Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. maí 2017 10:22 Tölvuárásin var gerð í 99 löndum. Tölvuárásir voru gerðar víðsvegar um heim í gær og var hugbúnaður notaður til þess að taka þúsundir tölva í gíslingu. Árásirnar hafa nú þegar haft áhrif á líf þúsunda. Breska heilbrigðiskerfið, NHS, hefur meðal annars verið í lamasessi vegna árásinnar.Sjá einnig: Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Þetta vitum við um tölvuárásirnar og hefur verið tekið saman á vef Guardian:Árásin hófst í gær, föstudag og má rekja til hóps sem kallar sig Shadow Brokers. Í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA, þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna og hafa nýtt það við þessa árás.Hugbúnaðurinn sem notaður er læsir tölvum notenda og er þess krafist að notendur reiði fram 300 dollara í hinum rafræna miðli BitCoin, andvirði rúmlega 30 þúsund íslenskra króna, til þess að leysa tölvuna sína úr viðjum gíslatökuhugbúnaðarins. Um er að ræða netárás af áður óþekktri stærðargráðu. Greint hefur verið frá því að tölvuárásin hafi verið gerð í að minnsta kosti 99 löndum. Fregnir herma að flestar tölvur hafi sýkst í Rússlandi, Úkraínu, Indlandi og Tælandi. Nokkra daga mun taka að meta skaðann og umfang afleiðinga af árásinni. Greint hefur verið frá því að árásin hafi haft áhrif á starfsemi spítala, skóla og háskóla í Asíu, í löndum líkt og Kína, Suður-Kóreu og Japan en enn er óljóst hve miklum skaða hún hefur valdið.Seðlabanki Rússlands hefur gefið út tilkynningu að reynt hafi verið að ráðast á hugbúnaðarkerfi rússneskra banka án árangurs. Þá hefur einnig verið gerð tilraun til tölvuárása á rússnesk samgöngufyrirtæki.Breskum öryggisfræðing hefur verið hampað sem hetju eftir að hafa keypt lén sem á að slökkva á hugbúnaðinum. Breskir spítalar hafa þurft að hætta við aðgerðir vegna árásarinnar, auk þess sem ekki hefur verið hægt að nálgast gögn um sjúklinga. Tölvuöryggismálastofnun Bretlands vinnur nú að því að koma kerfum aftur upp.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að engin gögn um sjúklinga hafi tapast í hendur tölvuþrjótanna.Þúsundir sjúklinga í Englandi og Skotlandi hafa lent í vandræðum vegna árásarinnar og hafa meðal annars foreldrar nýfæddra barna ekki getað farið með þau heim á leið vegna þess að tölvukerfi hafa legið niðri. Innanríkisráðherra Bretlands, Amber Rudd, mun halda neyðarfund í ráðuneyti sínu vegna árásarinnar síðar í dag.Uppljóstrarinn Edward Snowden, segir að árásirnar séu algjörlega á ábyrgð NSA, sem hefðu getað losað sig við umræddan hugbúnað sem nýttur var til að ráðast á spítala, áður en hann komst undir hendur tölvuþrjóta. Flutningafyrirtækið FedEx hefur lýst því yfir að árásin hafi haft áhrif á starfsemi fyrirtækisins.Bílaframleiðandinn Renault varð einnig fyrir tölvuárás en starfsemi í verksmiðjm framleiðandans í Frakklandi og í Slóveníu hefur farið úr skorðum vegna hruns tölvukerfa.Microsoft hefur gefið út sérstakan hugbúnað fyrir Windows notendur til þess að verjast árásum.Microsoft releases #WannaCrypt protection for out-of-support products Windows XP, Windows 8, & Windows Server 2003: https://t.co/ZgINDXAdCj— Microsoft (@Microsoft) May 13, 2017 Tölvuárásir Tengdar fréttir Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
Tölvuárásir voru gerðar víðsvegar um heim í gær og var hugbúnaður notaður til þess að taka þúsundir tölva í gíslingu. Árásirnar hafa nú þegar haft áhrif á líf þúsunda. Breska heilbrigðiskerfið, NHS, hefur meðal annars verið í lamasessi vegna árásinnar.Sjá einnig: Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Þetta vitum við um tölvuárásirnar og hefur verið tekið saman á vef Guardian:Árásin hófst í gær, föstudag og má rekja til hóps sem kallar sig Shadow Brokers. Í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA, þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna og hafa nýtt það við þessa árás.Hugbúnaðurinn sem notaður er læsir tölvum notenda og er þess krafist að notendur reiði fram 300 dollara í hinum rafræna miðli BitCoin, andvirði rúmlega 30 þúsund íslenskra króna, til þess að leysa tölvuna sína úr viðjum gíslatökuhugbúnaðarins. Um er að ræða netárás af áður óþekktri stærðargráðu. Greint hefur verið frá því að tölvuárásin hafi verið gerð í að minnsta kosti 99 löndum. Fregnir herma að flestar tölvur hafi sýkst í Rússlandi, Úkraínu, Indlandi og Tælandi. Nokkra daga mun taka að meta skaðann og umfang afleiðinga af árásinni. Greint hefur verið frá því að árásin hafi haft áhrif á starfsemi spítala, skóla og háskóla í Asíu, í löndum líkt og Kína, Suður-Kóreu og Japan en enn er óljóst hve miklum skaða hún hefur valdið.Seðlabanki Rússlands hefur gefið út tilkynningu að reynt hafi verið að ráðast á hugbúnaðarkerfi rússneskra banka án árangurs. Þá hefur einnig verið gerð tilraun til tölvuárása á rússnesk samgöngufyrirtæki.Breskum öryggisfræðing hefur verið hampað sem hetju eftir að hafa keypt lén sem á að slökkva á hugbúnaðinum. Breskir spítalar hafa þurft að hætta við aðgerðir vegna árásarinnar, auk þess sem ekki hefur verið hægt að nálgast gögn um sjúklinga. Tölvuöryggismálastofnun Bretlands vinnur nú að því að koma kerfum aftur upp.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að engin gögn um sjúklinga hafi tapast í hendur tölvuþrjótanna.Þúsundir sjúklinga í Englandi og Skotlandi hafa lent í vandræðum vegna árásarinnar og hafa meðal annars foreldrar nýfæddra barna ekki getað farið með þau heim á leið vegna þess að tölvukerfi hafa legið niðri. Innanríkisráðherra Bretlands, Amber Rudd, mun halda neyðarfund í ráðuneyti sínu vegna árásarinnar síðar í dag.Uppljóstrarinn Edward Snowden, segir að árásirnar séu algjörlega á ábyrgð NSA, sem hefðu getað losað sig við umræddan hugbúnað sem nýttur var til að ráðast á spítala, áður en hann komst undir hendur tölvuþrjóta. Flutningafyrirtækið FedEx hefur lýst því yfir að árásin hafi haft áhrif á starfsemi fyrirtækisins.Bílaframleiðandinn Renault varð einnig fyrir tölvuárás en starfsemi í verksmiðjm framleiðandans í Frakklandi og í Slóveníu hefur farið úr skorðum vegna hruns tölvukerfa.Microsoft hefur gefið út sérstakan hugbúnað fyrir Windows notendur til þess að verjast árásum.Microsoft releases #WannaCrypt protection for out-of-support products Windows XP, Windows 8, & Windows Server 2003: https://t.co/ZgINDXAdCj— Microsoft (@Microsoft) May 13, 2017
Tölvuárásir Tengdar fréttir Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00