Alonso: Sjöunda sæti er eins og gjöf í dag Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. maí 2017 20:45 Sebastian Vettel, Lewis Hamilton og Valtteri Bottas. Vísir/Getty Lewis Hamilton náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun eftir afar spennandi tímatöku. Fernando Alonso kom einna helst á óvart með sjöunda sætinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Síðasti hringurinn var ágætur en ég gat raunverulega heyrt í áhorfendum hvetja mig áfram. Það er alltaf gott að fá slíkan stuðning. Áhorfendur gera þessa helgi að því sem hún er,“ sagði Hamilton. „Ég er hræddur um að þessi litlu mistök sem ég gerði þegar ég læsti inn í síðustu beygju hafi verið það sem skyldi á milli. Morguninn var erilsamur, það þurfti að skipta um vél í bílnum. Eins vil ég þakka liðinu í bílskúrnum og líka þeim sem komu frá hinni hlið bílskúrsins til að hjálpa,“ sagði Sebastian Vettel sem varð annar í dag. „Það er alltaf gott að ræsa frá annarri röðinni. Ég verð að segja að liðið stóð sig mjög vel við að skipta um vél í bílnum í morgun,“ sagði Valtteri Bottas sem ræsir þriðji á morgun. „Sjöunda sæti á ráslínu er eins og gjöf í dag. Ég veit ekki hvernig dagurinn verður á morgun, það er erfitt að taka fram úr hérna og það gæti þýtt að við náum að halda sætinu,“ sagði heimamaðurinn Alonso sem varð sjöundi á McLaren bílnum.Max Verstappen var nokkuð sáttur við sinn hlut í dag.Vísir/Getty„Svona á þetta að vera, keppnin verður spennandi á morgun. Valtteri vantaði bara æfinguna í morgun. Hann hefði verið nálægt Lewis hefði hann fengið tíma í morgun,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Fernando gerði þetta. Hann er á heimavelli og það má aldrei gefast upp. Kannski ég fari að spila tennis í kvöld, það virðist færa okkur lukku. Við viljum bara halda stöðunni á morgun eða bæta hana,“ sagði Zak Brown, stjórnandi McLaren liðsins. Hann vísaði til þess að Alonso yfirgaf fyrri æfinguna í gær eftir bilun á fyrsta hring og var byrjaður að spila tennis innan skamms. „Ég er sáttur við fimmta sætið. Við áttum ekki möguleika á að enda ofar en það. Ég er hrifinn af þessari braut. Við verðum að taka það sem kemur,“ sagði Max Verstappen sem varð fimmti á Red Bull. „Miðað við allt þá er ég nokkuð sáttur, við komum ekki hingað með væntingar um ráspól. Við gerum okkur ráð fyrir því að aðrir ná framförum líka. Við erum um sekúndu á eftir fremstu mönnum,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð sjötti á Red Bull. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton ræsir fremstur á Spáni Lewis Hamilton náði í ráspól í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas varð þriðji. 13. maí 2017 12:54 Lewis Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfngum dagsins sem fram fóru á Katalóníubrautinni á Spáni. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 12. maí 2017 20:15 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Lewis Hamilton náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun eftir afar spennandi tímatöku. Fernando Alonso kom einna helst á óvart með sjöunda sætinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Síðasti hringurinn var ágætur en ég gat raunverulega heyrt í áhorfendum hvetja mig áfram. Það er alltaf gott að fá slíkan stuðning. Áhorfendur gera þessa helgi að því sem hún er,“ sagði Hamilton. „Ég er hræddur um að þessi litlu mistök sem ég gerði þegar ég læsti inn í síðustu beygju hafi verið það sem skyldi á milli. Morguninn var erilsamur, það þurfti að skipta um vél í bílnum. Eins vil ég þakka liðinu í bílskúrnum og líka þeim sem komu frá hinni hlið bílskúrsins til að hjálpa,“ sagði Sebastian Vettel sem varð annar í dag. „Það er alltaf gott að ræsa frá annarri röðinni. Ég verð að segja að liðið stóð sig mjög vel við að skipta um vél í bílnum í morgun,“ sagði Valtteri Bottas sem ræsir þriðji á morgun. „Sjöunda sæti á ráslínu er eins og gjöf í dag. Ég veit ekki hvernig dagurinn verður á morgun, það er erfitt að taka fram úr hérna og það gæti þýtt að við náum að halda sætinu,“ sagði heimamaðurinn Alonso sem varð sjöundi á McLaren bílnum.Max Verstappen var nokkuð sáttur við sinn hlut í dag.Vísir/Getty„Svona á þetta að vera, keppnin verður spennandi á morgun. Valtteri vantaði bara æfinguna í morgun. Hann hefði verið nálægt Lewis hefði hann fengið tíma í morgun,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Fernando gerði þetta. Hann er á heimavelli og það má aldrei gefast upp. Kannski ég fari að spila tennis í kvöld, það virðist færa okkur lukku. Við viljum bara halda stöðunni á morgun eða bæta hana,“ sagði Zak Brown, stjórnandi McLaren liðsins. Hann vísaði til þess að Alonso yfirgaf fyrri æfinguna í gær eftir bilun á fyrsta hring og var byrjaður að spila tennis innan skamms. „Ég er sáttur við fimmta sætið. Við áttum ekki möguleika á að enda ofar en það. Ég er hrifinn af þessari braut. Við verðum að taka það sem kemur,“ sagði Max Verstappen sem varð fimmti á Red Bull. „Miðað við allt þá er ég nokkuð sáttur, við komum ekki hingað með væntingar um ráspól. Við gerum okkur ráð fyrir því að aðrir ná framförum líka. Við erum um sekúndu á eftir fremstu mönnum,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð sjötti á Red Bull.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton ræsir fremstur á Spáni Lewis Hamilton náði í ráspól í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas varð þriðji. 13. maí 2017 12:54 Lewis Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfngum dagsins sem fram fóru á Katalóníubrautinni á Spáni. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 12. maí 2017 20:15 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Lewis Hamilton ræsir fremstur á Spáni Lewis Hamilton náði í ráspól í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas varð þriðji. 13. maí 2017 12:54
Lewis Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfngum dagsins sem fram fóru á Katalóníubrautinni á Spáni. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 12. maí 2017 20:15