Að duga eða drepast fyrir Jeremy Corbyn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Jeremy Corbyn naut góða veðursins í kosningabaráttu í Salford. Afar ólíklegt þykir þó að honum takist að leiða flokk sinn til sigurs í kosningunum. Nordicphotos/AFP Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, lýsti því yfir á fundi í Manchester í gær að kosningabarátta flokksins væri formlega hafin. Ljóst er að barátta Verkamannaflokksins þarf að vera afar sterk ef ekki á illa að fara fyrir flokknum. Kosið verður þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. Flokkurinn mælist nú í 28 prósentum, samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman. Höfuðandstæðingurinn, Íhaldsflokkurinn, mælist hins vegar í 47 prósentum og hefur bilið því sjaldan verið meira. Frjálslyndir demókratar mælast svo í tíu prósentum og Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) í sex prósentum. Í Skotlandi mælist Skoski þjóðarflokkurinn sterkastur.Theresa May svaraði meðal annars spurningum starfsmanna verksmiðju í Leeds.Nordicphotos/AFPLjóst er að þessar niðurstöður yrðu gríðarlegt áfall fyrir Corbyn og Verkamannaflokkinn. Í kosningum ársins 2015 fékk flokkurinn 30,4 prósent atkvæða en Íhaldsflokkurinn 36,9 prósent. Stór þáttur í þessum mikla mun á milli flokkanna eru vinsældir formanna þeirra, Corbyns og Theresu May. Í nýrri könnun Survation, sem birtist þann sjöunda maí, kemur fram að sextíu prósent kjósenda vilji að May verði áfram forsætisráðherra. Einungis 21 prósent sagðist vilja Corbyn. Þótt Corbyn hafi einungis verið leiðtogi flokks síns í tvö ár hefur myndast djúp gjá á milli hans og margra þingmanna flokksins. Var meðal annars skorað á hann í formannskosningum í fyrra. Hafði Corbyn þá betur gegn Owen Smith og fékk rúm sextíu prósent atkvæða.Theresa May er afar vinsæl og endurspeglar nýtt slagorð Íhaldsflokksins þær vinsældir.Nordicphotos/AFPCorbyn sagði við Buzzfeed í gær að hann myndi ekki víkja ef flokkurinn tapaði í kosningunum. Þegar blaðamaður BBC spurði hann út í ummælin svaraði Corbyn: „Við ætlum að vinna þannig að það þarf ekki að spyrja að því.“ Blaðamaðurinn sagði spurninguna samt hafa komið upp. Svaraði Corbyn þá: „Það þarf ekki að spyrja að þessu.“ Þá neitaði Corbyn jafnframt að staðfesta hvort Bretar færu úr Evrópusambandinu, líkt og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra, yrði hann forsætisráðherra. Leanne Wood, leiðtogi velska flokksins Plaid Cymru, skaut föstum skotum á Carwyn Jones, leiðtoga Verkamannaflokksins í Wales. Sagði hún að Verkamannaflokkurinn reyndi að fela Corbyn í kosningabaráttunni í Wales. „Raunveruleikinn er sá að þið hafið strokað leiðtoga ykkar út úr kosningabaráttunni,“ sagði Wood. Til samanburðar þykir May svo vinsæl að sjá mátti slagorðið „Theresa May’s Team“, eða lið Theresu May, í stóru letri á baráttufundi hennar í gær. Virtist slagorðið nýja svo mikilvægt að nafn flokksins fékk nærri ekkert pláss á sviðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, lýsti því yfir á fundi í Manchester í gær að kosningabarátta flokksins væri formlega hafin. Ljóst er að barátta Verkamannaflokksins þarf að vera afar sterk ef ekki á illa að fara fyrir flokknum. Kosið verður þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. Flokkurinn mælist nú í 28 prósentum, samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman. Höfuðandstæðingurinn, Íhaldsflokkurinn, mælist hins vegar í 47 prósentum og hefur bilið því sjaldan verið meira. Frjálslyndir demókratar mælast svo í tíu prósentum og Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) í sex prósentum. Í Skotlandi mælist Skoski þjóðarflokkurinn sterkastur.Theresa May svaraði meðal annars spurningum starfsmanna verksmiðju í Leeds.Nordicphotos/AFPLjóst er að þessar niðurstöður yrðu gríðarlegt áfall fyrir Corbyn og Verkamannaflokkinn. Í kosningum ársins 2015 fékk flokkurinn 30,4 prósent atkvæða en Íhaldsflokkurinn 36,9 prósent. Stór þáttur í þessum mikla mun á milli flokkanna eru vinsældir formanna þeirra, Corbyns og Theresu May. Í nýrri könnun Survation, sem birtist þann sjöunda maí, kemur fram að sextíu prósent kjósenda vilji að May verði áfram forsætisráðherra. Einungis 21 prósent sagðist vilja Corbyn. Þótt Corbyn hafi einungis verið leiðtogi flokks síns í tvö ár hefur myndast djúp gjá á milli hans og margra þingmanna flokksins. Var meðal annars skorað á hann í formannskosningum í fyrra. Hafði Corbyn þá betur gegn Owen Smith og fékk rúm sextíu prósent atkvæða.Theresa May er afar vinsæl og endurspeglar nýtt slagorð Íhaldsflokksins þær vinsældir.Nordicphotos/AFPCorbyn sagði við Buzzfeed í gær að hann myndi ekki víkja ef flokkurinn tapaði í kosningunum. Þegar blaðamaður BBC spurði hann út í ummælin svaraði Corbyn: „Við ætlum að vinna þannig að það þarf ekki að spyrja að því.“ Blaðamaðurinn sagði spurninguna samt hafa komið upp. Svaraði Corbyn þá: „Það þarf ekki að spyrja að þessu.“ Þá neitaði Corbyn jafnframt að staðfesta hvort Bretar færu úr Evrópusambandinu, líkt og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra, yrði hann forsætisráðherra. Leanne Wood, leiðtogi velska flokksins Plaid Cymru, skaut föstum skotum á Carwyn Jones, leiðtoga Verkamannaflokksins í Wales. Sagði hún að Verkamannaflokkurinn reyndi að fela Corbyn í kosningabaráttunni í Wales. „Raunveruleikinn er sá að þið hafið strokað leiðtoga ykkar út úr kosningabaráttunni,“ sagði Wood. Til samanburðar þykir May svo vinsæl að sjá mátti slagorðið „Theresa May’s Team“, eða lið Theresu May, í stóru letri á baráttufundi hennar í gær. Virtist slagorðið nýja svo mikilvægt að nafn flokksins fékk nærri ekkert pláss á sviðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira