Corbyn ýjar að því að Verkamannaflokkurinn muni afnema skólagjöld í breskum háskólum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. maí 2017 16:32 Jeremy Corbyn á kosningafundi á dögunum. vísir/getty Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur ýjað að því að flokkurinn muni gefa loforð um það fyrir komandi þingkosningar í Bretlandi að afnema skólagjöld í háskólum landsins. Corbyn sagði á kosningafundi í menntaskóla í Leeds í dag að hann væri með ýmislegt í vasanum varðandi háskólanámið en að hann gæti ekki gefið neitt upp fyrr en stefnuskrá flokksins yrði opinberuð í næstu viku. „Þið verðið að bíða eftir stefnuskránni. Ég veit að þið eruð örvæntingarfull og ég er með ýmislegt í vasanum en því miður þá get ég ekki sagt ykkur frá því. Er það í lagi? Er ykkur sama? Getið þið beðið vegna spennu?“ sagði Corbyn á fundinum í dag aðspurður um hvað Verkamannaflokkurinn ætlaði að gera varðandi skólagjöld í breska háskóla. Skólagjöld mega nú vera í mesta lagi 9250 pund á ári í háskólum á Englandi sem gera 1,2 milljónir. Fyrir þingkosningarnar 2015 lofaði Verkamannaflokkinn að lækka skólagjöldin niður í 6000 pund árið og á fundinum í dag útilokaði Corbyn ekki að flokkurinn myndi aftur berjast gegn gjöldunum. Orð Corbyn eru í samræmi við orð flokksbróður hans, John McDonnell, sem sagði á kosningafundi á dögunum að Verkamannaflokkurinn vildi að skólakerfið allt yrði ókeypis á sama hátt og heilbrigðisþjónusta er gjaldfrjáls í gegnum National Health Service – NHS. „Við viljum að menntun verði gjaldfrjáls hvenær sem þú þarfnast hennar á lífsleiðinni. Það þýðir að hætta að skera niður á grunnskólastiginu. [...] Og já það þýðir að berjast á móti skólagjöldunum í háskóla svo að börnin okkar þurfi ekki að vera með miklar skuldir á bakinu í framtíðinni,“ sagði McDonnell.Nánar má lesa um málið á vef Guardian. Kosningar í Bretlandi Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur ýjað að því að flokkurinn muni gefa loforð um það fyrir komandi þingkosningar í Bretlandi að afnema skólagjöld í háskólum landsins. Corbyn sagði á kosningafundi í menntaskóla í Leeds í dag að hann væri með ýmislegt í vasanum varðandi háskólanámið en að hann gæti ekki gefið neitt upp fyrr en stefnuskrá flokksins yrði opinberuð í næstu viku. „Þið verðið að bíða eftir stefnuskránni. Ég veit að þið eruð örvæntingarfull og ég er með ýmislegt í vasanum en því miður þá get ég ekki sagt ykkur frá því. Er það í lagi? Er ykkur sama? Getið þið beðið vegna spennu?“ sagði Corbyn á fundinum í dag aðspurður um hvað Verkamannaflokkurinn ætlaði að gera varðandi skólagjöld í breska háskóla. Skólagjöld mega nú vera í mesta lagi 9250 pund á ári í háskólum á Englandi sem gera 1,2 milljónir. Fyrir þingkosningarnar 2015 lofaði Verkamannaflokkinn að lækka skólagjöldin niður í 6000 pund árið og á fundinum í dag útilokaði Corbyn ekki að flokkurinn myndi aftur berjast gegn gjöldunum. Orð Corbyn eru í samræmi við orð flokksbróður hans, John McDonnell, sem sagði á kosningafundi á dögunum að Verkamannaflokkurinn vildi að skólakerfið allt yrði ókeypis á sama hátt og heilbrigðisþjónusta er gjaldfrjáls í gegnum National Health Service – NHS. „Við viljum að menntun verði gjaldfrjáls hvenær sem þú þarfnast hennar á lífsleiðinni. Það þýðir að hætta að skera niður á grunnskólastiginu. [...] Og já það þýðir að berjast á móti skólagjöldunum í háskóla svo að börnin okkar þurfi ekki að vera með miklar skuldir á bakinu í framtíðinni,“ sagði McDonnell.Nánar má lesa um málið á vef Guardian.
Kosningar í Bretlandi Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira