Í eldhúsi Evu: Ítalskur vanillubúðingur með ástaraldinsósu Eva Laufey skrifar 13. maí 2017 13:00 Ítalskur vanillubúðingur með ástaraldinsósu. Eva Laufey Í þættinum Í eldhúsi Evu, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum, töfra ég fram hinar ýmsu kræsingar. Hér er uppskrift að ítölskum vanillubúðingi. Ítalskur vanillubúðingur með ástaraldinsósu 500 ml rjómi 100 g hvítt súkkulaði 2 msk. vanillusykur 1 tsk. vanilluduft eða vanillukorn úr vanillustöng 2 plötur matarlím Leggið matarlímsblöð í kalt vatn í 4-6 mínútur. Á meðan hitið þið rjóma að suðu og bætið súkkulaði saman og bræðið í rólegheitum. Hrærið í á meðan og þegar súkkulaðið er bráðnað bætið þið vanillusykri og vanilludufti saman við, í lokin kreistið þið vökvann frá matarlímsblöðum og hrærið út í vanillublönduna. Hellið í skálar og geymið í kæli að minnsta kosti í tvær til þrjár klukkustundir, best yfir nótt.Ástaraldinsósa3 ástaraldin3 tsk. flórsykur Skafið innan úr ástaraldininu og blandið saman við smá flórsykur, setjið yfir vanillubúðinginn áður en þið berið hann fram og njótið strax. Eftirréttir Eva Laufey Uppskriftir Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Í þættinum Í eldhúsi Evu, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum, töfra ég fram hinar ýmsu kræsingar. Hér er uppskrift að ítölskum vanillubúðingi. Ítalskur vanillubúðingur með ástaraldinsósu 500 ml rjómi 100 g hvítt súkkulaði 2 msk. vanillusykur 1 tsk. vanilluduft eða vanillukorn úr vanillustöng 2 plötur matarlím Leggið matarlímsblöð í kalt vatn í 4-6 mínútur. Á meðan hitið þið rjóma að suðu og bætið súkkulaði saman og bræðið í rólegheitum. Hrærið í á meðan og þegar súkkulaðið er bráðnað bætið þið vanillusykri og vanilludufti saman við, í lokin kreistið þið vökvann frá matarlímsblöðum og hrærið út í vanillublönduna. Hellið í skálar og geymið í kæli að minnsta kosti í tvær til þrjár klukkustundir, best yfir nótt.Ástaraldinsósa3 ástaraldin3 tsk. flórsykur Skafið innan úr ástaraldininu og blandið saman við smá flórsykur, setjið yfir vanillubúðinginn áður en þið berið hann fram og njótið strax.
Eftirréttir Eva Laufey Uppskriftir Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira