þetta sammannlega innra með okkur þá höfum við líka valið að gera fólki kleift að sækja sér menntun við hæfi. Líka þeim sem búa við takmarkanir og hamlanir, hverjar svo sem þær kunna að vera. Síðastliðin tvö ár hefur Myndlistarskólinn í Reykjavík boðið upp á diplómanám í myndlist fyrir nemendur með þroskahömlun og útskrifuðust fyrstu nemendurnir nú í vor. Það er skemmst frá að segja að afraksturinn er frábær og námið virðist gefa góð fyrirheit um framtíðina svo ekki sé meira sagt. Í náminu er einstaklingum með þroskahömlun skapaður vettvangur til að vinna að listsköpun í jákvæðu og frjóu umhverfi, taka þátt í gefandi samtali og jafnvel finna sér starfsvettvang sem endist ævina alla. Þrátt fyrir þetta þá lítur nú út fyrir að skólinn geti ekki boðið upp á diplómanámið á næstu önn. Ástæðan er fjárskortur en námið er að hluta til fjármagnað með fé frá Fjölmennt sem sér um styrkveitingar til fullorðinsfræðslu fyrir fatlaða. Árið 2010 var fjárframlag hins opinbera til Fjölmenntar 258 milljónir en í ár er það fjórum milljónum lægra. Ef miðað væri við uppreiknaða launa- og neysluvísitölu frá 2009 væri framlagið hins vegar 385 milljónir. Sér er nú hvert góðærið hjá ríkisstjórn sem telur rétt að draga saman seglin í þessum efnum. Kristján Þór Júlísson menntamálaráðherra hefur þó látið hafa það eftir sér að hann hafi ekki komið auga á fjármagnið sem þarf til að halda diplómanáminu gangandi næstu tvö árin. Vísað jafnvel ábyrgðinni yfir á Fjölmennt sem býr þó við stöðugt þrengri fjárveitingar. Haft á orði að það sé ekki sjálfgefið að hægt sé að verða við fjárbeiðnum ef fjárlögin leyfa það ekki. En hvað er það sem fjárlögin leyfa ekki og Kristján Þór getur ekki fundið? Að sögn Áslaugar Thorlacius, skólastjóra Myndlistarskólans í Reykjavík, þá er þetta spurning um 6 milljónir á ári í tvö ár. Skuldbinding upp á 12 milljónir til tveggja ára. Svona einhvers staðar í kringum kaupverð á ráðherrabíl gæti maður haft á orði. Fyrir þessar 12 milljónir sem umrætt diplómanám kostar ríkissjóð þá getur Myndlistarskólinn í Reykjavík haft afgerandi áhrif til góðs á líf tólf einstaklinga með þroskahömlun. Það er engu að síður að öllum líkindum færri en vildu, því ásóknin í námið er talsverð, enda er afar vel af því látið og afraksturinn góður. Skólinn er rekinn af myndlistarmönnum sem sjálfseignarstofnun og er því ekki að hagnast á umræddu námi fjárhagslega. Þetta er svona hugsjónabras á öðrum og verðmætari forsendum með nemendur, vonir þeirra og drauma í öndvegi. Slíkt starf á kannski ekki upp á pallborðið hjá ríkisstjórninni sem vonandi finnur þó hjá sér sómatilfinningu að andvirði þeirra 12 milljóna sem þetta mikilvæga verkefni kostar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. maí.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun