Hélt marki sínu hreinu í tíu klukkutíma | „Trúið á draumana ykkar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 09:00 Gianluigi Buffon fagnar í leikslok í gær. Vísir/AP Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fær nú þriðja tækifærið til að vinna Meistaradeildina en hann og félagar hans tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi. Juventus vann þá 2-1 sigur í seinni undanúrslitaleik sínum á móti Mónakó og þar með 4-1 samanlagt. Buffon fékk á sig mark í leiknum þegar hinn ungi Kylian Mbappe skoraði hjá honum í seinni hálfleiknum. Þegar Kylian Mbappe skoraði þá var hinn 39 ára gamli Gianluigi Buffon búinn að halda marki sínu hreinu í 600 mínútur í Meistaradeildinni eða í tíu klukkutíma. Þetta er fimmti besti árangur sögunnar en það var enn langt í met Jens Lehmann sem hélt hreinu í 853 mínútur tímabilið 2005-06. Síðastur á undan Mbappe til að skora hjá Buffon í Meistaradeildinni var Nico Pareja sem skoraði fyrir Sevilla á móti Juve 22. nóvember síðastliðinn.Más minutos sin recibir gol en UCL: 853 Jens Lehmann 737 Keylor Navas 657 Edwin van der Sar 622 Dida 600 GIGI BUFFON 593 Bodo Illgner — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 9, 2017 Juventus sló bæði Porto og Barcelona út úr útsláttarkeppninni án þess að fá á sig mark. Gianluigi Buffon hefur aldrei unnið Meistaradeildina á annars glæsilegum ferli sínum. Hann tapaði í úrslitaleikjunum 2003 og 2015. „Fyrir tveimur árum héldu allir að ég væri að spila minn síðasta úrslitaleik í Meistaradeildinni en þú verður að trúa á draumana þína,“ sagði Gianluigi Buffon eftir leikinn. „Við fáum að fara til Cardiff. Ég vil samt ekki segja að það sé markmiðið okkar því það skiptir engu máli að komast bara í úrslitaleikinn,“ sagði Buffon sem ætlar sér „stóra bikarinn með eyrun“ eins og einhverjir hafa kallað Meistaradeildarbikarinn. „Ég er mjög ánægður af því að ég er í góðu formi. Ég get samt ekki neitað því að ég væri ekki á leiðinni í úrslitaleikinn nema af því að ég er í frábæru liði,“ sagði Buffon. Juventus mætir annaðhvort Real Madrid eða Atletico Madrid í úrslitaleiknum í Cardiff 3. júní næstkomandi. Real Madrid er þar í góðum málum fyrir seinni leik liðanna í kvöld þökk sé 3-0 sigri í fyrri leiknum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fær nú þriðja tækifærið til að vinna Meistaradeildina en hann og félagar hans tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi. Juventus vann þá 2-1 sigur í seinni undanúrslitaleik sínum á móti Mónakó og þar með 4-1 samanlagt. Buffon fékk á sig mark í leiknum þegar hinn ungi Kylian Mbappe skoraði hjá honum í seinni hálfleiknum. Þegar Kylian Mbappe skoraði þá var hinn 39 ára gamli Gianluigi Buffon búinn að halda marki sínu hreinu í 600 mínútur í Meistaradeildinni eða í tíu klukkutíma. Þetta er fimmti besti árangur sögunnar en það var enn langt í met Jens Lehmann sem hélt hreinu í 853 mínútur tímabilið 2005-06. Síðastur á undan Mbappe til að skora hjá Buffon í Meistaradeildinni var Nico Pareja sem skoraði fyrir Sevilla á móti Juve 22. nóvember síðastliðinn.Más minutos sin recibir gol en UCL: 853 Jens Lehmann 737 Keylor Navas 657 Edwin van der Sar 622 Dida 600 GIGI BUFFON 593 Bodo Illgner — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 9, 2017 Juventus sló bæði Porto og Barcelona út úr útsláttarkeppninni án þess að fá á sig mark. Gianluigi Buffon hefur aldrei unnið Meistaradeildina á annars glæsilegum ferli sínum. Hann tapaði í úrslitaleikjunum 2003 og 2015. „Fyrir tveimur árum héldu allir að ég væri að spila minn síðasta úrslitaleik í Meistaradeildinni en þú verður að trúa á draumana þína,“ sagði Gianluigi Buffon eftir leikinn. „Við fáum að fara til Cardiff. Ég vil samt ekki segja að það sé markmiðið okkar því það skiptir engu máli að komast bara í úrslitaleikinn,“ sagði Buffon sem ætlar sér „stóra bikarinn með eyrun“ eins og einhverjir hafa kallað Meistaradeildarbikarinn. „Ég er mjög ánægður af því að ég er í góðu formi. Ég get samt ekki neitað því að ég væri ekki á leiðinni í úrslitaleikinn nema af því að ég er í frábæru liði,“ sagði Buffon. Juventus mætir annaðhvort Real Madrid eða Atletico Madrid í úrslitaleiknum í Cardiff 3. júní næstkomandi. Real Madrid er þar í góðum málum fyrir seinni leik liðanna í kvöld þökk sé 3-0 sigri í fyrri leiknum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira