Að duga eða drepast fyrir Jeremy Corbyn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Jeremy Corbyn naut góða veðursins í kosningabaráttu í Salford. Afar ólíklegt þykir þó að honum takist að leiða flokk sinn til sigurs í kosningunum. Nordicphotos/AFP Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, lýsti því yfir á fundi í Manchester í gær að kosningabarátta flokksins væri formlega hafin. Ljóst er að barátta Verkamannaflokksins þarf að vera afar sterk ef ekki á illa að fara fyrir flokknum. Kosið verður þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. Flokkurinn mælist nú í 28 prósentum, samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman. Höfuðandstæðingurinn, Íhaldsflokkurinn, mælist hins vegar í 47 prósentum og hefur bilið því sjaldan verið meira. Frjálslyndir demókratar mælast svo í tíu prósentum og Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) í sex prósentum. Í Skotlandi mælist Skoski þjóðarflokkurinn sterkastur.Theresa May svaraði meðal annars spurningum starfsmanna verksmiðju í Leeds.Nordicphotos/AFPLjóst er að þessar niðurstöður yrðu gríðarlegt áfall fyrir Corbyn og Verkamannaflokkinn. Í kosningum ársins 2015 fékk flokkurinn 30,4 prósent atkvæða en Íhaldsflokkurinn 36,9 prósent. Stór þáttur í þessum mikla mun á milli flokkanna eru vinsældir formanna þeirra, Corbyns og Theresu May. Í nýrri könnun Survation, sem birtist þann sjöunda maí, kemur fram að sextíu prósent kjósenda vilji að May verði áfram forsætisráðherra. Einungis 21 prósent sagðist vilja Corbyn. Þótt Corbyn hafi einungis verið leiðtogi flokks síns í tvö ár hefur myndast djúp gjá á milli hans og margra þingmanna flokksins. Var meðal annars skorað á hann í formannskosningum í fyrra. Hafði Corbyn þá betur gegn Owen Smith og fékk rúm sextíu prósent atkvæða.Theresa May er afar vinsæl og endurspeglar nýtt slagorð Íhaldsflokksins þær vinsældir.Nordicphotos/AFPCorbyn sagði við Buzzfeed í gær að hann myndi ekki víkja ef flokkurinn tapaði í kosningunum. Þegar blaðamaður BBC spurði hann út í ummælin svaraði Corbyn: „Við ætlum að vinna þannig að það þarf ekki að spyrja að því.“ Blaðamaðurinn sagði spurninguna samt hafa komið upp. Svaraði Corbyn þá: „Það þarf ekki að spyrja að þessu.“ Þá neitaði Corbyn jafnframt að staðfesta hvort Bretar færu úr Evrópusambandinu, líkt og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra, yrði hann forsætisráðherra. Leanne Wood, leiðtogi velska flokksins Plaid Cymru, skaut föstum skotum á Carwyn Jones, leiðtoga Verkamannaflokksins í Wales. Sagði hún að Verkamannaflokkurinn reyndi að fela Corbyn í kosningabaráttunni í Wales. „Raunveruleikinn er sá að þið hafið strokað leiðtoga ykkar út úr kosningabaráttunni,“ sagði Wood. Til samanburðar þykir May svo vinsæl að sjá mátti slagorðið „Theresa May’s Team“, eða lið Theresu May, í stóru letri á baráttufundi hennar í gær. Virtist slagorðið nýja svo mikilvægt að nafn flokksins fékk nærri ekkert pláss á sviðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, lýsti því yfir á fundi í Manchester í gær að kosningabarátta flokksins væri formlega hafin. Ljóst er að barátta Verkamannaflokksins þarf að vera afar sterk ef ekki á illa að fara fyrir flokknum. Kosið verður þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. Flokkurinn mælist nú í 28 prósentum, samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman. Höfuðandstæðingurinn, Íhaldsflokkurinn, mælist hins vegar í 47 prósentum og hefur bilið því sjaldan verið meira. Frjálslyndir demókratar mælast svo í tíu prósentum og Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) í sex prósentum. Í Skotlandi mælist Skoski þjóðarflokkurinn sterkastur.Theresa May svaraði meðal annars spurningum starfsmanna verksmiðju í Leeds.Nordicphotos/AFPLjóst er að þessar niðurstöður yrðu gríðarlegt áfall fyrir Corbyn og Verkamannaflokkinn. Í kosningum ársins 2015 fékk flokkurinn 30,4 prósent atkvæða en Íhaldsflokkurinn 36,9 prósent. Stór þáttur í þessum mikla mun á milli flokkanna eru vinsældir formanna þeirra, Corbyns og Theresu May. Í nýrri könnun Survation, sem birtist þann sjöunda maí, kemur fram að sextíu prósent kjósenda vilji að May verði áfram forsætisráðherra. Einungis 21 prósent sagðist vilja Corbyn. Þótt Corbyn hafi einungis verið leiðtogi flokks síns í tvö ár hefur myndast djúp gjá á milli hans og margra þingmanna flokksins. Var meðal annars skorað á hann í formannskosningum í fyrra. Hafði Corbyn þá betur gegn Owen Smith og fékk rúm sextíu prósent atkvæða.Theresa May er afar vinsæl og endurspeglar nýtt slagorð Íhaldsflokksins þær vinsældir.Nordicphotos/AFPCorbyn sagði við Buzzfeed í gær að hann myndi ekki víkja ef flokkurinn tapaði í kosningunum. Þegar blaðamaður BBC spurði hann út í ummælin svaraði Corbyn: „Við ætlum að vinna þannig að það þarf ekki að spyrja að því.“ Blaðamaðurinn sagði spurninguna samt hafa komið upp. Svaraði Corbyn þá: „Það þarf ekki að spyrja að þessu.“ Þá neitaði Corbyn jafnframt að staðfesta hvort Bretar færu úr Evrópusambandinu, líkt og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra, yrði hann forsætisráðherra. Leanne Wood, leiðtogi velska flokksins Plaid Cymru, skaut föstum skotum á Carwyn Jones, leiðtoga Verkamannaflokksins í Wales. Sagði hún að Verkamannaflokkurinn reyndi að fela Corbyn í kosningabaráttunni í Wales. „Raunveruleikinn er sá að þið hafið strokað leiðtoga ykkar út úr kosningabaráttunni,“ sagði Wood. Til samanburðar þykir May svo vinsæl að sjá mátti slagorðið „Theresa May’s Team“, eða lið Theresu May, í stóru letri á baráttufundi hennar í gær. Virtist slagorðið nýja svo mikilvægt að nafn flokksins fékk nærri ekkert pláss á sviðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira