Zoë Kravitz á forsíðu nýjasta Glamour Ritstjórn skrifar 10. maí 2017 11:15 Glamour/Getty Maíblað Glamour er komið út og forsíðuna prýðir engin önnur en söng-og leikkonan Zoë Isabella Kravitz! Kravitz er alin upp í sviðsljósinu og er gott dæmi um að sjaldan falli eplið langt frá eikinni. Hún er dóttir Lenny Kravitz og Lisu Bonet og ætlaði sér alltaf að vinna í skemmtanabransanum. Töffari fram í fingurgóma sem sló í gegn í sjónvarpsþáttunum vinsælu Big Little Lies í vetur við hlið feiknasterks leikarahóps. Glamour kynntist þessum töffara betur sem enginn vafi leikur á að á eftir að láta meira að sér kveða framtíðinni. „Ég held að vandamálið sé að pressan er svo mikil á konur að vera fullkomnar, hafa öll svörin á reiðum höndum, að hugsa um eiginmanninn og hugsa um börnin en við erum öll bara manneskjur,“ segir Kravitz meðal annars í viðtalinu og kemur einnig inn á foreldrana frægu og uppeldið í sviðsljósinu. „Andartakið þegar þú gerir þér grein fyrir að foreldri þitt er bara manneskja er einfaldlega vá! Eins og opinberun. Ég upplifði svona andartak: Almáttugur, þú ert ekki bara pabbi minn.“ Með foreldrum sínum á rauða dreglinum.Auk viðtalsins við Zoë er að fnna fjölbreytt efni í blaðinu en rómantíkin ræður ríkjum. 30 blaðsíðna brúðkaupskafli þar sem Glamour kemur með sína sýn á veisluna, kjólinn, skreytingarnar og förðunina. Hvaða hefðir þarf að halda í og hvað ekki? Leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir rifjar upp fyrirsætutaktana í blaðinu sem og opnar sig í viðtali um leiklistarharkið, framtíðina og flutninginn til Hollywood. Þetta og margt margt fleira í nýjasta Glamour sem er á leiðinni í allar helstu verslanir og til áskrifenda! Tryggðu þér áskrift af Glamour og fáðu eintakið sjóðandi heitt inn um lúguna í hverjum mánuði hér. BÚMMMaí blað Glamour er lent og það er enginn önnur en töffarinn, hæfileikabúntið og stjörnubarnið Zoë Kravitz sem prýðir forsíðuna og er forvitnilegu viðtali Veglegur brúðarkafli - ítarlegt viðtal við hina stórbrotnu Heiðu Rún sem ætlar að sigra Hollywood - fallegir myndaþættir og áhugaverðar umfjallanir! Ekki missa af þessu fallega og sumarlega eintaki . . . #glamouriceland #mayissue #biglittlelies #coverstar #fashion A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on May 10, 2017 at 1:42am PDT Glamour Tíska Mest lesið Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour Þær best klæddu á Emmy-verðlaununum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fær sína eigin Barbie dúkku Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Teyana Taylor mætti í Hvíta húsið klædd sem Angela Davis Glamour Kynþokkafulli fanginn gekk sinn fyrsta tískupall Glamour Blur Perfector kominn aftur Glamour Conor McGregor klæddist Gucci um helgina Glamour Kylie Jenner orðin mamma Glamour
Maíblað Glamour er komið út og forsíðuna prýðir engin önnur en söng-og leikkonan Zoë Isabella Kravitz! Kravitz er alin upp í sviðsljósinu og er gott dæmi um að sjaldan falli eplið langt frá eikinni. Hún er dóttir Lenny Kravitz og Lisu Bonet og ætlaði sér alltaf að vinna í skemmtanabransanum. Töffari fram í fingurgóma sem sló í gegn í sjónvarpsþáttunum vinsælu Big Little Lies í vetur við hlið feiknasterks leikarahóps. Glamour kynntist þessum töffara betur sem enginn vafi leikur á að á eftir að láta meira að sér kveða framtíðinni. „Ég held að vandamálið sé að pressan er svo mikil á konur að vera fullkomnar, hafa öll svörin á reiðum höndum, að hugsa um eiginmanninn og hugsa um börnin en við erum öll bara manneskjur,“ segir Kravitz meðal annars í viðtalinu og kemur einnig inn á foreldrana frægu og uppeldið í sviðsljósinu. „Andartakið þegar þú gerir þér grein fyrir að foreldri þitt er bara manneskja er einfaldlega vá! Eins og opinberun. Ég upplifði svona andartak: Almáttugur, þú ert ekki bara pabbi minn.“ Með foreldrum sínum á rauða dreglinum.Auk viðtalsins við Zoë er að fnna fjölbreytt efni í blaðinu en rómantíkin ræður ríkjum. 30 blaðsíðna brúðkaupskafli þar sem Glamour kemur með sína sýn á veisluna, kjólinn, skreytingarnar og förðunina. Hvaða hefðir þarf að halda í og hvað ekki? Leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir rifjar upp fyrirsætutaktana í blaðinu sem og opnar sig í viðtali um leiklistarharkið, framtíðina og flutninginn til Hollywood. Þetta og margt margt fleira í nýjasta Glamour sem er á leiðinni í allar helstu verslanir og til áskrifenda! Tryggðu þér áskrift af Glamour og fáðu eintakið sjóðandi heitt inn um lúguna í hverjum mánuði hér. BÚMMMaí blað Glamour er lent og það er enginn önnur en töffarinn, hæfileikabúntið og stjörnubarnið Zoë Kravitz sem prýðir forsíðuna og er forvitnilegu viðtali Veglegur brúðarkafli - ítarlegt viðtal við hina stórbrotnu Heiðu Rún sem ætlar að sigra Hollywood - fallegir myndaþættir og áhugaverðar umfjallanir! Ekki missa af þessu fallega og sumarlega eintaki . . . #glamouriceland #mayissue #biglittlelies #coverstar #fashion A post shared by Glamour Iceland (@glamouriceland) on May 10, 2017 at 1:42am PDT
Glamour Tíska Mest lesið Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour Þær best klæddu á Emmy-verðlaununum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fær sína eigin Barbie dúkku Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Teyana Taylor mætti í Hvíta húsið klædd sem Angela Davis Glamour Kynþokkafulli fanginn gekk sinn fyrsta tískupall Glamour Blur Perfector kominn aftur Glamour Conor McGregor klæddist Gucci um helgina Glamour Kylie Jenner orðin mamma Glamour